Sara Björk í viðtali hjá FIFA: Margir hlógu örugglega að því sem ég sagði þegar ég var tvítug Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 12:30 Sara Björk Gunnarsdóttir bregður á leik í myndatöku Wolfsburg fyrir Meistaradeildina. Getty/Karl Bridgeman Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er á förum frá Wolfsburg eftir tímabilið eftir mjög sigursæla tíma í Þýskalandi. Markmið hennar er að kveðja með tveimur titlum en Alþjóða knattspyrnusambandið hafði áhuga á að heyra í einni bestu knattspyrnukonu Íslandssögunnar. Sara Björk Gunnarsdóttir skrifaði ævisögu sína fyrir þrítugsafmælið sitt en taldi sig hafa sögu að segja sem margir gætu tengt við. Sara Björk ræddi við heimasíðu FIFA um ferilinn og framhaldið. Sara Björk Gunnarsdóttir var kosin íþróttamaður ársins 2018 og eftir það hafði Magnús Helgason samband við hana og lagði það til að hún skrifaði sögu sína í bók. Unstoppable @sarabjork18 has dealt with some sever setbacks on her journey to the top But the title of her new book reflects the unbreakable spirit of this @VfLWob_Frauen star and 6-time @footballiceland player of the year — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) May 22, 2020 „Hann sagði mér að núna væri rétti tíminn til að segja mína sögu. Ég er ekki gömul en ég er reynslumikil og hef afrekað mikið á mínum ferli. Ég hef líka gengið í gegnum margt. Mér fannst því líka að ég hefði góða sögu að segja sem margir gætu tengt við, ekki bara leikmenn,“ sagði Sara við heimasíðu FIFA. Nafnið á bókinni, „Óstöðvandi“, er táknrænt enda hefur hún aldrei látið neinn stöðva sig. Hún meiddist illa snemma á ferlinum en kom enn sterkari til baka. View this post on Instagram Dreift í búðir í dag ! Tryggðu þér eintak! Fáanleg í öllum Hagkaup verslunum , Eymundsson og Mál og menning A post shared by Sara Björk Gunnarsdóttir (@sarabjork90) on Nov 21, 2019 at 8:03am PST Vá, ég get verið með há markmið núna „Ég hef alltaf verið í samkeppni við sjálfan mig. Ég vildi sjá hversu langt ég gæti náð og setti pressu á mig sjálfa. Eftir meiðslin var markmiðið að losna við þau og spila aftur. Eftir að ég komst í yngri landsliðin og svo í A-landsliðið á sama árinu þá hugsaði ég: Vá, ég get verið með há markmið núna,“ sagði Sara Björk. Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað 131 A-landsleik fyrir Ísland og alls 148 landsleiki fyrir öll landslið.EPA/SALVATORE DI NOLFI „Þegar ég var bara tvítug þá sagði ég fjölmiðlunum að ég ætlaði mér að verða besti miðjumaður í heimi. Fullt af fólki hefur örugglega hlegið að mér. Ég hef alltaf haft trú á sjálfri mér og hugarfarið mitt hefur komið mér þangað sem ég er í dag,“ sagði Sara. Sjö sinnum meistari í Svíþjóð og Þýskalandi Hún fór út í atvinnumennsku árið 2011 og gekk til liðs við sænska liðið Rosengård. Sara hefur síðan unnið sænska meistaratitilinn fjórum sinnum, sænska bikarinn einu sinni og eftir að hún færði sig yfir til Wolfsburg í Þýskalandi þá hefur Sara unnið tvennuna þrisvar sinnum. Á níu tímabilum í atvinnumennsku hefur Sara þannig unnið sjö meistaratitla með liðum sínum. „Það er gott og léttir að geta byrjað að spila aftur. Þetta verður mjög mikið álag þangað til í lok júní en við höfum æft mikið. Við höfum byrjað að æfa aftur saman sem lið og allar eru í toppformi," sagði Sara um lok tímabilsins með Wolfsburg. Reports out of France are linking Wolfsburg midfielder Sara Björk Gunnarsdóttir and Atlético Madrid goalkeeper Lola Gallardo to Lyon. The two will replace Dzsenifer Marozsan and Sarah Bouhaddi, who are both rumored to be heading to Utah Royals FC. (Source: @RMCsport) pic.twitter.com/Nn2kdCdshe— Womens Transfer News (@womenstransfer) April 18, 2020 Leið eins og litlum krakka á fyrstu æfingunni „Þessi tími hefur sýnt mér hversu mikið ég hef saknað að vera með liðsfélögunum í klefanum og hversu mikið ég hef saknað fótboltans. Mér leið eins og litlum krakka á fyrstu æfingunni okkar saman. Ég er þakklát að við getum byrjað að spila aftur," sagði Sara. Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar hér titli með Wolfsburg liðinu ásamt þeim Lenu Goessling, Caroline Graham Hansen og Pernille Harder.EPA-EFE/SASCHA STEINBACH „Auðvitað vilja ég enda árið hjá Wolfsburg með titlum og spila eitthvað af leikjum. Það voru spennandi hlutir í gangi hjá okkur á þremur vígstöðvum, í deildinni, í bikarnum og í Meistaradeildinni. Nú hafa hlutirnir breyst aðeins. Vonandi getum við endað á að vinna deildina og bikarinn. Markmiðið er að enda feril minn hjá Wolfsburg með tveimur titlum. Það yrði æðislegt," sagði Sara Björk að lokum. Fótbolti Þýski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira
Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er á förum frá Wolfsburg eftir tímabilið eftir mjög sigursæla tíma í Þýskalandi. Markmið hennar er að kveðja með tveimur titlum en Alþjóða knattspyrnusambandið hafði áhuga á að heyra í einni bestu knattspyrnukonu Íslandssögunnar. Sara Björk Gunnarsdóttir skrifaði ævisögu sína fyrir þrítugsafmælið sitt en taldi sig hafa sögu að segja sem margir gætu tengt við. Sara Björk ræddi við heimasíðu FIFA um ferilinn og framhaldið. Sara Björk Gunnarsdóttir var kosin íþróttamaður ársins 2018 og eftir það hafði Magnús Helgason samband við hana og lagði það til að hún skrifaði sögu sína í bók. Unstoppable @sarabjork18 has dealt with some sever setbacks on her journey to the top But the title of her new book reflects the unbreakable spirit of this @VfLWob_Frauen star and 6-time @footballiceland player of the year — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) May 22, 2020 „Hann sagði mér að núna væri rétti tíminn til að segja mína sögu. Ég er ekki gömul en ég er reynslumikil og hef afrekað mikið á mínum ferli. Ég hef líka gengið í gegnum margt. Mér fannst því líka að ég hefði góða sögu að segja sem margir gætu tengt við, ekki bara leikmenn,“ sagði Sara við heimasíðu FIFA. Nafnið á bókinni, „Óstöðvandi“, er táknrænt enda hefur hún aldrei látið neinn stöðva sig. Hún meiddist illa snemma á ferlinum en kom enn sterkari til baka. View this post on Instagram Dreift í búðir í dag ! Tryggðu þér eintak! Fáanleg í öllum Hagkaup verslunum , Eymundsson og Mál og menning A post shared by Sara Björk Gunnarsdóttir (@sarabjork90) on Nov 21, 2019 at 8:03am PST Vá, ég get verið með há markmið núna „Ég hef alltaf verið í samkeppni við sjálfan mig. Ég vildi sjá hversu langt ég gæti náð og setti pressu á mig sjálfa. Eftir meiðslin var markmiðið að losna við þau og spila aftur. Eftir að ég komst í yngri landsliðin og svo í A-landsliðið á sama árinu þá hugsaði ég: Vá, ég get verið með há markmið núna,“ sagði Sara Björk. Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað 131 A-landsleik fyrir Ísland og alls 148 landsleiki fyrir öll landslið.EPA/SALVATORE DI NOLFI „Þegar ég var bara tvítug þá sagði ég fjölmiðlunum að ég ætlaði mér að verða besti miðjumaður í heimi. Fullt af fólki hefur örugglega hlegið að mér. Ég hef alltaf haft trú á sjálfri mér og hugarfarið mitt hefur komið mér þangað sem ég er í dag,“ sagði Sara. Sjö sinnum meistari í Svíþjóð og Þýskalandi Hún fór út í atvinnumennsku árið 2011 og gekk til liðs við sænska liðið Rosengård. Sara hefur síðan unnið sænska meistaratitilinn fjórum sinnum, sænska bikarinn einu sinni og eftir að hún færði sig yfir til Wolfsburg í Þýskalandi þá hefur Sara unnið tvennuna þrisvar sinnum. Á níu tímabilum í atvinnumennsku hefur Sara þannig unnið sjö meistaratitla með liðum sínum. „Það er gott og léttir að geta byrjað að spila aftur. Þetta verður mjög mikið álag þangað til í lok júní en við höfum æft mikið. Við höfum byrjað að æfa aftur saman sem lið og allar eru í toppformi," sagði Sara um lok tímabilsins með Wolfsburg. Reports out of France are linking Wolfsburg midfielder Sara Björk Gunnarsdóttir and Atlético Madrid goalkeeper Lola Gallardo to Lyon. The two will replace Dzsenifer Marozsan and Sarah Bouhaddi, who are both rumored to be heading to Utah Royals FC. (Source: @RMCsport) pic.twitter.com/Nn2kdCdshe— Womens Transfer News (@womenstransfer) April 18, 2020 Leið eins og litlum krakka á fyrstu æfingunni „Þessi tími hefur sýnt mér hversu mikið ég hef saknað að vera með liðsfélögunum í klefanum og hversu mikið ég hef saknað fótboltans. Mér leið eins og litlum krakka á fyrstu æfingunni okkar saman. Ég er þakklát að við getum byrjað að spila aftur," sagði Sara. Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar hér titli með Wolfsburg liðinu ásamt þeim Lenu Goessling, Caroline Graham Hansen og Pernille Harder.EPA-EFE/SASCHA STEINBACH „Auðvitað vilja ég enda árið hjá Wolfsburg með titlum og spila eitthvað af leikjum. Það voru spennandi hlutir í gangi hjá okkur á þremur vígstöðvum, í deildinni, í bikarnum og í Meistaradeildinni. Nú hafa hlutirnir breyst aðeins. Vonandi getum við endað á að vinna deildina og bikarinn. Markmiðið er að enda feril minn hjá Wolfsburg með tveimur titlum. Það yrði æðislegt," sagði Sara Björk að lokum.
Fótbolti Þýski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira