Flugfreyjur byrjaðar að funda og hluthafafundur yfirvofandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2020 10:51 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/Egill Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. Á fundinum verður farið yfir stöðuna í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair. Fleiri slíkir fundir verða haldnir nú í dag en félagsmönnum hefur verið skipt í hópa vegna sóttvarnatakmarkana. Talsverður hiti færðist í viðræður FFÍ og Icelandair í gærkvöldi eftir að Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair sendi starfsfólki bréf, þar sem hann útlistaði síðasta tilboð sem félagið lagði fram í kjaradeilunni. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, sagði í yfirlýsingu í kjölfarið að með bréfinu bryti Bogi lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Ekki hefur farið fram formlegur samningafundur í deilunni síðan í byrjun vikunnar en þá hafnaði samninganefnd FFÍ áðurnefndu „lokatilboði“ Icelandair. Hluthafafundur Icelandair verður haldinn klukkan fjögur í dag á Hilton Nordica-hótelinu, á sama stað og flugfreyjur funda nú. Bogi hefur lagt ríka áherslu á að samningar við flugstéttir náist fyrir hann en félagið hefur þegar samið við flugmenn og flugvirkja. Kjaramál Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. 21. maí 2020 21:25 „Rangfærslur og vangaveltur“ sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir marga starfsmenn hafa óskað eftir upplýsingum um síðasta tilboð félagsins í viðræðum þess við Flugfreyjufélag Íslands. 21. maí 2020 21:13 Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. Á fundinum verður farið yfir stöðuna í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair. Fleiri slíkir fundir verða haldnir nú í dag en félagsmönnum hefur verið skipt í hópa vegna sóttvarnatakmarkana. Talsverður hiti færðist í viðræður FFÍ og Icelandair í gærkvöldi eftir að Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair sendi starfsfólki bréf, þar sem hann útlistaði síðasta tilboð sem félagið lagði fram í kjaradeilunni. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, sagði í yfirlýsingu í kjölfarið að með bréfinu bryti Bogi lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Ekki hefur farið fram formlegur samningafundur í deilunni síðan í byrjun vikunnar en þá hafnaði samninganefnd FFÍ áðurnefndu „lokatilboði“ Icelandair. Hluthafafundur Icelandair verður haldinn klukkan fjögur í dag á Hilton Nordica-hótelinu, á sama stað og flugfreyjur funda nú. Bogi hefur lagt ríka áherslu á að samningar við flugstéttir náist fyrir hann en félagið hefur þegar samið við flugmenn og flugvirkja.
Kjaramál Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. 21. maí 2020 21:25 „Rangfærslur og vangaveltur“ sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir marga starfsmenn hafa óskað eftir upplýsingum um síðasta tilboð félagsins í viðræðum þess við Flugfreyjufélag Íslands. 21. maí 2020 21:13 Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur. 21. maí 2020 21:25
„Rangfærslur og vangaveltur“ sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir marga starfsmenn hafa óskað eftir upplýsingum um síðasta tilboð félagsins í viðræðum þess við Flugfreyjufélag Íslands. 21. maí 2020 21:13
Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. 21. maí 2020 19:19