Segir ekkert benda til þess að veiran smitist í lofti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2020 17:43 Sóttvarnalæknir segir ekkert renna stoðum undir sögusagnir um að COVID-19 geti smitast með loftsmiti. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að kórónuveiran sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 hafi smitast í loftinu. Hann segir helstu smitleiðir vera dropasmit og snertismit. Á blaðamannafundi í dag var Þórólfur spurður út í fregnir þess efnis að kórónuveiran gæti smitast í lofti. Þórólfur segist hins vegar ekki hafa séð upplýsingar þess efnis frá áreiðanlegum heimildum. „Þetta er ekki staðfest og þeir vísindamenn og þær alþjóðastofnanir sem við tökum mest mark á eru með þetta eins og þessi veira hefur verið að hegða sér áður. Það er að segja, þetta er dropasmit, það þarf tiltölulega mikla nánd, innan við einn til tvo metra, og þetta er snertismit, það er að segja viðkomandi er með mengaðar hendur og snertir hluti sem síðan annar snertir fljótlega á eftir og getur þannig borið veiruna í sig,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þessar tvær leiðir, dropasmit og snertismit, vera smitleiðir „númer eitt, tvö og þrjú,“ en bætti þó við að veiran gæti einnig komið fram í saur, en að ekki væri ljóst hversu mikil smithæfni veirunnar væri í slíkum tilfellum. Alma Möller landlæknir sagði þá einnig, eftir spurningu frá blaðamanni, að ekkert benti til þess að fólk með lífstílstengda sjúkdóma á borð við offitu væri í meiri áhættuhópi en aðrir. Hún sagði þó að grunur léki á að reykingafólk sé viðkvæmara fyrir veirunni en annað fólk. Hér að neðan má sjá stutt myndbrot frá blaðamannafundi dagsins. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að kórónuveiran sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 hafi smitast í loftinu. Hann segir helstu smitleiðir vera dropasmit og snertismit. Á blaðamannafundi í dag var Þórólfur spurður út í fregnir þess efnis að kórónuveiran gæti smitast í lofti. Þórólfur segist hins vegar ekki hafa séð upplýsingar þess efnis frá áreiðanlegum heimildum. „Þetta er ekki staðfest og þeir vísindamenn og þær alþjóðastofnanir sem við tökum mest mark á eru með þetta eins og þessi veira hefur verið að hegða sér áður. Það er að segja, þetta er dropasmit, það þarf tiltölulega mikla nánd, innan við einn til tvo metra, og þetta er snertismit, það er að segja viðkomandi er með mengaðar hendur og snertir hluti sem síðan annar snertir fljótlega á eftir og getur þannig borið veiruna í sig,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þessar tvær leiðir, dropasmit og snertismit, vera smitleiðir „númer eitt, tvö og þrjú,“ en bætti þó við að veiran gæti einnig komið fram í saur, en að ekki væri ljóst hversu mikil smithæfni veirunnar væri í slíkum tilfellum. Alma Möller landlæknir sagði þá einnig, eftir spurningu frá blaðamanni, að ekkert benti til þess að fólk með lífstílstengda sjúkdóma á borð við offitu væri í meiri áhættuhópi en aðrir. Hún sagði þó að grunur léki á að reykingafólk sé viðkvæmara fyrir veirunni en annað fólk. Hér að neðan má sjá stutt myndbrot frá blaðamannafundi dagsins.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira