Stjórnin vill hætta við arðgreiðslu Arion banka Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. apríl 2020 11:02 Starfsmenn Arion banka fylgjast með komu varaforseta Bandaríkjanna í fyrra. Vísir/vilhelm Stjórn Arion banka leggur til að enginn arður verði greiddur vegna ársins 2019 og að hagnaður ársins 2019 leggist við eigið fé bankans. Fyrri áform hljóðuðu upp á 10 milljarða króna arðgreiðslu fyrir síðasta ár. Tillaga stjórnarinnar verður borin upp á framhaldsaðalfundi bankans sem fer fram með rafrænum hætti 14. maí næstkomandi. Í fundarboði sem sent var út í morgun segir að tillagan sé lögð fram vegna þess óvissuástands sem ríkir vegna kórónuveirufaraldursins. „Seðlabanki Íslands og ríkisstjórnin hafa hvatt fyrirtæki til að endurskoða fyrirhugaðar arðgreiðslur vegna þessa en afgreiðslu fyrirhugaðrar arðgreiðslu var frestað á aðalfundi bankans þann 17. mars sl., að beiðni hluthafa. Arion banki sýnir samfélagsábyrgð í verki og hefur stjórn bankans því afturkallað fyrri tillögu um úthlutun arðs vegna ársins 2019 og leggur nú til að ekki verði greiddur út arður.“ Þar að auki segist stjórnin ekki gera ráð fyrir því að bankinn greiði arð meðan faraldursins gætir. Það sé til þess að „viðhalda eins sterkri eiginfjárstöðu og kostur er og auka útlánagetu. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk með 27,8% eiginfjárhlutfall og 16,3% vogunarhlutfall miðað við 1. janúar 2020 (eftir AT1 útgáfu), töluvert umfram lágmarkskröfur,“ eins og segir í greinargerð tillögunnar. Fari svo að tillagan verði samþykkt á framhaldsaðalfundinum myndi Arion þannig feta í fótspor hinna stóru viðskiptabankanna. Íslandsbankinn hefur þegar samþykkt að greiða ekki 4,2 milljarða króna arð vegna síðasta árs og þá mun bankaráð Landsbankans leggja sambærilega tillögu fyrir aðalfund í næstu viku. Til stóð að Landsbankinn myndi greiða eigendum sínum, íslenska ríkinu þ.e.a.s., rúmlega 9 milljarða arð. Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira
Stjórn Arion banka leggur til að enginn arður verði greiddur vegna ársins 2019 og að hagnaður ársins 2019 leggist við eigið fé bankans. Fyrri áform hljóðuðu upp á 10 milljarða króna arðgreiðslu fyrir síðasta ár. Tillaga stjórnarinnar verður borin upp á framhaldsaðalfundi bankans sem fer fram með rafrænum hætti 14. maí næstkomandi. Í fundarboði sem sent var út í morgun segir að tillagan sé lögð fram vegna þess óvissuástands sem ríkir vegna kórónuveirufaraldursins. „Seðlabanki Íslands og ríkisstjórnin hafa hvatt fyrirtæki til að endurskoða fyrirhugaðar arðgreiðslur vegna þessa en afgreiðslu fyrirhugaðrar arðgreiðslu var frestað á aðalfundi bankans þann 17. mars sl., að beiðni hluthafa. Arion banki sýnir samfélagsábyrgð í verki og hefur stjórn bankans því afturkallað fyrri tillögu um úthlutun arðs vegna ársins 2019 og leggur nú til að ekki verði greiddur út arður.“ Þar að auki segist stjórnin ekki gera ráð fyrir því að bankinn greiði arð meðan faraldursins gætir. Það sé til þess að „viðhalda eins sterkri eiginfjárstöðu og kostur er og auka útlánagetu. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk með 27,8% eiginfjárhlutfall og 16,3% vogunarhlutfall miðað við 1. janúar 2020 (eftir AT1 útgáfu), töluvert umfram lágmarkskröfur,“ eins og segir í greinargerð tillögunnar. Fari svo að tillagan verði samþykkt á framhaldsaðalfundinum myndi Arion þannig feta í fótspor hinna stóru viðskiptabankanna. Íslandsbankinn hefur þegar samþykkt að greiða ekki 4,2 milljarða króna arð vegna síðasta árs og þá mun bankaráð Landsbankans leggja sambærilega tillögu fyrir aðalfund í næstu viku. Til stóð að Landsbankinn myndi greiða eigendum sínum, íslenska ríkinu þ.e.a.s., rúmlega 9 milljarða arð.
Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira
Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05