Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 09:30 Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari íslenska 21 árs landsliðsins. Hér er hann í því starfi í leik á móti Englandi. Getty/Mike Egerton Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og núverandi aðstoðarþjálfari íslenska 21 árs landsliðsins, blandaði sér í gær í umræðuna um þau orð sem Mikael Nikulásson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur og sparkspekingur í Dr. Football, lét falla á dögunum. Mikael Nikulásson talaði um það í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Anna Björk Kristjánsdóttir, nýr leikmaður Selfoss í Pepsi Max deild kvenna, væri á hærri launum en konur í fótbolta ættu að fá. Laun hennar væru hærri en margra í Pepsi Max-deild karla. Landsliðskonur eru afar ósáttar við ummæli sem féllu í hlaðvarpinu Dr. Football.https://t.co/eqG7rLiPCq— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 20, 2020 Ummælin féllu í mjög grýttan jarðveg ekki síst hjá íslenskum landsliðskonum sem hafa gagnrýnt Mikael mikið á samfélagsmiðlum. Eiður Smári sagði svo sína skoðun á Twitter í gærkvöldi. Eiður Smári er með rúmlega 51 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Eiður Smári um Mækarann: Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita https://t.co/loK9XPRS21— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 21, 2020 Vefsíðan Fótbolti.net sagði frá því að Eiður Smári ákvað að koma með orðagrín eða einhvers konar rímu á Twitter í gærkvöldi en hann eyddi síðar færslunni. Menn á Twitter misstu hins vegar ekki af henni og mynd af henni má sjá hér fyrir neðan. „Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita...talaði með rassgatinu og úr því kom skita #drfootball #dontwannabelikemike" skrifaði Eiður en færsla hans fékk þó ekki að lifa mjög lengi. Eiður Smári virðist hafa ætlað að ná til Mikaels og Hjörvars Hafliðasonar, umsjónarmanns hlaðvarpsþáttarins Dr. Football, því hann setti líka myllumerkið #drfootball og #dontwannabelikemike þar sem hann vitnar þar í lagið Be Like Mike sem kom fyrst fram í Gatorade auglýsingu með Michael Jordan. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og núverandi aðstoðarþjálfari íslenska 21 árs landsliðsins, blandaði sér í gær í umræðuna um þau orð sem Mikael Nikulásson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur og sparkspekingur í Dr. Football, lét falla á dögunum. Mikael Nikulásson talaði um það í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Anna Björk Kristjánsdóttir, nýr leikmaður Selfoss í Pepsi Max deild kvenna, væri á hærri launum en konur í fótbolta ættu að fá. Laun hennar væru hærri en margra í Pepsi Max-deild karla. Landsliðskonur eru afar ósáttar við ummæli sem féllu í hlaðvarpinu Dr. Football.https://t.co/eqG7rLiPCq— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 20, 2020 Ummælin féllu í mjög grýttan jarðveg ekki síst hjá íslenskum landsliðskonum sem hafa gagnrýnt Mikael mikið á samfélagsmiðlum. Eiður Smári sagði svo sína skoðun á Twitter í gærkvöldi. Eiður Smári er með rúmlega 51 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Eiður Smári um Mækarann: Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita https://t.co/loK9XPRS21— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 21, 2020 Vefsíðan Fótbolti.net sagði frá því að Eiður Smári ákvað að koma með orðagrín eða einhvers konar rímu á Twitter í gærkvöldi en hann eyddi síðar færslunni. Menn á Twitter misstu hins vegar ekki af henni og mynd af henni má sjá hér fyrir neðan. „Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita...talaði með rassgatinu og úr því kom skita #drfootball #dontwannabelikemike" skrifaði Eiður en færsla hans fékk þó ekki að lifa mjög lengi. Eiður Smári virðist hafa ætlað að ná til Mikaels og Hjörvars Hafliðasonar, umsjónarmanns hlaðvarpsþáttarins Dr. Football, því hann setti líka myllumerkið #drfootball og #dontwannabelikemike þar sem hann vitnar þar í lagið Be Like Mike sem kom fyrst fram í Gatorade auglýsingu með Michael Jordan.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira