Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 23-22 | Fram heldur úrslitakeppnisvonum á lífi Andri Már Eggertsson skrifar 11. mars 2020 21:00 Þorgrímur Smári Ólafsson skýtur að marki Stjörnunnar. vísir/bára Fram - Stjarnan 23 - 22 umfjöllun og viðtöl: Olís deildin er farinn af stað á ný með ákveðnu hraðmóti í mars mánuði. Stjarnan fór alla leið í úrslitaleik á móti ÍBV í Coca Cola bikarnum á meðan Fram hafði ekki spilað í rúmlega tvær vikur. Leikurinn hófst heldur rólega hjá báðum liðum. Fram tók frumkvæðið í upphafi leiks en leiddi þó ekki með meira en tveimur mörkum. Aron Gauti Óskarsson kemur inná þegar fyrri hálfleikur er rúmlega hálfnaður. Aron Gauti skoraði þrjú mörk í röð og virtist vera eini leikmaður Fram sem gat komið boltanum framhjá Brynjar Darra Baldurssyni í marki Stjörnunar. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og voru markverðirnir í báðum liðum að verja virkilega vel ásamt því að bæði lið voru að taka óöguð skot og tapa boltanum. Gunnar Valdimar Johnsen skoraði gott mark undir blálok fyrri hálfleiks sem gaf Stjörnunni forystuna inn í hálfleikinn 10 - 11. Seinni hálfleikurinn byrjaði af talsvert meiri krafti en sá fyrri. Gunnar Valdimar Johnsen byrjaði þann seinni einsog hann endaði fyrri með góðu marki. Fram var þó ekki langt á eftir og komst yfir 14 - 13 með góðu marki frá Aroni Gauta. Mikið jafnræði var með liðunum allan seinni hálfleik sem einkenndist af mikið af vörðum boltum hjá bæði Lárusi Helga Ólafssyni og Brynjari Darra. Þegar tæplega 9 mínútur voru eftir af leiknum fær Ragnar Snær Njálsson að líta rauða spjaldið eftir að hafa farið ansi harkalega í Þorgrím Smára eftir að hann var búinn að skjóta. Stjarnan fékk lokasókn til að jafna leikinn, Stjarnan reyndi sirkus kerfi á Tandra boltinn fer hinsvegar of hátt en hrekkur til Úlfs Monsa sem fær gott færi en dómarar leiksins dæma línu. Afhverju vann Fram leikinn? Fram spilaði virkilega góðan varnarleik sem skilaði góðri markvörslu hjá Lárusi Helga þá sérstaklega í horna og línu færum. Sóknarlega voru þeir klókari en Stjarnan þegar leið á leikinn og fengu heima menn stemmninguna með sér undir lok leiks og lönduðu sigri. Hverjir stóðu upp úr? Aron Gauti Óskarsson var frábær í sóknarleik Fram. Aron Gauti kom inná þegar um korter var búið af leiknum og stimplaði sig strax inn með þremur mörkum í röð. Aron endar leikinn með 7 mörk úr 12 skotum. Lárus Helgi Ólafsson var öflugur sem fyrr í marki Fram. Lárus Helgi endaði leikinn með 39 % markvörslu en Lárus varði mikið af dauðafærum bæði frá hornunum og línu. Brynjar Darri Baldursson hélt Stjörnunni á floti lungað af leiknum með góðri markvörslu. Brynjar Darri endar með 15 varin skot og áttu Framarar erfitt með að finna leiðir framhjá honum í markinu. Tandri Már virtist vera eini með lífsmark sóknarlega hjá Stjörnunni. Tandri endar leikinn með 9 mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunar var hálf pínlegur á köflum og voru þeir mikið að klikka á dauðafærum bæði úr hornunum og línuspili. Leó Snær vill fljótlega gleyma seinni hálfleiknum hjá sér hann fann engar glufur framhjá Lárusi Helga í marki Fram. Hvað gerist næst? Baráttan um áttunda sæti deildarinnar er farinn að harna eftir sigur Fram í kvöld og munar aðeins einu stigi á liðunum. Stjarnan fær FH í heimsókn eftir akkurat viku en á sama tíma fara Framarar til Selfoss. Halldór Jóhann: Fórum með það markmið að setja pressu á Stjörnuna í deildinni „ Góður sigur hjá okkur í dag. Handboltinn var ekkert sérstakur í dag það var lítið skorað af mörkum en Lárus Helgi var góður í markinu sem skilaði sér. Við vorum yfirspenntir í byrjun leiks þar sem við ætluðum okkur bara of mikið sem endar með töpuðum boltum og klaufa mistökum en sterkt hjá mínu liði að klára þetta”. Sagði Halldór Ragnar Snær Njálsson fékk að líta rauða spjaldið þegar lítið var eftir af leiknum. Halldór Jóhann sá ekki hvað gerðist en treystir dómurunum til að taka rétta ákvörðun. Það var farið aftan í hnakkan á Þorgrími Smára var útskýringin sem Halldór fékk frá dómurum leiksins. „Þetta var karakters sigur það hefur margt fallið á móti okkur í vetur en við undirbjuggum okkur gríðarlega vel fyrir þetta frábærlega mannaða Stjörnu lið sem við sáum spila mjög um helgina. Varnarleikurinn var góður þó sóknarleikurinn hafði geta verið betri á köflum”. Sagði Halldór Aðeins tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni þetta árið og munar aðeins einu stigi á áttunda og níunda sæti. Halldór Jóhann er jákvæður með að geta stolið áttunda sætinu en Fram þarf að vinna að minsta kosti einn leik ef ekki báða til að eiga möguleika á því. Rúnar Sigtryggsson: Dauðafærin hjá okkur fóru með leikinn „ Þetta var erfitt í dag. Fram stýrði tempó leiksins með löngum sóknum en við svöruðum því ágætlega. Ég er svekktastur með hvað við klikkum á mörgum dauðafærum bæði úr horni og línu. Við náum ekki 50% nýtingu úr þeim stöðum og erum við að skjóta tæplega 20 skot úr þessum færum sem er blóðugt”. Sagði Rúnar Lokasókn Stjörnunar endaði með að dæmt var lína á Stjörnuna. Rúnar var svekktur með útfærsluna í lokasókninni eftir að Tandri fékk dæmda á sig línu. Birgir Steinn Jónsson var kallaður tilbaka úr láni frá Fjölni en hefur ekkert verið í hópi Stjörnunar aðspurður út í það sagði Rúnar að hann var fenginn tilbaka ef einhver skyldi meiðast í liði Stjörnunar og hrósaði hann Gunnari Valdimar fyrir sína frammistöðu. Aron Gauti: Breytti til og gat loksins eitthvað „Við spiluðum mjög góða vörn. Lárus Helgi var geggjaður í markinu. Sóknin var ekkert frábær en við náðum að skora þegar við þurftum á því að halda. Það er fínt að koma inn þegar maður er búinn að vera meiddur meiri hlutan af tímabilinu. Ég gat loksins eitthvað það munar um það”. Sagði Aron Gauti Fram á góðan möguleika á að komast í úrslitakeppnina þetta árið. Aron Gauti og hans liðsfélagar ætla taka einn leik í einu og eru hann bjartsýnn á framhaldið .
Fram - Stjarnan 23 - 22 umfjöllun og viðtöl: Olís deildin er farinn af stað á ný með ákveðnu hraðmóti í mars mánuði. Stjarnan fór alla leið í úrslitaleik á móti ÍBV í Coca Cola bikarnum á meðan Fram hafði ekki spilað í rúmlega tvær vikur. Leikurinn hófst heldur rólega hjá báðum liðum. Fram tók frumkvæðið í upphafi leiks en leiddi þó ekki með meira en tveimur mörkum. Aron Gauti Óskarsson kemur inná þegar fyrri hálfleikur er rúmlega hálfnaður. Aron Gauti skoraði þrjú mörk í röð og virtist vera eini leikmaður Fram sem gat komið boltanum framhjá Brynjar Darra Baldurssyni í marki Stjörnunar. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og voru markverðirnir í báðum liðum að verja virkilega vel ásamt því að bæði lið voru að taka óöguð skot og tapa boltanum. Gunnar Valdimar Johnsen skoraði gott mark undir blálok fyrri hálfleiks sem gaf Stjörnunni forystuna inn í hálfleikinn 10 - 11. Seinni hálfleikurinn byrjaði af talsvert meiri krafti en sá fyrri. Gunnar Valdimar Johnsen byrjaði þann seinni einsog hann endaði fyrri með góðu marki. Fram var þó ekki langt á eftir og komst yfir 14 - 13 með góðu marki frá Aroni Gauta. Mikið jafnræði var með liðunum allan seinni hálfleik sem einkenndist af mikið af vörðum boltum hjá bæði Lárusi Helga Ólafssyni og Brynjari Darra. Þegar tæplega 9 mínútur voru eftir af leiknum fær Ragnar Snær Njálsson að líta rauða spjaldið eftir að hafa farið ansi harkalega í Þorgrím Smára eftir að hann var búinn að skjóta. Stjarnan fékk lokasókn til að jafna leikinn, Stjarnan reyndi sirkus kerfi á Tandra boltinn fer hinsvegar of hátt en hrekkur til Úlfs Monsa sem fær gott færi en dómarar leiksins dæma línu. Afhverju vann Fram leikinn? Fram spilaði virkilega góðan varnarleik sem skilaði góðri markvörslu hjá Lárusi Helga þá sérstaklega í horna og línu færum. Sóknarlega voru þeir klókari en Stjarnan þegar leið á leikinn og fengu heima menn stemmninguna með sér undir lok leiks og lönduðu sigri. Hverjir stóðu upp úr? Aron Gauti Óskarsson var frábær í sóknarleik Fram. Aron Gauti kom inná þegar um korter var búið af leiknum og stimplaði sig strax inn með þremur mörkum í röð. Aron endar leikinn með 7 mörk úr 12 skotum. Lárus Helgi Ólafsson var öflugur sem fyrr í marki Fram. Lárus Helgi endaði leikinn með 39 % markvörslu en Lárus varði mikið af dauðafærum bæði frá hornunum og línu. Brynjar Darri Baldursson hélt Stjörnunni á floti lungað af leiknum með góðri markvörslu. Brynjar Darri endar með 15 varin skot og áttu Framarar erfitt með að finna leiðir framhjá honum í markinu. Tandri Már virtist vera eini með lífsmark sóknarlega hjá Stjörnunni. Tandri endar leikinn með 9 mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunar var hálf pínlegur á köflum og voru þeir mikið að klikka á dauðafærum bæði úr hornunum og línuspili. Leó Snær vill fljótlega gleyma seinni hálfleiknum hjá sér hann fann engar glufur framhjá Lárusi Helga í marki Fram. Hvað gerist næst? Baráttan um áttunda sæti deildarinnar er farinn að harna eftir sigur Fram í kvöld og munar aðeins einu stigi á liðunum. Stjarnan fær FH í heimsókn eftir akkurat viku en á sama tíma fara Framarar til Selfoss. Halldór Jóhann: Fórum með það markmið að setja pressu á Stjörnuna í deildinni „ Góður sigur hjá okkur í dag. Handboltinn var ekkert sérstakur í dag það var lítið skorað af mörkum en Lárus Helgi var góður í markinu sem skilaði sér. Við vorum yfirspenntir í byrjun leiks þar sem við ætluðum okkur bara of mikið sem endar með töpuðum boltum og klaufa mistökum en sterkt hjá mínu liði að klára þetta”. Sagði Halldór Ragnar Snær Njálsson fékk að líta rauða spjaldið þegar lítið var eftir af leiknum. Halldór Jóhann sá ekki hvað gerðist en treystir dómurunum til að taka rétta ákvörðun. Það var farið aftan í hnakkan á Þorgrími Smára var útskýringin sem Halldór fékk frá dómurum leiksins. „Þetta var karakters sigur það hefur margt fallið á móti okkur í vetur en við undirbjuggum okkur gríðarlega vel fyrir þetta frábærlega mannaða Stjörnu lið sem við sáum spila mjög um helgina. Varnarleikurinn var góður þó sóknarleikurinn hafði geta verið betri á köflum”. Sagði Halldór Aðeins tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni þetta árið og munar aðeins einu stigi á áttunda og níunda sæti. Halldór Jóhann er jákvæður með að geta stolið áttunda sætinu en Fram þarf að vinna að minsta kosti einn leik ef ekki báða til að eiga möguleika á því. Rúnar Sigtryggsson: Dauðafærin hjá okkur fóru með leikinn „ Þetta var erfitt í dag. Fram stýrði tempó leiksins með löngum sóknum en við svöruðum því ágætlega. Ég er svekktastur með hvað við klikkum á mörgum dauðafærum bæði úr horni og línu. Við náum ekki 50% nýtingu úr þeim stöðum og erum við að skjóta tæplega 20 skot úr þessum færum sem er blóðugt”. Sagði Rúnar Lokasókn Stjörnunar endaði með að dæmt var lína á Stjörnuna. Rúnar var svekktur með útfærsluna í lokasókninni eftir að Tandri fékk dæmda á sig línu. Birgir Steinn Jónsson var kallaður tilbaka úr láni frá Fjölni en hefur ekkert verið í hópi Stjörnunar aðspurður út í það sagði Rúnar að hann var fenginn tilbaka ef einhver skyldi meiðast í liði Stjörnunar og hrósaði hann Gunnari Valdimar fyrir sína frammistöðu. Aron Gauti: Breytti til og gat loksins eitthvað „Við spiluðum mjög góða vörn. Lárus Helgi var geggjaður í markinu. Sóknin var ekkert frábær en við náðum að skora þegar við þurftum á því að halda. Það er fínt að koma inn þegar maður er búinn að vera meiddur meiri hlutan af tímabilinu. Ég gat loksins eitthvað það munar um það”. Sagði Aron Gauti Fram á góðan möguleika á að komast í úrslitakeppnina þetta árið. Aron Gauti og hans liðsfélagar ætla taka einn leik í einu og eru hann bjartsýnn á framhaldið .
Olís-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira