Heimilin sjái lægri vexti og fleiri haldi vinnunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. mars 2020 12:40 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi frá ákvörðun peningastefnunefndar um lækkun vaxta í morgun. Vísir/Vilhelm Hagkerfið hefur aldrei fyrr verið jafn vel í stakk búið til að bregðast við áföllum að sögn seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd kynnti ákvörðun sína um lækkun vaxta um 0,50 prósentur í morgun, viku fyrr en til stóð. Þannig hafa meginginvextir bankans hafa verið lækkaðir niður í 2,25%. Það var gert í ljósi versnandi efnahagshorfa sem rekja má til útbreiðslu kórónuveirunnar að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Þá hefur meðaltalsbindiskylda innlánasstofnana jafnframt verið lækkuð úr einu og niður í núll prósent. Sjá einnig: Stýrivextir lækkaðir um hálft prósentustig „Ég held að við séum að auðvelda atvinnulífinu að taka á móti þessu áfalli. Þegar að kemur aðeins lengra fram, af því það tekur kannski um hálft til eitt ár fyrir vaxtalækkunina að koma fram, við teljum að þetta vonandi muni leiða til þess að við munum örva fjárfestingu,“ segir Ásgeir. Að mati Ásgeirs er það jákvæða við óvissuna sem nú sé uppi og þau neikvæðu áhrif sem útbreiðsla veirunnar hefur haft á efnahagslífið er að áhrifin eru tímabundin. „Við náttúrlega höfum lent í áföllum áður í okkar útflutningsgreinum. Síldin hvarf og þorskurinn hrundi og svo framvegis og þetta er jákvætt að því leiti að þetta er tímabundið, þetta er faraldur sem gengur yfir það er bara spurning hversu langan tíma það tekur en það er það sem er jákvætt,“ segir Ásgeir. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Og við erum vel undirbúin. Við urðum fyrir áfalli fyrir tíu árum síðan og við höfum byggt upp fjármálakerfið til að standast annað svona áfall,“ bætir hann við. Staðan hafi raunar aldrei verð betri til að bregðast við áföllum. En að hvaða leyti munu heimilin í landinu finna fyrir áhrifum þeirrar ákvörðunar sem kynnt var í morgun um lækkun vaxta? „Með tvennum hætti. Annars vegar vonandi sjá lægri vexti á sínum lánum og vonandi það að fleiri muni halda atvinnunni,“ segir Ásgeir. Ítarlegra viðtal við Ásgeir um ákvörðun peningastefnunefndar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ásgeir Jónsson um vaxtaákvörðun Efnahagsmál Seðlabankinn Wuhan-veiran Íslenska krónan Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Hagkerfið hefur aldrei fyrr verið jafn vel í stakk búið til að bregðast við áföllum að sögn seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd kynnti ákvörðun sína um lækkun vaxta um 0,50 prósentur í morgun, viku fyrr en til stóð. Þannig hafa meginginvextir bankans hafa verið lækkaðir niður í 2,25%. Það var gert í ljósi versnandi efnahagshorfa sem rekja má til útbreiðslu kórónuveirunnar að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Þá hefur meðaltalsbindiskylda innlánasstofnana jafnframt verið lækkuð úr einu og niður í núll prósent. Sjá einnig: Stýrivextir lækkaðir um hálft prósentustig „Ég held að við séum að auðvelda atvinnulífinu að taka á móti þessu áfalli. Þegar að kemur aðeins lengra fram, af því það tekur kannski um hálft til eitt ár fyrir vaxtalækkunina að koma fram, við teljum að þetta vonandi muni leiða til þess að við munum örva fjárfestingu,“ segir Ásgeir. Að mati Ásgeirs er það jákvæða við óvissuna sem nú sé uppi og þau neikvæðu áhrif sem útbreiðsla veirunnar hefur haft á efnahagslífið er að áhrifin eru tímabundin. „Við náttúrlega höfum lent í áföllum áður í okkar útflutningsgreinum. Síldin hvarf og þorskurinn hrundi og svo framvegis og þetta er jákvætt að því leiti að þetta er tímabundið, þetta er faraldur sem gengur yfir það er bara spurning hversu langan tíma það tekur en það er það sem er jákvætt,“ segir Ásgeir. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Og við erum vel undirbúin. Við urðum fyrir áfalli fyrir tíu árum síðan og við höfum byggt upp fjármálakerfið til að standast annað svona áfall,“ bætir hann við. Staðan hafi raunar aldrei verð betri til að bregðast við áföllum. En að hvaða leyti munu heimilin í landinu finna fyrir áhrifum þeirrar ákvörðunar sem kynnt var í morgun um lækkun vaxta? „Með tvennum hætti. Annars vegar vonandi sjá lægri vexti á sínum lánum og vonandi það að fleiri muni halda atvinnunni,“ segir Ásgeir. Ítarlegra viðtal við Ásgeir um ákvörðun peningastefnunefndar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ásgeir Jónsson um vaxtaákvörðun
Efnahagsmál Seðlabankinn Wuhan-veiran Íslenska krónan Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira