Staðfest tilfelli kórónuveirunnar orðin 85 Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 11. mars 2020 12:12 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, og Alma Möller, landlæknir. Vísir/Vilhelm Staðfest smit kórónuveirunnar hér á landi eru nú orðin 85 talsins. Fjögur ný smit hafa því bæst við í dag og tengjast þau öll skíðaferðum til útlanda. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þessi smit sem voru að bætast við, þau eru öll tengd skíðaferðum erlendis. Nú erum við farin að sjá líka tilfelli sem eru að koma af skíðum í Sviss þannig að þessi ráðstöfun okkar að setja alla Alpana undir hættusvæði virðist hafa verið rétt. Síðan erum við auðvitað bara að rekja þessi smit núna og við erum með einstök tilfelli núna síðustu daga þar sem einstaklingar hafa verið í tengslum við mjög marga þannig að heildarfjöldi þeirra sem er kominn í sóttkví er kominn á sjöunda hundrað,“ sagði Víðir. Geturðu eitthvað gefið mér upp hvar þessir einstaklingar starfa sem hafa verið í sambandi við mjög marga? „Það er eins og til dæmis þetta dæmi sem var í umfjöllun í gær um að 50 nemendur úr Menntaskólanum í Hamrahlíð, það er ansi stór hópur sem tengjast einum einstaklingi og við erum með dæmi, ekki svo stór, en önnur svona þar sem tugir einstaklinga eru að tengjast. Þannig að þegar við erum farin að fá svona mörg smit inn þá stækkar hópurinn mjög hratt.“ Er einhver alvarlega veikur? „Það er enginn á spítala. Það eru einstaklingar heima sem er fylgst mjög vel með og við vitum af því að það eru einstaklingar sem hafa það ekkert sérstaklega gott. Þeir eru undir eftirliti og í stöðugum samskiptum við lækna og það er bara verið að meta hvort það sé einhver ástæða til að leggja þá inn en eins og staðan er, er enginn á sjúkrahúsi,“ sagði Víðir Reynisson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Wuhan-veiran Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Staðfest smit kórónuveirunnar hér á landi eru nú orðin 85 talsins. Fjögur ný smit hafa því bæst við í dag og tengjast þau öll skíðaferðum til útlanda. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þessi smit sem voru að bætast við, þau eru öll tengd skíðaferðum erlendis. Nú erum við farin að sjá líka tilfelli sem eru að koma af skíðum í Sviss þannig að þessi ráðstöfun okkar að setja alla Alpana undir hættusvæði virðist hafa verið rétt. Síðan erum við auðvitað bara að rekja þessi smit núna og við erum með einstök tilfelli núna síðustu daga þar sem einstaklingar hafa verið í tengslum við mjög marga þannig að heildarfjöldi þeirra sem er kominn í sóttkví er kominn á sjöunda hundrað,“ sagði Víðir. Geturðu eitthvað gefið mér upp hvar þessir einstaklingar starfa sem hafa verið í sambandi við mjög marga? „Það er eins og til dæmis þetta dæmi sem var í umfjöllun í gær um að 50 nemendur úr Menntaskólanum í Hamrahlíð, það er ansi stór hópur sem tengjast einum einstaklingi og við erum með dæmi, ekki svo stór, en önnur svona þar sem tugir einstaklinga eru að tengjast. Þannig að þegar við erum farin að fá svona mörg smit inn þá stækkar hópurinn mjög hratt.“ Er einhver alvarlega veikur? „Það er enginn á spítala. Það eru einstaklingar heima sem er fylgst mjög vel með og við vitum af því að það eru einstaklingar sem hafa það ekkert sérstaklega gott. Þeir eru undir eftirliti og í stöðugum samskiptum við lækna og það er bara verið að meta hvort það sé einhver ástæða til að leggja þá inn en eins og staðan er, er enginn á sjúkrahúsi,“ sagði Víðir Reynisson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira