Framhaldið óljóst eftir að viðræðum við flugfreyjur lauk í dag Vésteinn Örn Pétursson og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 20. maí 2020 21:00 Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. ASÍ minnir á að lífeyrissjóðum sé ekki stætt að fjárfesta í fyrirtækjum sem gangi gegn leikreglum á íslenskum vinnumarkaði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að sér þyki miður að samningar við Flugfreyjufélagið hafi ekki náðst. „Það slitnaði upp úr í dag, því miður. Við erum búin að vera með allan fókus á því að ganga frá samningum við Flugfreyjufélagið eins og hinar flugstéttirnar okkar sem að tókst á síðustu vikum, en það gekk því miður ekki eftir og við þurfum því bara að fara yfir stöðuna núna. Allur fókus og öll vinna hefur snúist um samningana og samningaviðræðurnar.“ Á sama tíma segir Bogi að verið sé að ræða við lánadrottna, hið opinbera og fjárfesta. Lítið hafi verið hægt að gera annað en einbeita sér að samningaviðræðum. Því verði nú að fara yfir stöðuna. Aðspurður hvort Icelandair sé að skoða viðskipti við erlendar starfsmannaleigur eða verktaka til þess að manna störf flugfreyja sagði Bogi eftirfarandi: „Við erum íslenskt félag að vinna í íslensku umhverfi og leggjum mjög mikla áherslu á það. Tilboðið sem við lögðum fram í dag, eða í vikunni, var algjörlega í takt við það. Við ætlum áfram að vera íslenskt félag og vinna á íslenskum vinnumarkaði og bjóða bestu starfskjör á vesturlöndum sem í boði eru fyrir flugfreyjur og flugfreyjuþjóna.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Komast ekki nær flugfreyjum í þessum efnum Bogi segir að ekki hafi verið unnt að leggja fram nýtt tilboð sem rímaði betur við kröfur FFÍ. „Við getum ekki farið lengra, því miður. Því þá getum við ekki sagt að við séum samkeppnishæf hvað þennan kostnaðarlið varðar, þannig að við þurfum að ná þessu fram, auknu vinnuframlagi, en á sama tíma standa vörð um ráðstöfunartekjur. Við erum að bjóða grunnlaunahækkanir í þessu tilboði, sérstaklega á lægstu laun.“ Segir tilboð flugfélagsins óásættanlegt „Við mættum hér til fundar kl. 8:30 í morgun þar sem við höfnuðum tilboði Icelandair sem lá á borðinu og svöruðum með móttilboði og því var hafnað og fundi slitið í kjölfarið,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ. Icelandair segir lokatilboð félagsins hafa innifalið eftirgjöf, með áherslu á hækkun lægstu launa. Guðlaug segir tilboðið óásættanlegt. „Lægsti skali hækkar en í því felst gríðarlega mikið aukið vinnuframlag,“ segir Guðlaug. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ.Vísir/Arnar Flugvirkjar og flugmenn hafa tekið á sig kjaraskerðingar og Guðlaug segir hið sama gilda um móttilboð flugfreyja með auknu vinnuframlagi og skertum hvíldarrétti. „Við stöndum á örum grunni en hinar flugstéttirnar. Voru með gildan kjarasamning og hafa fengið hækkanir. Stöndum ekki á sama grunni og getum ekki ætlast til þess sama. Að auki eru launakjör þessara stétta ólík.“ Fluttar hafa verið fréttir af því samkvæmt heimildum að Icelandair skoði að semja við flugfreyjur utan stéttarfélagsins eða við nýtt stéttarfélag. Því hefur Bogi þó hafnað, eins og sagði hér að ofan. „Ég hef ekkert heyrt um það. Það eina sem kemur frá mínum félagsmönnum er að samstaðan er gríðarleg.“ Í tilkynningu frá Icelandair segir að skoða þurfi aðra möguleika fyrst samningaviðræður séu komnar í þrot. Hvergi er sagt með óyggjandi hætti að félagið muni semja við flugfreyjur utan félagsins en ASÍ hefur sent ályktun þar sem minnt er á að fjárfestingastefna lífeyrissjóða virði kjarasamninga. Þeim sé ekki stætt á að fjárfesta í fyrirtækjum sem gangi gegn leikreglum á íslenskum vinnumarkaði, stundi félagsleg undirboð eða fari gegn samningsfrelsi launafólks. „Ég tel að Icelandair sem er einn af burðarásunum í íslensku atvinnulífi ætti ekki að fara slíka braut og ég neita að trúa því,“ segir Guðlaug. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Sjá meira
Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. ASÍ minnir á að lífeyrissjóðum sé ekki stætt að fjárfesta í fyrirtækjum sem gangi gegn leikreglum á íslenskum vinnumarkaði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að sér þyki miður að samningar við Flugfreyjufélagið hafi ekki náðst. „Það slitnaði upp úr í dag, því miður. Við erum búin að vera með allan fókus á því að ganga frá samningum við Flugfreyjufélagið eins og hinar flugstéttirnar okkar sem að tókst á síðustu vikum, en það gekk því miður ekki eftir og við þurfum því bara að fara yfir stöðuna núna. Allur fókus og öll vinna hefur snúist um samningana og samningaviðræðurnar.“ Á sama tíma segir Bogi að verið sé að ræða við lánadrottna, hið opinbera og fjárfesta. Lítið hafi verið hægt að gera annað en einbeita sér að samningaviðræðum. Því verði nú að fara yfir stöðuna. Aðspurður hvort Icelandair sé að skoða viðskipti við erlendar starfsmannaleigur eða verktaka til þess að manna störf flugfreyja sagði Bogi eftirfarandi: „Við erum íslenskt félag að vinna í íslensku umhverfi og leggjum mjög mikla áherslu á það. Tilboðið sem við lögðum fram í dag, eða í vikunni, var algjörlega í takt við það. Við ætlum áfram að vera íslenskt félag og vinna á íslenskum vinnumarkaði og bjóða bestu starfskjör á vesturlöndum sem í boði eru fyrir flugfreyjur og flugfreyjuþjóna.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Komast ekki nær flugfreyjum í þessum efnum Bogi segir að ekki hafi verið unnt að leggja fram nýtt tilboð sem rímaði betur við kröfur FFÍ. „Við getum ekki farið lengra, því miður. Því þá getum við ekki sagt að við séum samkeppnishæf hvað þennan kostnaðarlið varðar, þannig að við þurfum að ná þessu fram, auknu vinnuframlagi, en á sama tíma standa vörð um ráðstöfunartekjur. Við erum að bjóða grunnlaunahækkanir í þessu tilboði, sérstaklega á lægstu laun.“ Segir tilboð flugfélagsins óásættanlegt „Við mættum hér til fundar kl. 8:30 í morgun þar sem við höfnuðum tilboði Icelandair sem lá á borðinu og svöruðum með móttilboði og því var hafnað og fundi slitið í kjölfarið,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ. Icelandair segir lokatilboð félagsins hafa innifalið eftirgjöf, með áherslu á hækkun lægstu launa. Guðlaug segir tilboðið óásættanlegt. „Lægsti skali hækkar en í því felst gríðarlega mikið aukið vinnuframlag,“ segir Guðlaug. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ.Vísir/Arnar Flugvirkjar og flugmenn hafa tekið á sig kjaraskerðingar og Guðlaug segir hið sama gilda um móttilboð flugfreyja með auknu vinnuframlagi og skertum hvíldarrétti. „Við stöndum á örum grunni en hinar flugstéttirnar. Voru með gildan kjarasamning og hafa fengið hækkanir. Stöndum ekki á sama grunni og getum ekki ætlast til þess sama. Að auki eru launakjör þessara stétta ólík.“ Fluttar hafa verið fréttir af því samkvæmt heimildum að Icelandair skoði að semja við flugfreyjur utan stéttarfélagsins eða við nýtt stéttarfélag. Því hefur Bogi þó hafnað, eins og sagði hér að ofan. „Ég hef ekkert heyrt um það. Það eina sem kemur frá mínum félagsmönnum er að samstaðan er gríðarleg.“ Í tilkynningu frá Icelandair segir að skoða þurfi aðra möguleika fyrst samningaviðræður séu komnar í þrot. Hvergi er sagt með óyggjandi hætti að félagið muni semja við flugfreyjur utan félagsins en ASÍ hefur sent ályktun þar sem minnt er á að fjárfestingastefna lífeyrissjóða virði kjarasamninga. Þeim sé ekki stætt á að fjárfesta í fyrirtækjum sem gangi gegn leikreglum á íslenskum vinnumarkaði, stundi félagsleg undirboð eða fari gegn samningsfrelsi launafólks. „Ég tel að Icelandair sem er einn af burðarásunum í íslensku atvinnulífi ætti ekki að fara slíka braut og ég neita að trúa því,“ segir Guðlaug.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Sjá meira
Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03
Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49