Tveir frambjóðendur hafa skilað meðmælum í öllum kjördæmum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2020 18:37 Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi eru sem stendur þeir einu sem hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands og skilað meðmælalistum í öllum kjördæmum landsins. Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar er haft eftir Gesti Jónassyni, formanni yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, að búið sé að yfirfara lista beggja frambjóðenda. Ekkert sé við þá að athuga. Þá sagði hann að enginn annar en þeir Guðni og Guðmundur hefðu skilað listum áður en frestur til þess rann út. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands þarf forsetaefni að afla 1500 til 3000 undirskrifta kosningabærra manna. Meðmæli úr hverjum landsfjórðungi eiga þá að vera í réttu hlutfalli við kjósendatölu hvers fjórðungs, samkvæmt lögum um framboð og kjör forseta Íslands. Framboðsfrestur rennur út fyrir helgi Nú þegar frambjóðendur hafa skilað inn meðmælalistum er það hlutverk yfirkjörstjórna að fara yfir listana. Í kjölfarið gefa þær svo út vottorð sem frambjóðendur skila inn með framboði sínu, en framboðsfrestur rennur út á miðnætti á föstudaginn. Athygli vakti að Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti, safnaði undirskriftum fyrir framboð sitt á um það bil klukkustund. Í hádeginu 8. maí síðastliðinn tilkynnti hann að söfnun væri hafin. Jóhannes Jóhannesson, bróðir forsetans sem er hluti af framboðsteyminu, sagði á Facebook sama dag að lágmarksfjöldi hefði náðst um klukkustund eftir að söfnun hófst. Sjá einnig: Guðni náði lágmarkinu á klukkustund Í gær sagði Guðmundur Franklín, í samtali við Vísi, að hann væri nokkuð bjartsýnn á sigur í kosningunum. Þær fara fram þann 27. júní næstkomandi. „Ég er mjög vongóður. Finn fyrir gríðarlegum byr.“ Forseti Íslands Stjórnsýsla Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Hættur við forsetaframboð Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. 16. maí 2020 14:49 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Ekki á forsetastóli setið þótt í framboð sé komið Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. 24. apríl 2020 14:11 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi eru sem stendur þeir einu sem hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands og skilað meðmælalistum í öllum kjördæmum landsins. Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar er haft eftir Gesti Jónassyni, formanni yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, að búið sé að yfirfara lista beggja frambjóðenda. Ekkert sé við þá að athuga. Þá sagði hann að enginn annar en þeir Guðni og Guðmundur hefðu skilað listum áður en frestur til þess rann út. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands þarf forsetaefni að afla 1500 til 3000 undirskrifta kosningabærra manna. Meðmæli úr hverjum landsfjórðungi eiga þá að vera í réttu hlutfalli við kjósendatölu hvers fjórðungs, samkvæmt lögum um framboð og kjör forseta Íslands. Framboðsfrestur rennur út fyrir helgi Nú þegar frambjóðendur hafa skilað inn meðmælalistum er það hlutverk yfirkjörstjórna að fara yfir listana. Í kjölfarið gefa þær svo út vottorð sem frambjóðendur skila inn með framboði sínu, en framboðsfrestur rennur út á miðnætti á föstudaginn. Athygli vakti að Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti, safnaði undirskriftum fyrir framboð sitt á um það bil klukkustund. Í hádeginu 8. maí síðastliðinn tilkynnti hann að söfnun væri hafin. Jóhannes Jóhannesson, bróðir forsetans sem er hluti af framboðsteyminu, sagði á Facebook sama dag að lágmarksfjöldi hefði náðst um klukkustund eftir að söfnun hófst. Sjá einnig: Guðni náði lágmarkinu á klukkustund Í gær sagði Guðmundur Franklín, í samtali við Vísi, að hann væri nokkuð bjartsýnn á sigur í kosningunum. Þær fara fram þann 27. júní næstkomandi. „Ég er mjög vongóður. Finn fyrir gríðarlegum byr.“
Forseti Íslands Stjórnsýsla Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Hættur við forsetaframboð Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. 16. maí 2020 14:49 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Ekki á forsetastóli setið þótt í framboð sé komið Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. 24. apríl 2020 14:11 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Hættur við forsetaframboð Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. 16. maí 2020 14:49
Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00
Ekki á forsetastóli setið þótt í framboð sé komið Allt stefnir í forsetakosningar hinn 27. júní næst komandi eftir að Guðmundur Franklín Jónsson tilkynnti um framboð sitt á sumardaginn fyrsta í gær. 24. apríl 2020 14:11