Icelandair segist ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2020 12:43 Icelandair segist vera í kjarasamningaviðræðum sínum við flugfreyjur og þjóna af heilindum. Allt kapp er lagt á að landa samningi fyrir hluthafafund á föstudag. Vísir/vilhelm Forseti ASÍ og formaður VR ætla að beita sér fyrir því að Icelandair fái ekki meira fjármagn frá lífeyrissjóðum ætli flugfélagið að ráða starfsfólk sem stendur utan Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Icelandair segist sjálft ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. Verkalýðshreyfing segist aukinheldur ætla að gera sömu kröfu til stjórnvalda: Að veita Icelandair ekki stuðning úr opinberum sjóðum ef það gerist uppvíst að „ólöglegu og ósiðlegu athæfi“ sem þessu. Þessi viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar má rekja til forsíðufrétta beggja dagblaða landsins í morgun. Morgunblaðið sagði þannig að komið hefði til tals að setja á laggirnar nýtt stéttarfélag flugfreyja, hvers félagsmenn væru flugfreyjur sem ekki styðja stefnu samninganefndar Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Forsíðufrétt Fréttablaðsins var á þá leið að Icelandair íhugi nú að láta reyna á kjarasamningsákvæði fyrir félagsdómi, þannig að hægt sé að ráða flugfreyjur til félagsins sem standa utan FFÍ. Viðræður í kjaradeilu Icelandair og FFÍ eru nú á afar viðkvæmu stigi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samnninganefndir beggja komu saman til fundar hjá Ríkissáttasemjara í morgun og stendur fundur enn yfir. Lýsi vanþekkingu Verkalýðshreyfingin segir fréttaflutning morgunsins til þess eins fallinn að „reka fleyg í samstöðu félagsmanna“ FFÍ, auk þess sem hann byggi á „mikilli vanþekkingu á íslenskri og alþjóðlegri vinnulöggjöf og kjarasamningi FFÍ,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu ASÍ. Icelandair geti ekki sjálft stofnað til eða haft frumkvæði að stofnun stéttarfélaga. Félög launafólks njóti verndar í stjórnarskrá og atvinnurekendum sé óheimilt að skipta sér af. Við slíkt atferli verður ekki unað í íslensku samfélagi og Icelandair hollt að hafa í huga að aðildarfélög ASÍ hafa heimildir til þess að veita FFÍ stuðning í yfirstandandi kjaradeilu með boðun samúðarvinnustöðvana og fulla heimild til þess að verja réttarstöðu sína gegn ólögmætum árásum. ASÍ segir að sama skapi að fari svo að „fyrrnefndar vangaveltur“ dagblaðanna raungerist eigi Icelandair „ekkert tilkall til stuðnings úr opinberum sjóðum eða viðbótarhlutafjár úr lífeyrissjóðum launafólks,“ að mati ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur í sama streng við Fréttablaðið. Verkalýðshreyfingin sé með helming stjórnarsæta í almennum lífeyrissjóðunum og því með neitunarvald, en Icelandair er einmitt að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóðanna. Ragnar segir alveg ljóst að þau muni beita sínu valdi ef lífeyrissjóðirnir ætli að setja meira fé í Icelandair, fari félagið þessa leið. Jafnframt muni verkalýðshreyfingin gera þá kröfu til stjórnvalda að fé úr opinberum sjóðum renni ekki til flugfélagsins rói Icelandair á þessi mið í kjaramálum flugfreyja og þjóna. Ekki átt í viðræðum við aðra Icelandair sendi hins vegar bréf á FFÍ þar sem segir að ætlun félagsins hafi frá upphafi verið að ná samningum við FFÍ. Flugfélagið hafi ekki átt í viðræðum við önnur stéttarfélög í þessum efnum. „Icelandair hefur verið í þessum viðræðum af heilindum og lagt fram tilboð sem myndi tryggja samkeppnishæfni Icelandair til framtíðar en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur starfsmanna félagsins,“ segir í bréfinu til FFÍ. Tímapressan í samningaviðræðunum sé vissulega orðin mikil að sögn Icelandair. Það sé óvenjulegt að vinna að gerð kjarsamninga undir slíkri pressu sem skýrist af fordæmalausum aðstæðum sem ekki hafi komið upp áður í sögu félagsins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group undirritar bréfið til FFÍ.Vísir/vilhelm „Það staðfestist hér með að Icelandair hefur ekki verið í viðræðum við önnur stéttarfélög um gerð kjarasamnings um störf flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu,“ segir Icelandair í bréfinu. Fleiri orðum er ekki vikið að forsíðufréttum dagblaðanna í morgun. Icelandair segir hins vegar að það hafi verið markmið félagsins frá upphafi að tryggja nýjan samning milli Icelandair og FFÍ sem tryggi hagsmuni beggja. Vonir stjórnenda Icelandair standi til að slík niðurstaða náist fram í tæka tíð. Ætla má að þar sé vísað til hluthafafundarins sem Icelandair hefur boðið til á föstudag. Mikil áhersla er lögð á að samið verði við flugstéttir félagsins fyrir þann tíma, en hluthafar eru sagðir hafa gert þá kröfu til að tryggja stöðugleika í launamálum næstu árin. Nú þegar hafa náðst samningar við flugvirkja og flugstjóra. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur og Icelandair byrjuð að funda á ný Fundur samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Icelandair hófst núna klukkan hálf níu í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. 20. maí 2020 09:41 Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst 19. maí 2020 11:23 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Forseti ASÍ og formaður VR ætla að beita sér fyrir því að Icelandair fái ekki meira fjármagn frá lífeyrissjóðum ætli flugfélagið að ráða starfsfólk sem stendur utan Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Icelandair segist sjálft ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. Verkalýðshreyfing segist aukinheldur ætla að gera sömu kröfu til stjórnvalda: Að veita Icelandair ekki stuðning úr opinberum sjóðum ef það gerist uppvíst að „ólöglegu og ósiðlegu athæfi“ sem þessu. Þessi viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar má rekja til forsíðufrétta beggja dagblaða landsins í morgun. Morgunblaðið sagði þannig að komið hefði til tals að setja á laggirnar nýtt stéttarfélag flugfreyja, hvers félagsmenn væru flugfreyjur sem ekki styðja stefnu samninganefndar Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ). Forsíðufrétt Fréttablaðsins var á þá leið að Icelandair íhugi nú að láta reyna á kjarasamningsákvæði fyrir félagsdómi, þannig að hægt sé að ráða flugfreyjur til félagsins sem standa utan FFÍ. Viðræður í kjaradeilu Icelandair og FFÍ eru nú á afar viðkvæmu stigi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Samnninganefndir beggja komu saman til fundar hjá Ríkissáttasemjara í morgun og stendur fundur enn yfir. Lýsi vanþekkingu Verkalýðshreyfingin segir fréttaflutning morgunsins til þess eins fallinn að „reka fleyg í samstöðu félagsmanna“ FFÍ, auk þess sem hann byggi á „mikilli vanþekkingu á íslenskri og alþjóðlegri vinnulöggjöf og kjarasamningi FFÍ,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu ASÍ. Icelandair geti ekki sjálft stofnað til eða haft frumkvæði að stofnun stéttarfélaga. Félög launafólks njóti verndar í stjórnarskrá og atvinnurekendum sé óheimilt að skipta sér af. Við slíkt atferli verður ekki unað í íslensku samfélagi og Icelandair hollt að hafa í huga að aðildarfélög ASÍ hafa heimildir til þess að veita FFÍ stuðning í yfirstandandi kjaradeilu með boðun samúðarvinnustöðvana og fulla heimild til þess að verja réttarstöðu sína gegn ólögmætum árásum. ASÍ segir að sama skapi að fari svo að „fyrrnefndar vangaveltur“ dagblaðanna raungerist eigi Icelandair „ekkert tilkall til stuðnings úr opinberum sjóðum eða viðbótarhlutafjár úr lífeyrissjóðum launafólks,“ að mati ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur í sama streng við Fréttablaðið. Verkalýðshreyfingin sé með helming stjórnarsæta í almennum lífeyrissjóðunum og því með neitunarvald, en Icelandair er einmitt að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóðanna. Ragnar segir alveg ljóst að þau muni beita sínu valdi ef lífeyrissjóðirnir ætli að setja meira fé í Icelandair, fari félagið þessa leið. Jafnframt muni verkalýðshreyfingin gera þá kröfu til stjórnvalda að fé úr opinberum sjóðum renni ekki til flugfélagsins rói Icelandair á þessi mið í kjaramálum flugfreyja og þjóna. Ekki átt í viðræðum við aðra Icelandair sendi hins vegar bréf á FFÍ þar sem segir að ætlun félagsins hafi frá upphafi verið að ná samningum við FFÍ. Flugfélagið hafi ekki átt í viðræðum við önnur stéttarfélög í þessum efnum. „Icelandair hefur verið í þessum viðræðum af heilindum og lagt fram tilboð sem myndi tryggja samkeppnishæfni Icelandair til framtíðar en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur starfsmanna félagsins,“ segir í bréfinu til FFÍ. Tímapressan í samningaviðræðunum sé vissulega orðin mikil að sögn Icelandair. Það sé óvenjulegt að vinna að gerð kjarsamninga undir slíkri pressu sem skýrist af fordæmalausum aðstæðum sem ekki hafi komið upp áður í sögu félagsins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group undirritar bréfið til FFÍ.Vísir/vilhelm „Það staðfestist hér með að Icelandair hefur ekki verið í viðræðum við önnur stéttarfélög um gerð kjarasamnings um störf flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu,“ segir Icelandair í bréfinu. Fleiri orðum er ekki vikið að forsíðufréttum dagblaðanna í morgun. Icelandair segir hins vegar að það hafi verið markmið félagsins frá upphafi að tryggja nýjan samning milli Icelandair og FFÍ sem tryggi hagsmuni beggja. Vonir stjórnenda Icelandair standi til að slík niðurstaða náist fram í tæka tíð. Ætla má að þar sé vísað til hluthafafundarins sem Icelandair hefur boðið til á föstudag. Mikil áhersla er lögð á að samið verði við flugstéttir félagsins fyrir þann tíma, en hluthafar eru sagðir hafa gert þá kröfu til að tryggja stöðugleika í launamálum næstu árin. Nú þegar hafa náðst samningar við flugvirkja og flugstjóra.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur og Icelandair byrjuð að funda á ný Fundur samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Icelandair hófst núna klukkan hálf níu í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. 20. maí 2020 09:41 Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst 19. maí 2020 11:23 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Flugfreyjur og Icelandair byrjuð að funda á ný Fundur samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Icelandair hófst núna klukkan hálf níu í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. 20. maí 2020 09:41