19 dagar í Pepsi Max: Bjarni Guðjóns sá yngsti til að skora tíu mörk fyrir Íslandsmeistaralið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 12:00 Bjarni Guðjónsson fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum árið 1996 á tveimur myndum í á síðum DV en þetta er úrklippa úr mánudagsblaðinu 30. september 1996. Að ofan er hann með föður sínum og þjálfaranum Guðjóni Þórðarsyni en að neðan með liðsfélögum sínum. Skjámynd/Úrklippa úr DV Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 19 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Núverandi aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara KR á athyglisvert met í efstu deild á Íslandi.Bjarni Guðjónsson stimplaði sig inn í efstu deild með ótrúlegum hætti sumarið 1996 þegar hann skoraði 13 mörk í 17 leikjum fyrir lið ÍA. Skagamenn urðu bæði Íslandsmeistarar og bikarmeistarar þetta sumar. Bjarni fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta leik og skoraði fimm mörk í fyrstu umferðunum, tvö mörk á móti Stjörnunni í fyrsta leik og svo þrennu á móti Keflavík í annarri umferðinni.Bjarni skoraði sitt tíunda mark á leiktíðinni í sigurleik á móti Val á Hlíðarenda 16. ágúst 1996. Hann var þá aðeins 17 ára, 5 mánaða og 21 dags gamall. Bjarni varð þá næstyngsti leikmaðurinn til að skora tíu mörk á tímabili í efstu deild á Íslandi en metið á enn Eyleifur Hafsteinsson sem var 17 ára, 3 mánaða og 27 daga þegar hann rauf tíu marka múrinn sumarið 1964. Um leið og Skagamenn urðu Íslandsmeistarar um haustið, þar sem Bjarni skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á KR í hreinum úrslitaleik um titilinn, þá var ljóst að Bjarni hafði slegið met. Bjarni tók þá metið af öðrum Skagamanni, Pétri Péturssyni, en þeir eru ennþá í dag þeir tveir yngstu til að skora tíu mörk eða meira fyrir Íslandsmeistaralið. Pétur var 18 ára, 1 mánaða og 10 daga þegar hann skoraði sitt tíunda mark fyrir ÍA á Íslandsmeistarasumrinu 1977. Aðrir ungir tíu marka menn fyrir Íslandsmeistaralið eru Þórólfur Beck (KR 1959), Ingvar Elísson (ÍA 1960), Steinar Jóhannsson (Keflavík 1971), Guðmundur Þorbjörnsson (Val 1976) og Arnar Gunnlaugsson (ÍA 1992) en þeir voru allir nítján ára þegar þeir náðu þessu. Steinar og Guðmundur voru yngstir af þeim þegar þeir komust yfir tíu marka múrinn. Lárus Guðmundsson (Víkingur 1981) og Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) voru einnig nítján ára á þeim tímabilum en þeir voru samt á tuttugasta aldursári af því að þeir fæddust seint á árinu. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 19 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Núverandi aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara KR á athyglisvert met í efstu deild á Íslandi.Bjarni Guðjónsson stimplaði sig inn í efstu deild með ótrúlegum hætti sumarið 1996 þegar hann skoraði 13 mörk í 17 leikjum fyrir lið ÍA. Skagamenn urðu bæði Íslandsmeistarar og bikarmeistarar þetta sumar. Bjarni fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta leik og skoraði fimm mörk í fyrstu umferðunum, tvö mörk á móti Stjörnunni í fyrsta leik og svo þrennu á móti Keflavík í annarri umferðinni.Bjarni skoraði sitt tíunda mark á leiktíðinni í sigurleik á móti Val á Hlíðarenda 16. ágúst 1996. Hann var þá aðeins 17 ára, 5 mánaða og 21 dags gamall. Bjarni varð þá næstyngsti leikmaðurinn til að skora tíu mörk á tímabili í efstu deild á Íslandi en metið á enn Eyleifur Hafsteinsson sem var 17 ára, 3 mánaða og 27 daga þegar hann rauf tíu marka múrinn sumarið 1964. Um leið og Skagamenn urðu Íslandsmeistarar um haustið, þar sem Bjarni skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á KR í hreinum úrslitaleik um titilinn, þá var ljóst að Bjarni hafði slegið met. Bjarni tók þá metið af öðrum Skagamanni, Pétri Péturssyni, en þeir eru ennþá í dag þeir tveir yngstu til að skora tíu mörk eða meira fyrir Íslandsmeistaralið. Pétur var 18 ára, 1 mánaða og 10 daga þegar hann skoraði sitt tíunda mark fyrir ÍA á Íslandsmeistarasumrinu 1977. Aðrir ungir tíu marka menn fyrir Íslandsmeistaralið eru Þórólfur Beck (KR 1959), Ingvar Elísson (ÍA 1960), Steinar Jóhannsson (Keflavík 1971), Guðmundur Þorbjörnsson (Val 1976) og Arnar Gunnlaugsson (ÍA 1992) en þeir voru allir nítján ára þegar þeir náðu þessu. Steinar og Guðmundur voru yngstir af þeim þegar þeir komust yfir tíu marka múrinn. Lárus Guðmundsson (Víkingur 1981) og Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) voru einnig nítján ára á þeim tímabilum en þeir voru samt á tuttugasta aldursári af því að þeir fæddust seint á árinu.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Sjá meira