23 dagar í Pepsi Max: Hvaða félag verður fljótast að ná í næstu stjörnu á búninginn sinn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2020 12:00 Pálmi Rafn Pálmason fagnar Íslandsmeistaratitlinum í fyrrasumar. Þarna má sjá fimm stjörnu á búningi KR en þeir fengu þá fimmtu fyrir níu árum síðan. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 22 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í fótboltaheiminum er venjan hjá félögum að vera með stjörnur á búningi sínum sem tákn um glæsta sögu og táknar þá hver stjarna fimm landstitla. En hver er staðan hjá íslensku liðunum samkvæmt slíkri stjörnugjöf? Það eru ekki öll félög sem nota stjörnukerfið til að merkja búninga sína en núverandi Íslandsmeistarar úr Vesturbænum eru eitt þeirra enda sigursælasta félag efstu deildar karla. KR er eina íslenska félagið með fimm stjörnur enda vann KR sinn 27. Íslandsmeistaratitil. Það þýðir að nú vantar KR-ingum þrjá titla í sjöttu stjörnuna og þeir væru þá komnir með tveggja stjörnu forskot á næsta lið. Valsmenn voru búnir að finna tvö ár í röð fyrir síðasta tímabil og voru líklegir til að vinna í fyrra en það fór lítið fyrir meistaratöktum þó. Valsmenn eru komnir með 22 titla og vantar, eins og hjá KR, þrjá titla í næstu stjörnu. Þeir gætu þá jafnað KR með því að næla í fimmtu stjörnuna. Framarar og Skagamenn eru bæði með þrjár stjörnur og bæði félög vantar tvo titla upp á næstu stjörnu. Framarar eru ekki beint líklegir enda í B-deildinni, hafa ekki unnið í þrjátíu ár og fengu síðustu stjörnu sína árið 1972. Skagamenn eru þó í efstu deild en þeir unnu síðast Íslandsmeistaratitilinn árið 2001 eða fyrir nítján árum síðan. Það er eini Íslandsmeistaratitill síðan að ÍA liðið vann fimm ár í röð frá 1992 til 1996. Síðustu tvö liðin með stjörnu eru síðan Víkingar og FH-ingar. Víkinga vantar fimm titla í næstu stjörnu en þessa einu fengu þeir eftir síðasta Íslandsmeistaratitil félagsins árið 1991. Það er allt aðra sögu að segja af FH-ingum sem hafa unnið átta Íslandsmeistaratitla frá árinu 2004 og vantar nú aðeins tvo titla í aðra stjörnu á búninginn sinn. Keflvíkingar eru samt næstir því að fá næstu stjörnu því þá vantar aðeins einn titil í hana. Keflavíkurliðið er hins vegar í B-deildinni og varð síðast Íslandsmeistari árið 1973 eða fyrir 47 árum síðan. Eyjamenn, sem eru líka í B-deildinni, unnu sinn þriðja og síðasta Íslandsmeistaratitil árið 1998 og vantar því tvo titla í sína fyrstu stjörnu. Íslensk karlalið með stjörnu á búningnum sínum Fimm stjörnur - KR Fyrsta stjarnan 1928 Önnur stjarnan 1941 Þriðja stjarnan 1955 Fjórða stjarnan 1968 Fimmta stjarnan 2011 - vantar þrjá titla í sjöttu stjörnuna Fjórar stjörnur - Valur Fyrsta stjarnan 1937 Önnur stjarnan 1944 Þriðja stjarnan 1976 Fjórða stjarnan 2007 - vantar þrjá titla í sjöttu stjörnuna Þrjár stjörnur - Fram Fyrsta stjarnan 1917 Önnur stjarnan 1925 Þriðja stjarnan 1972 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Þrjár stjörnur - ÍA Fyrsta stjarnan 1958 Önnur stjarnan 1977 Þriðja stjarnan 1994 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Ein stjarna - Víkingur Fyrsta stjarnan 1991 - vantar fimm titla í sjöttu stjörnuna Ein stjarna - FH Fyrsta stjarnan 2009 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 22 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í fótboltaheiminum er venjan hjá félögum að vera með stjörnur á búningi sínum sem tákn um glæsta sögu og táknar þá hver stjarna fimm landstitla. En hver er staðan hjá íslensku liðunum samkvæmt slíkri stjörnugjöf? Það eru ekki öll félög sem nota stjörnukerfið til að merkja búninga sína en núverandi Íslandsmeistarar úr Vesturbænum eru eitt þeirra enda sigursælasta félag efstu deildar karla. KR er eina íslenska félagið með fimm stjörnur enda vann KR sinn 27. Íslandsmeistaratitil. Það þýðir að nú vantar KR-ingum þrjá titla í sjöttu stjörnuna og þeir væru þá komnir með tveggja stjörnu forskot á næsta lið. Valsmenn voru búnir að finna tvö ár í röð fyrir síðasta tímabil og voru líklegir til að vinna í fyrra en það fór lítið fyrir meistaratöktum þó. Valsmenn eru komnir með 22 titla og vantar, eins og hjá KR, þrjá titla í næstu stjörnu. Þeir gætu þá jafnað KR með því að næla í fimmtu stjörnuna. Framarar og Skagamenn eru bæði með þrjár stjörnur og bæði félög vantar tvo titla upp á næstu stjörnu. Framarar eru ekki beint líklegir enda í B-deildinni, hafa ekki unnið í þrjátíu ár og fengu síðustu stjörnu sína árið 1972. Skagamenn eru þó í efstu deild en þeir unnu síðast Íslandsmeistaratitilinn árið 2001 eða fyrir nítján árum síðan. Það er eini Íslandsmeistaratitill síðan að ÍA liðið vann fimm ár í röð frá 1992 til 1996. Síðustu tvö liðin með stjörnu eru síðan Víkingar og FH-ingar. Víkinga vantar fimm titla í næstu stjörnu en þessa einu fengu þeir eftir síðasta Íslandsmeistaratitil félagsins árið 1991. Það er allt aðra sögu að segja af FH-ingum sem hafa unnið átta Íslandsmeistaratitla frá árinu 2004 og vantar nú aðeins tvo titla í aðra stjörnu á búninginn sinn. Keflvíkingar eru samt næstir því að fá næstu stjörnu því þá vantar aðeins einn titil í hana. Keflavíkurliðið er hins vegar í B-deildinni og varð síðast Íslandsmeistari árið 1973 eða fyrir 47 árum síðan. Eyjamenn, sem eru líka í B-deildinni, unnu sinn þriðja og síðasta Íslandsmeistaratitil árið 1998 og vantar því tvo titla í sína fyrstu stjörnu. Íslensk karlalið með stjörnu á búningnum sínum Fimm stjörnur - KR Fyrsta stjarnan 1928 Önnur stjarnan 1941 Þriðja stjarnan 1955 Fjórða stjarnan 1968 Fimmta stjarnan 2011 - vantar þrjá titla í sjöttu stjörnuna Fjórar stjörnur - Valur Fyrsta stjarnan 1937 Önnur stjarnan 1944 Þriðja stjarnan 1976 Fjórða stjarnan 2007 - vantar þrjá titla í sjöttu stjörnuna Þrjár stjörnur - Fram Fyrsta stjarnan 1917 Önnur stjarnan 1925 Þriðja stjarnan 1972 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Þrjár stjörnur - ÍA Fyrsta stjarnan 1958 Önnur stjarnan 1977 Þriðja stjarnan 1994 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Ein stjarna - Víkingur Fyrsta stjarnan 1991 - vantar fimm titla í sjöttu stjörnuna Ein stjarna - FH Fyrsta stjarnan 2009 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna
Íslensk karlalið með stjörnu á búningnum sínum Fimm stjörnur - KR Fyrsta stjarnan 1928 Önnur stjarnan 1941 Þriðja stjarnan 1955 Fjórða stjarnan 1968 Fimmta stjarnan 2011 - vantar þrjá titla í sjöttu stjörnuna Fjórar stjörnur - Valur Fyrsta stjarnan 1937 Önnur stjarnan 1944 Þriðja stjarnan 1976 Fjórða stjarnan 2007 - vantar þrjá titla í sjöttu stjörnuna Þrjár stjörnur - Fram Fyrsta stjarnan 1917 Önnur stjarnan 1925 Þriðja stjarnan 1972 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Þrjár stjörnur - ÍA Fyrsta stjarnan 1958 Önnur stjarnan 1977 Þriðja stjarnan 1994 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna Ein stjarna - Víkingur Fyrsta stjarnan 1991 - vantar fimm titla í sjöttu stjörnuna Ein stjarna - FH Fyrsta stjarnan 2009 - vantar tvo titla í sjöttu stjörnuna
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira