Rannsaka veðmálasvindl í Danmörku: Fyrrum leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar grunaður Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 08:00 Jores Okore er mögulega í vandræðum. vísir/getty Lögreglan í Danmörku rannsakar nú mögulegt veðmálasvindl sem á að hafa átt sér stað í leik AaB og OB í efstu deild dönsku knattspyrnunnar sem fór fram þann 18. október 2019. AaB vann 1-0 sigur í leiknum. Álaborgar-liðið staðfesti á heimasíðu sinni í gær að félagið hefði fengið það staðfest frá lögreglunni að félagið gæti verið miðpunkturinn í veðmálasvindli en Ekstra Bladet greinir svo frá því talað sé um einn launahæsta leikmann liðsins Jores Okore. Vi har kigget på den her sag i noget tid efterhånden. Der kan desværre meget vel gemme sig nogle rigtigt grimme ting #sldk #bolddk https://t.co/BdRxqXSs8C— Anders Borup (@borup_bold) May 19, 2020 Ekstra Bladet segir frá því á vef sínum að heimildarmenn þeirra hafi lengi fylgst með málinu en háum fjárhæðum var spilað á að varnarmaðurinn Okore myndi fá gult spjald í leiknum. Hann nældi sér í það á 92. mínútu fyrir ansi groddalega tæklingu. Þetta var hans fyrsta brot í leiknum en lokað var fyrir að hægt væri að veðja á að Okore myndi fá gult spjald skömmu fyrir leikinn þar sem ansi stórar fjárhæðir höfðu þá borist á þetta tiltekna veðmál. Peningarnir sem unnust á þessu veðmáli voru svo raknir til Kaupmannahafnar en ekki út úr landinu eins og venjan er. Ekstra Bladet hefur reynt að fá bæði tali af umboðsmanni Okore og leikmanninum sjálfum en það hefur ekki tekist. Einnig neitar Álaborgar-liðið að tjá sig enn frekar um málið en Okore er einn öflugasti varnarmaður deildarinnar. Vi har detaljerne omkring den matchfixing-sag centreret omkring Jores Okore, som Nordjyllands Politi efterforsker i #AaB #sldk (med @MadsWehlast ) https://t.co/Q3V1aceD97— Klaus Egelund (@klausegelund) May 19, 2020 Okore hefur verið í herbúðum AaB frá því sumarið 2017 en hann hefur einnig leikið með Nordsjælland og FCK í Danmörku. Á árunum 2013 til 2016 lék hann með Aston Villa þar sem hann lék 38 leiki en að auki hefur hann leikið átta landsleiki fyrir danska landsliðið. Enski boltinn Danski boltinn Danmörk Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Sjá meira
Lögreglan í Danmörku rannsakar nú mögulegt veðmálasvindl sem á að hafa átt sér stað í leik AaB og OB í efstu deild dönsku knattspyrnunnar sem fór fram þann 18. október 2019. AaB vann 1-0 sigur í leiknum. Álaborgar-liðið staðfesti á heimasíðu sinni í gær að félagið hefði fengið það staðfest frá lögreglunni að félagið gæti verið miðpunkturinn í veðmálasvindli en Ekstra Bladet greinir svo frá því talað sé um einn launahæsta leikmann liðsins Jores Okore. Vi har kigget på den her sag i noget tid efterhånden. Der kan desværre meget vel gemme sig nogle rigtigt grimme ting #sldk #bolddk https://t.co/BdRxqXSs8C— Anders Borup (@borup_bold) May 19, 2020 Ekstra Bladet segir frá því á vef sínum að heimildarmenn þeirra hafi lengi fylgst með málinu en háum fjárhæðum var spilað á að varnarmaðurinn Okore myndi fá gult spjald í leiknum. Hann nældi sér í það á 92. mínútu fyrir ansi groddalega tæklingu. Þetta var hans fyrsta brot í leiknum en lokað var fyrir að hægt væri að veðja á að Okore myndi fá gult spjald skömmu fyrir leikinn þar sem ansi stórar fjárhæðir höfðu þá borist á þetta tiltekna veðmál. Peningarnir sem unnust á þessu veðmáli voru svo raknir til Kaupmannahafnar en ekki út úr landinu eins og venjan er. Ekstra Bladet hefur reynt að fá bæði tali af umboðsmanni Okore og leikmanninum sjálfum en það hefur ekki tekist. Einnig neitar Álaborgar-liðið að tjá sig enn frekar um málið en Okore er einn öflugasti varnarmaður deildarinnar. Vi har detaljerne omkring den matchfixing-sag centreret omkring Jores Okore, som Nordjyllands Politi efterforsker i #AaB #sldk (med @MadsWehlast ) https://t.co/Q3V1aceD97— Klaus Egelund (@klausegelund) May 19, 2020 Okore hefur verið í herbúðum AaB frá því sumarið 2017 en hann hefur einnig leikið með Nordsjælland og FCK í Danmörku. Á árunum 2013 til 2016 lék hann með Aston Villa þar sem hann lék 38 leiki en að auki hefur hann leikið átta landsleiki fyrir danska landsliðið.
Enski boltinn Danski boltinn Danmörk Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Sjá meira