Mikilvægt að ræða veiruna við börn: „Engin ástæða til að vera hrædd eða óttaslegin“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2020 14:31 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, hrósaði foreldrum á upplýsingafundi yfirvalda vegna kórónuveirunnar í dag og sagði þá heilt yfir hafa tekið ástandinu af yfirvegun. Öll þau börn sem hafa greinst með veiruna voru í skíðaferðum. Ekkert barn hefur smitast innanlands. „Það er eðlilegt að við höfum áhyggjur af börnunum okkar og sérstaklega á tímum sem þessum,“ sagði Valtýr á fundinum. Hann sagði mikilvægt að ræða ástandið við börn og á því stigi sem þau geta skilið. „Útskýrum fyrir þeim að við séum að reyna að verja okkur gegn þessari veiru. Hins vegar sé engin ástæða til að vera hrædd eða óttaslegin.“ Valtýr sagði Covid-19 hafa haft lítil sem engin áhrif á Barnaspítalann. Engin börn hafi verið lögð inn vegna veirunnar og engin börn hafi þurft að koma í mat vegna hennar. Þau börn sem hafa smitast og eru í einangrun eru samkvæmt Valtýr með lítil einkenni. Haft er samband við þau á hverjum degi og samkvæmt Valtýr hafi það gengið framar vonum. „Það má kannski segja að þessi faraldur sem nú geisar um heiminn er merkilegur fyrir margar sakir en ekki síst vegna þess að börn virðast veikjast síðar en fullorðnir. Þau börn sem veikjast fá vægari einkenni.“ Foreldrum barna með undirliggjandi sjúkdóma sagði Valtýr að fylgja fyrirmælum sem hafa verið gefin út. Best sé þó að forðast aðstæður þar sem hætta er á smiti en að öðru leyti viðhalda eðlilegum lífum, eins og hægt er. Valtýr sagði börn með ákveðna lungna- eða hjartasjúkdóma sem séu alvarlegir séu í hópum sem séu sérstaklega viðkvæmir. Þar sé þó um mjög fá börn að ræða og eru þau undir eftirliti á Barnaspítalanum. Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21 Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, hrósaði foreldrum á upplýsingafundi yfirvalda vegna kórónuveirunnar í dag og sagði þá heilt yfir hafa tekið ástandinu af yfirvegun. Öll þau börn sem hafa greinst með veiruna voru í skíðaferðum. Ekkert barn hefur smitast innanlands. „Það er eðlilegt að við höfum áhyggjur af börnunum okkar og sérstaklega á tímum sem þessum,“ sagði Valtýr á fundinum. Hann sagði mikilvægt að ræða ástandið við börn og á því stigi sem þau geta skilið. „Útskýrum fyrir þeim að við séum að reyna að verja okkur gegn þessari veiru. Hins vegar sé engin ástæða til að vera hrædd eða óttaslegin.“ Valtýr sagði Covid-19 hafa haft lítil sem engin áhrif á Barnaspítalann. Engin börn hafi verið lögð inn vegna veirunnar og engin börn hafi þurft að koma í mat vegna hennar. Þau börn sem hafa smitast og eru í einangrun eru samkvæmt Valtýr með lítil einkenni. Haft er samband við þau á hverjum degi og samkvæmt Valtýr hafi það gengið framar vonum. „Það má kannski segja að þessi faraldur sem nú geisar um heiminn er merkilegur fyrir margar sakir en ekki síst vegna þess að börn virðast veikjast síðar en fullorðnir. Þau börn sem veikjast fá vægari einkenni.“ Foreldrum barna með undirliggjandi sjúkdóma sagði Valtýr að fylgja fyrirmælum sem hafa verið gefin út. Best sé þó að forðast aðstæður þar sem hætta er á smiti en að öðru leyti viðhalda eðlilegum lífum, eins og hægt er. Valtýr sagði börn með ákveðna lungna- eða hjartasjúkdóma sem séu alvarlegir séu í hópum sem séu sérstaklega viðkvæmir. Þar sé þó um mjög fá börn að ræða og eru þau undir eftirliti á Barnaspítalanum.
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21 Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21
Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00