Einar sakar Hjálmar um öfund og gamalkunnan æsing Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2020 12:22 Einar hefur svarað kallinu og gefur sannast sagna ekki mikið fyrir skrif Hjálmars, segir hann gleyma því að rithöfundar eru ekki fastráðnir hjá ýmsum listastofnunum eins og eigi til að mynda við um leikara og tónlistarfólk. visir/vilhelm/LHÍ Einar Kárason rithöfundur telur skrif Hjálmars H. Ragnarssonar, sem snúa að misskiptingu aukalistamannalauna, einkennast af öfund. Vísir greindi frá því í morgun að Hjálmar H. Ragnarsson, fyrrverandi rektor Listaháskólans með meiru, hafi birt grein þar sem hann gagnrýnir það harðlega að rithöfundar fái stærri sneið af þeirri köku sem er að aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar til listamanna eða 35 prósent starfslauna, myndlistarmenn 27 prósent, hönnuðir 3 prósent, sviðslistarfólk tæp 12 prósent, tónlistarflytjendur 11 prósent og tónskáld 12 prósent. Þetta sé ekki í nokkru samræmi við það á hverjum samkomubann vegna Covid-19 hefur helst bitnað en það eru sviðslistamenn, að sögn Hjálmars. Hjálmar kom að því að útfæra starfslaunakerfið Ríkisstjórnin úthlutaði aukalega 250 milljónum til listamanna sem útdeilt er í gegnum ríkjandi listamannalaunakerfi. Hjálmar vekur einmitt athygli á því í grein sinni að hann hafi komið að því á sínum tíma að skrúfa það saman. „Ég held að flestum okkar sem komum að stofnun starfslaunakerfisins á sínum tíma hafi verið ljóst að kerfið sem slíkt gæti ekki virkað óbreytt eilíflega, og það þyrfti endurskoðunar við eftir því sem forsendur í listasamfélaginu breyttust.“ Hjálmar bendir á að fáir hafi þorað öðru en tuða vegna ofríkis rithöfunda, enda hver vilji eiga reiði pennafærra rithöfunda yfir höfði sér? En Einar, sem sjaldan lætur menn eiga nokkuð inni hjá sér, hefur nú svarað kallinu og skrifar snarpa málsgrein á sína Facebooksíðu þar sem hann fer háðuglegum orðum um skrif Hjálmars. Margugginn pirringur um meint forréttindi „Hjálmar H. Ragnarsson, sá ágæti maður og fyrrum forseti Bandalags ísl listamanna, skrifar hér langhund með gamalkunnum æsingi yfir því að fleiri mánaðarlaunum sé úthlutað úr starfslaunasjóðum til rithöfunda en til dæmis tónlistar- og sviðslistafólks,“ segir Einar. Einar gefur ekki mikið fyrir greinina, segir Hjálmar gleyma því „eins og siðvenjan er, að taka með í reikninginn að enginn rithöfundur er á föstum launum hjá opinberum menningarstofnunum, með tilheyrandi atvinnu- og tekjuöryggi, á meðan fastlaunað sviðslista- og tónlistarfólk skiptir hundruðum, hjá leikhúsum, synfó, óperu, osfrv. Þessi öfund og margtuggna pirring út í einhver forréttindi rithöfunda stenst bara enga skoðun.“ Listamannalaun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Einar Kárason rithöfundur telur skrif Hjálmars H. Ragnarssonar, sem snúa að misskiptingu aukalistamannalauna, einkennast af öfund. Vísir greindi frá því í morgun að Hjálmar H. Ragnarsson, fyrrverandi rektor Listaháskólans með meiru, hafi birt grein þar sem hann gagnrýnir það harðlega að rithöfundar fái stærri sneið af þeirri köku sem er að aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar til listamanna eða 35 prósent starfslauna, myndlistarmenn 27 prósent, hönnuðir 3 prósent, sviðslistarfólk tæp 12 prósent, tónlistarflytjendur 11 prósent og tónskáld 12 prósent. Þetta sé ekki í nokkru samræmi við það á hverjum samkomubann vegna Covid-19 hefur helst bitnað en það eru sviðslistamenn, að sögn Hjálmars. Hjálmar kom að því að útfæra starfslaunakerfið Ríkisstjórnin úthlutaði aukalega 250 milljónum til listamanna sem útdeilt er í gegnum ríkjandi listamannalaunakerfi. Hjálmar vekur einmitt athygli á því í grein sinni að hann hafi komið að því á sínum tíma að skrúfa það saman. „Ég held að flestum okkar sem komum að stofnun starfslaunakerfisins á sínum tíma hafi verið ljóst að kerfið sem slíkt gæti ekki virkað óbreytt eilíflega, og það þyrfti endurskoðunar við eftir því sem forsendur í listasamfélaginu breyttust.“ Hjálmar bendir á að fáir hafi þorað öðru en tuða vegna ofríkis rithöfunda, enda hver vilji eiga reiði pennafærra rithöfunda yfir höfði sér? En Einar, sem sjaldan lætur menn eiga nokkuð inni hjá sér, hefur nú svarað kallinu og skrifar snarpa málsgrein á sína Facebooksíðu þar sem hann fer háðuglegum orðum um skrif Hjálmars. Margugginn pirringur um meint forréttindi „Hjálmar H. Ragnarsson, sá ágæti maður og fyrrum forseti Bandalags ísl listamanna, skrifar hér langhund með gamalkunnum æsingi yfir því að fleiri mánaðarlaunum sé úthlutað úr starfslaunasjóðum til rithöfunda en til dæmis tónlistar- og sviðslistafólks,“ segir Einar. Einar gefur ekki mikið fyrir greinina, segir Hjálmar gleyma því „eins og siðvenjan er, að taka með í reikninginn að enginn rithöfundur er á föstum launum hjá opinberum menningarstofnunum, með tilheyrandi atvinnu- og tekjuöryggi, á meðan fastlaunað sviðslista- og tónlistarfólk skiptir hundruðum, hjá leikhúsum, synfó, óperu, osfrv. Þessi öfund og margtuggna pirring út í einhver forréttindi rithöfunda stenst bara enga skoðun.“
Listamannalaun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira