Á ekki von á biðröðum af ferðamönnum þegar landið opnar Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2020 10:53 Steingrímur ræddi við Bítismenn í morgun um ástandið á bílaleigumarkaði á tímum kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segist ekki eiga von á því að biðraðir skapist af ferðamönnum þegar landið verður opnað á ný um miðjan næsta mánuð. Steingrímur ræddi við Bítismenn í morgun um ástandið á bílaleigumarkaði á tímum kórónuveirufaraldursins. „Þetta er búið að vera mjög sérstakt með stóran hluta starfsfólksins ýmist heima eða vinnandi að heiman og afskaplega lítið að gera.“ Nær einungis afpantanir Steingrímur segir að lítið sem ekkert sé um pantanir, bara afpantanir. „Ég held að það hafi nánast ekkert verið pantað af erlendum ferðamönnum.“ Hann segir að fyrirtækið hefði þurft að ráðast í drastískar aðgerðir ef ástandið hefði verið óbreytt mikið lengur. „Við hefðum alveg komist í gegnum þetta með lokun, en ekki endalaust. Það er alveg ljóst að þessi opnun á landinu 15. júní, ég á ekki von á því að það verði einhverjar biðraðir af ferðamönnum að komast til landsins. En það er mjög jákvætt fyrir greinina og landið í heild sinni að við náum þó að opna og feta okkur áfram og taka næstu skref.“ Einhverjar hræður myndu færa manni von og trú Steingrímur segir að mikið hafi verið um afbókanir á tímabilinu út maí og í júní, en að bókanir hafi haldist fyrir júlí og ágúst að einhverju leyti. „Það skiptir okkur gríðarlegu máli að fá inn þó ekki sé nema einhverjar hræður sem færa manni von og trú.“ Hann segir bílaleiguna búa yfir um 4.500 bílum og að unnið hafi verið að því að fækka þeim eitthvað. Upp og ofan hafi gengið að finna bílastæði fyrir alla bílana, en þetta hafi bjargast með aðstoð „skilningsríkra nágranna“. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segist ekki eiga von á því að biðraðir skapist af ferðamönnum þegar landið verður opnað á ný um miðjan næsta mánuð. Steingrímur ræddi við Bítismenn í morgun um ástandið á bílaleigumarkaði á tímum kórónuveirufaraldursins. „Þetta er búið að vera mjög sérstakt með stóran hluta starfsfólksins ýmist heima eða vinnandi að heiman og afskaplega lítið að gera.“ Nær einungis afpantanir Steingrímur segir að lítið sem ekkert sé um pantanir, bara afpantanir. „Ég held að það hafi nánast ekkert verið pantað af erlendum ferðamönnum.“ Hann segir að fyrirtækið hefði þurft að ráðast í drastískar aðgerðir ef ástandið hefði verið óbreytt mikið lengur. „Við hefðum alveg komist í gegnum þetta með lokun, en ekki endalaust. Það er alveg ljóst að þessi opnun á landinu 15. júní, ég á ekki von á því að það verði einhverjar biðraðir af ferðamönnum að komast til landsins. En það er mjög jákvætt fyrir greinina og landið í heild sinni að við náum þó að opna og feta okkur áfram og taka næstu skref.“ Einhverjar hræður myndu færa manni von og trú Steingrímur segir að mikið hafi verið um afbókanir á tímabilinu út maí og í júní, en að bókanir hafi haldist fyrir júlí og ágúst að einhverju leyti. „Það skiptir okkur gríðarlegu máli að fá inn þó ekki sé nema einhverjar hræður sem færa manni von og trú.“ Hann segir bílaleiguna búa yfir um 4.500 bílum og að unnið hafi verið að því að fækka þeim eitthvað. Upp og ofan hafi gengið að finna bílastæði fyrir alla bílana, en þetta hafi bjargast með aðstoð „skilningsríkra nágranna“. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun