Carragher segir að Ndombele sé „YouTube leikmaður“ sem gangi um eins og gamalmenni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2020 13:00 Tanguy Ndombele hefur ekki fundið sig hjá Tottenham. vísir/getty Jamie Carragher segir að Tanguy Ndombele, dýrasti leikmaður í sögu Tottenham, sé „YouTube leikmaður“ sem gangi um völlinn eins og gamalmenni. Ndombele var tekinn af velli í hálfleik þegar Tottenham gerði 1-1 jafntefli við Burnley í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Eftir leikinn gagnrýndi José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, Ndombele nokkuð harkalega. Carragher tók undir gagnrýni Mourinhos. „Það er munur á því að vera með frábæra hæfileika og vera frábær leikmaður. Hann er eins og YouTube leikmaður,“ sagði Carragher í Monday Night Football á Sky Sports í gær. „Hann getur heillað fólk á YouTube en þegar þú horfir á hann spila gerir hann ekki nóg til að réttlæta verðmiðann.“ Carragher segir að Ndombele sé einfaldlega of latur og það fari greinilega í taugarnar á Mourinho. „Hann er mjög góður með boltann. Hann kemur boltanum vel frá sér og tapar honum mjög sjaldan. En á þessum 45 mínútum tók hann ekki einn sprett. Hann labbar bara um og hreyfist ekki þangað til boltinn kemur til hans,“ sagði Carragher um 65 milljóna punda manninn Ndombele. „Annað hvort getur hann ekki eða vill ekki hlaupa. Líkamstjáningin minnir mann svolítið á Yaya Touré. Hann skokkar um, labbar eins og gamalmenni. Mourinho hafði rétt fyrir sér. Hann er ekki hrifinn af honum. Hann hlýtur að vera mjög latur á æfingum og Mourinho missti þolinmæðina.“ Ndombele sló í gegn hjá Lyon á síðasta tímabili. Hann hefur leikið sex leiki fyrir franska landsliðið. Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni í dag: Meiðslahrjáðir Tottenham og stórskemmtilegt lið Atalanta Meistaradeildin snýr aftur á skjá landsmanna í kvöld er síðari leikirnir í 16-liða úrslitunum fara að rúlla. 10. mars 2020 06:00 Enn eitt áfallið fyrir Mourinho: Bergwijn gæti verið frá út leiktíðina Ökklameiðsli Steven Bergwijn, vængmanns Tottenham, gera það að verkum að ólíklegt er að hann spili aftur á leiktíðinni. Þetta staðfestir Jose Mourinho, stjóri liðsins. 9. mars 2020 18:38 Burnley og Tottenham skildu jöfn á Turf Moor Burnley og Tottenham sættust á skiptan hlut í ensku úrvalsdeildinni í dag. 7. mars 2020 19:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Jamie Carragher segir að Tanguy Ndombele, dýrasti leikmaður í sögu Tottenham, sé „YouTube leikmaður“ sem gangi um völlinn eins og gamalmenni. Ndombele var tekinn af velli í hálfleik þegar Tottenham gerði 1-1 jafntefli við Burnley í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Eftir leikinn gagnrýndi José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, Ndombele nokkuð harkalega. Carragher tók undir gagnrýni Mourinhos. „Það er munur á því að vera með frábæra hæfileika og vera frábær leikmaður. Hann er eins og YouTube leikmaður,“ sagði Carragher í Monday Night Football á Sky Sports í gær. „Hann getur heillað fólk á YouTube en þegar þú horfir á hann spila gerir hann ekki nóg til að réttlæta verðmiðann.“ Carragher segir að Ndombele sé einfaldlega of latur og það fari greinilega í taugarnar á Mourinho. „Hann er mjög góður með boltann. Hann kemur boltanum vel frá sér og tapar honum mjög sjaldan. En á þessum 45 mínútum tók hann ekki einn sprett. Hann labbar bara um og hreyfist ekki þangað til boltinn kemur til hans,“ sagði Carragher um 65 milljóna punda manninn Ndombele. „Annað hvort getur hann ekki eða vill ekki hlaupa. Líkamstjáningin minnir mann svolítið á Yaya Touré. Hann skokkar um, labbar eins og gamalmenni. Mourinho hafði rétt fyrir sér. Hann er ekki hrifinn af honum. Hann hlýtur að vera mjög latur á æfingum og Mourinho missti þolinmæðina.“ Ndombele sló í gegn hjá Lyon á síðasta tímabili. Hann hefur leikið sex leiki fyrir franska landsliðið.
Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni í dag: Meiðslahrjáðir Tottenham og stórskemmtilegt lið Atalanta Meistaradeildin snýr aftur á skjá landsmanna í kvöld er síðari leikirnir í 16-liða úrslitunum fara að rúlla. 10. mars 2020 06:00 Enn eitt áfallið fyrir Mourinho: Bergwijn gæti verið frá út leiktíðina Ökklameiðsli Steven Bergwijn, vængmanns Tottenham, gera það að verkum að ólíklegt er að hann spili aftur á leiktíðinni. Þetta staðfestir Jose Mourinho, stjóri liðsins. 9. mars 2020 18:38 Burnley og Tottenham skildu jöfn á Turf Moor Burnley og Tottenham sættust á skiptan hlut í ensku úrvalsdeildinni í dag. 7. mars 2020 19:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Í beinni í dag: Meiðslahrjáðir Tottenham og stórskemmtilegt lið Atalanta Meistaradeildin snýr aftur á skjá landsmanna í kvöld er síðari leikirnir í 16-liða úrslitunum fara að rúlla. 10. mars 2020 06:00
Enn eitt áfallið fyrir Mourinho: Bergwijn gæti verið frá út leiktíðina Ökklameiðsli Steven Bergwijn, vængmanns Tottenham, gera það að verkum að ólíklegt er að hann spili aftur á leiktíðinni. Þetta staðfestir Jose Mourinho, stjóri liðsins. 9. mars 2020 18:38
Burnley og Tottenham skildu jöfn á Turf Moor Burnley og Tottenham sættust á skiptan hlut í ensku úrvalsdeildinni í dag. 7. mars 2020 19:30