Manúela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson eru hætt saman. Þetta staðfestir Jón Eyþór í samtali við Vísi.
Það vakti mikla athygli þegar þau felldu hugi saman við gerð þáttana Allir geta dansað sem sýndir voru á Stöð 2 í vetur.
Jón Eyþór segir í samtali við Vísi að þau hafi ákveðið að fara hvort í sína áttina.
Manúela og Jón Eyþór voru afar opin með ástarsamband sitt, hvort sem er á samfélagsmiðlum og ræddu sambandið opinskátt í viðtali við Ísland í dag í febrúar.