Nærmynd af Ragnari Bjarnasyni Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2020 12:28 Vilmælendur Íslands í dag lýsa Ragnari sem góðum og yndislegum manni. mynd/stöð 2 Á föstudaginn var einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Ragnar Bjarnason eða Raggi Bjarna, borinn til grafar í kyrrþey. Ísland í dag bað samferðafólk hans að rifja upp sögur af þessum vinsæla skemmtikrafti og lýsa fyrir okkur hvernig vinur Raggi Bjarna var. „Hann var bara eins og ljósviti sem lýsti upp alla þjóðina. Það geislaði góðmennskan,“ segir Ómar Ragnarsson, vinur Ragga til margra ára. „Honum var svo umhugað um þína líðan og hvernig þér leið og hafði raunverulegan áhuga á þér,“ segir söngkonan Salka Sól Eyfeld sem vann nokkuð mikið með Ragnari. „Ef maður myndi sletta dönsku þá var hann svona lige glad enda hafði hann gaman af því að leika danskan búfræðing í sumargleðinni og fór með alla dönsku frasana. Hann var mjög skemmtilegur maður og einlægur og var ekkert að gera vesen úr smáatriðum,“ segir söngkonan Þuríður Sigurðardóttir. „Hann var mikill mannþekkjari og enginn las salinn betur,“ segir stórvinur Ragnars Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsmaður. Raggi Bjarna fæddist í Reykjavík árið 1934. Hann var af miklu tónlistarfólki kominn, var sonur hljómsveitarstjórans Bjarna Böðvarssonar og dægurlagasöngkonunnar Láru Magnúsdóttur. Því má segja má að tónlistaráhuginn hafi verið honum í blóð borinn, en ferill Ragnars hófst þó ekki við hljóðnemann, heldur fyrir aftan trommusettið í hljómsveit föður síns þegar Raggi var 13 ára. Mikil félagsvera Ferill hans spannaði því rúma sjö áratugi eða eins og Ólafur Ragnar Grímsson orðaði það: „Söngur þinn er jafnvel eldri en lýðveldið sjálft.“ Ragnar var hluti af Sumargleðinni sem lifði í fimmtán ár en þar komu Raggi Bjarna og Ómar Ragnarsson fram ásamt hinum ýmsu listamönnum. Má þar nefna Þorgeir Ástvaldsson, Diddú, Magnús Ólafsson, bræðurna Halla og Ladda, Bessa Bjarnason og Þuríði Sigurðardóttur sem segir Ragga hafa notið sín mjög að koma fram á sviði víða um land á þessum tíma. „Hann hafði bara svo gaman að því að skemmta fólki og vera með fólki. Hann var mjög mikil félagsvera og það fór ekkert á milli mála, hann skemmti sér oft best af öllum,“ segir Þuríður. Alls gaf Ragnar út níu plötur frá 2004 til 2014 og hélt tónleika víða um land. Þorgeir segir að endurkoman hafi í raun hafist í 70 ára afmæli Ragga. „Þetta var rosaleg skemmtun. Prógrammið fór allt úr böndunum en það var bara betra og stóðu tónleikar yfir í fjóra klukkutíma,“ segir Þorgeir. Allir viðmælendur Íslands í dag eru sammála um að Raggi hafi verið ljúfur og góður maður, vinur í raun en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira
Á föstudaginn var einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Ragnar Bjarnason eða Raggi Bjarna, borinn til grafar í kyrrþey. Ísland í dag bað samferðafólk hans að rifja upp sögur af þessum vinsæla skemmtikrafti og lýsa fyrir okkur hvernig vinur Raggi Bjarna var. „Hann var bara eins og ljósviti sem lýsti upp alla þjóðina. Það geislaði góðmennskan,“ segir Ómar Ragnarsson, vinur Ragga til margra ára. „Honum var svo umhugað um þína líðan og hvernig þér leið og hafði raunverulegan áhuga á þér,“ segir söngkonan Salka Sól Eyfeld sem vann nokkuð mikið með Ragnari. „Ef maður myndi sletta dönsku þá var hann svona lige glad enda hafði hann gaman af því að leika danskan búfræðing í sumargleðinni og fór með alla dönsku frasana. Hann var mjög skemmtilegur maður og einlægur og var ekkert að gera vesen úr smáatriðum,“ segir söngkonan Þuríður Sigurðardóttir. „Hann var mikill mannþekkjari og enginn las salinn betur,“ segir stórvinur Ragnars Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsmaður. Raggi Bjarna fæddist í Reykjavík árið 1934. Hann var af miklu tónlistarfólki kominn, var sonur hljómsveitarstjórans Bjarna Böðvarssonar og dægurlagasöngkonunnar Láru Magnúsdóttur. Því má segja má að tónlistaráhuginn hafi verið honum í blóð borinn, en ferill Ragnars hófst þó ekki við hljóðnemann, heldur fyrir aftan trommusettið í hljómsveit föður síns þegar Raggi var 13 ára. Mikil félagsvera Ferill hans spannaði því rúma sjö áratugi eða eins og Ólafur Ragnar Grímsson orðaði það: „Söngur þinn er jafnvel eldri en lýðveldið sjálft.“ Ragnar var hluti af Sumargleðinni sem lifði í fimmtán ár en þar komu Raggi Bjarna og Ómar Ragnarsson fram ásamt hinum ýmsu listamönnum. Má þar nefna Þorgeir Ástvaldsson, Diddú, Magnús Ólafsson, bræðurna Halla og Ladda, Bessa Bjarnason og Þuríði Sigurðardóttur sem segir Ragga hafa notið sín mjög að koma fram á sviði víða um land á þessum tíma. „Hann hafði bara svo gaman að því að skemmta fólki og vera með fólki. Hann var mjög mikil félagsvera og það fór ekkert á milli mála, hann skemmti sér oft best af öllum,“ segir Þuríður. Alls gaf Ragnar út níu plötur frá 2004 til 2014 og hélt tónleika víða um land. Þorgeir segir að endurkoman hafi í raun hafist í 70 ára afmæli Ragga. „Þetta var rosaleg skemmtun. Prógrammið fór allt úr böndunum en það var bara betra og stóðu tónleikar yfir í fjóra klukkutíma,“ segir Þorgeir. Allir viðmælendur Íslands í dag eru sammála um að Raggi hafi verið ljúfur og góður maður, vinur í raun en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira