Haukur hafnaði NBA-boði vegna fæðingar dóttur sinnar: „Mun aldrei sjá eftir þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2020 07:00 Haukur Helgi Pálsson í landsleik gegn Portúgal. VÍSIR/BÁRA Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. Þessu greindi Haukur frá í hlaðvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki, á karfan.is. Landsliðsmaðurinn og unnusta hans, Sara Dögg Jónsdóttir, eignuðust sitt fyrsta barn síðasta sumar. Haukur hafði þá ákveðið að yfirgefa franska félagið Nanterre en fékk tilboðið óvænta frá New Orleans áður en hann ákvað svo að semja við rússneska félagið Unics Kazan. „Ég var að eignast barnið mitt og tók því ekki. Þeir [forráðamenn Pelicans] voru tilbúnir að bjóða mér og fjölskyldunni minni út en ég held að þeir hafi ekki alveg áttað sig á því að hún átti að vera að fæðast þegar fyrsti leikurinn átti að vera,“ sagði Haukur. Það er langt því frá að þeir sem spili í sumardeild NBA eigi greiða leið í deild þeirra bestu, en sumardeildin er þó vissulega hugsuð fyrir félögin til að finna álitlega leikmenn: „Þetta var mikill heiður og kom mér mjög á óvart. Umboðsmaðurinn minn hringdi og spurði hvort ég vildi fara í Summer League og ég sagði bara „auðvitað“. Það væri geðveikt að prófa það og maður veit aldrei hvað gerist. Það eru ótrúlegustu menn sem fara inn í deildina. Það sem þeir voru að horfa á var að fá þrist sem gæti spilað vörn og skotið þristum. Það hefði verið geðveikt. Ég get dekkað flestalla,“ sagði Haukur, sem hugsanlega væri á leiðinni til Las Vegas í sumar ef ekki ríkti eintóm óvissa núna vegna kórónuveirufaraldursins. „Þeir voru búnir að segjast ætla að bjóða mér aftur í ár en síðan er allt í einhverri óvissu og ég átti kannski ekki besta tímabilið mitt í vetur. Ég reyni að pæla ekkert í því en það hefði verið geðveikt. En ég upplifði eitthvað enn betra. Dóttirin mín kom í heiminn og ég mun aldrei sjá eftir þessu,“ sagði Haukur. Ekki viss um að mig langi aftur til Rússlands Í samningi hans við Unics Kazan er möguleiki á eins árs framlengingu en ekki er víst að Haukur nýti sér það, þrátt fyrir hið mikla óvissuástand sem ríkir. „Ég held að margir verði bara ánægðir með að fá vinnu í dag. Ég reyndi að tala við umboðsmanninn minn um þetta um daginn og hann sagðist bara ekki vita hvað hann ætti að segja. Satt best að segja er ég ekki viss um að mig langi að fara aftur til Rússlands. Mig langar ekkert rosalega til að spila fyrir einhvern sem segir manni að fara með hægri fótinn inn í staðinn fyrir vinstri, eða breyta öllum leikstílnum þegar maður er kominn í ryþma. Maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði Haukur. Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn með því að smella hér. NBA Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. 23. mars 2020 22:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. Þessu greindi Haukur frá í hlaðvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki, á karfan.is. Landsliðsmaðurinn og unnusta hans, Sara Dögg Jónsdóttir, eignuðust sitt fyrsta barn síðasta sumar. Haukur hafði þá ákveðið að yfirgefa franska félagið Nanterre en fékk tilboðið óvænta frá New Orleans áður en hann ákvað svo að semja við rússneska félagið Unics Kazan. „Ég var að eignast barnið mitt og tók því ekki. Þeir [forráðamenn Pelicans] voru tilbúnir að bjóða mér og fjölskyldunni minni út en ég held að þeir hafi ekki alveg áttað sig á því að hún átti að vera að fæðast þegar fyrsti leikurinn átti að vera,“ sagði Haukur. Það er langt því frá að þeir sem spili í sumardeild NBA eigi greiða leið í deild þeirra bestu, en sumardeildin er þó vissulega hugsuð fyrir félögin til að finna álitlega leikmenn: „Þetta var mikill heiður og kom mér mjög á óvart. Umboðsmaðurinn minn hringdi og spurði hvort ég vildi fara í Summer League og ég sagði bara „auðvitað“. Það væri geðveikt að prófa það og maður veit aldrei hvað gerist. Það eru ótrúlegustu menn sem fara inn í deildina. Það sem þeir voru að horfa á var að fá þrist sem gæti spilað vörn og skotið þristum. Það hefði verið geðveikt. Ég get dekkað flestalla,“ sagði Haukur, sem hugsanlega væri á leiðinni til Las Vegas í sumar ef ekki ríkti eintóm óvissa núna vegna kórónuveirufaraldursins. „Þeir voru búnir að segjast ætla að bjóða mér aftur í ár en síðan er allt í einhverri óvissu og ég átti kannski ekki besta tímabilið mitt í vetur. Ég reyni að pæla ekkert í því en það hefði verið geðveikt. En ég upplifði eitthvað enn betra. Dóttirin mín kom í heiminn og ég mun aldrei sjá eftir þessu,“ sagði Haukur. Ekki viss um að mig langi aftur til Rússlands Í samningi hans við Unics Kazan er möguleiki á eins árs framlengingu en ekki er víst að Haukur nýti sér það, þrátt fyrir hið mikla óvissuástand sem ríkir. „Ég held að margir verði bara ánægðir með að fá vinnu í dag. Ég reyndi að tala við umboðsmanninn minn um þetta um daginn og hann sagðist bara ekki vita hvað hann ætti að segja. Satt best að segja er ég ekki viss um að mig langi að fara aftur til Rússlands. Mig langar ekkert rosalega til að spila fyrir einhvern sem segir manni að fara með hægri fótinn inn í staðinn fyrir vinstri, eða breyta öllum leikstílnum þegar maður er kominn í ryþma. Maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði Haukur. Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn með því að smella hér.
NBA Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. 23. mars 2020 22:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. 23. mars 2020 22:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum