Haukur hafnaði NBA-boði vegna fæðingar dóttur sinnar: „Mun aldrei sjá eftir þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2020 07:00 Haukur Helgi Pálsson í landsleik gegn Portúgal. VÍSIR/BÁRA Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. Þessu greindi Haukur frá í hlaðvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki, á karfan.is. Landsliðsmaðurinn og unnusta hans, Sara Dögg Jónsdóttir, eignuðust sitt fyrsta barn síðasta sumar. Haukur hafði þá ákveðið að yfirgefa franska félagið Nanterre en fékk tilboðið óvænta frá New Orleans áður en hann ákvað svo að semja við rússneska félagið Unics Kazan. „Ég var að eignast barnið mitt og tók því ekki. Þeir [forráðamenn Pelicans] voru tilbúnir að bjóða mér og fjölskyldunni minni út en ég held að þeir hafi ekki alveg áttað sig á því að hún átti að vera að fæðast þegar fyrsti leikurinn átti að vera,“ sagði Haukur. Það er langt því frá að þeir sem spili í sumardeild NBA eigi greiða leið í deild þeirra bestu, en sumardeildin er þó vissulega hugsuð fyrir félögin til að finna álitlega leikmenn: „Þetta var mikill heiður og kom mér mjög á óvart. Umboðsmaðurinn minn hringdi og spurði hvort ég vildi fara í Summer League og ég sagði bara „auðvitað“. Það væri geðveikt að prófa það og maður veit aldrei hvað gerist. Það eru ótrúlegustu menn sem fara inn í deildina. Það sem þeir voru að horfa á var að fá þrist sem gæti spilað vörn og skotið þristum. Það hefði verið geðveikt. Ég get dekkað flestalla,“ sagði Haukur, sem hugsanlega væri á leiðinni til Las Vegas í sumar ef ekki ríkti eintóm óvissa núna vegna kórónuveirufaraldursins. „Þeir voru búnir að segjast ætla að bjóða mér aftur í ár en síðan er allt í einhverri óvissu og ég átti kannski ekki besta tímabilið mitt í vetur. Ég reyni að pæla ekkert í því en það hefði verið geðveikt. En ég upplifði eitthvað enn betra. Dóttirin mín kom í heiminn og ég mun aldrei sjá eftir þessu,“ sagði Haukur. Ekki viss um að mig langi aftur til Rússlands Í samningi hans við Unics Kazan er möguleiki á eins árs framlengingu en ekki er víst að Haukur nýti sér það, þrátt fyrir hið mikla óvissuástand sem ríkir. „Ég held að margir verði bara ánægðir með að fá vinnu í dag. Ég reyndi að tala við umboðsmanninn minn um þetta um daginn og hann sagðist bara ekki vita hvað hann ætti að segja. Satt best að segja er ég ekki viss um að mig langi að fara aftur til Rússlands. Mig langar ekkert rosalega til að spila fyrir einhvern sem segir manni að fara með hægri fótinn inn í staðinn fyrir vinstri, eða breyta öllum leikstílnum þegar maður er kominn í ryþma. Maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði Haukur. Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn með því að smella hér. NBA Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. 23. mars 2020 22:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. Þessu greindi Haukur frá í hlaðvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki, á karfan.is. Landsliðsmaðurinn og unnusta hans, Sara Dögg Jónsdóttir, eignuðust sitt fyrsta barn síðasta sumar. Haukur hafði þá ákveðið að yfirgefa franska félagið Nanterre en fékk tilboðið óvænta frá New Orleans áður en hann ákvað svo að semja við rússneska félagið Unics Kazan. „Ég var að eignast barnið mitt og tók því ekki. Þeir [forráðamenn Pelicans] voru tilbúnir að bjóða mér og fjölskyldunni minni út en ég held að þeir hafi ekki alveg áttað sig á því að hún átti að vera að fæðast þegar fyrsti leikurinn átti að vera,“ sagði Haukur. Það er langt því frá að þeir sem spili í sumardeild NBA eigi greiða leið í deild þeirra bestu, en sumardeildin er þó vissulega hugsuð fyrir félögin til að finna álitlega leikmenn: „Þetta var mikill heiður og kom mér mjög á óvart. Umboðsmaðurinn minn hringdi og spurði hvort ég vildi fara í Summer League og ég sagði bara „auðvitað“. Það væri geðveikt að prófa það og maður veit aldrei hvað gerist. Það eru ótrúlegustu menn sem fara inn í deildina. Það sem þeir voru að horfa á var að fá þrist sem gæti spilað vörn og skotið þristum. Það hefði verið geðveikt. Ég get dekkað flestalla,“ sagði Haukur, sem hugsanlega væri á leiðinni til Las Vegas í sumar ef ekki ríkti eintóm óvissa núna vegna kórónuveirufaraldursins. „Þeir voru búnir að segjast ætla að bjóða mér aftur í ár en síðan er allt í einhverri óvissu og ég átti kannski ekki besta tímabilið mitt í vetur. Ég reyni að pæla ekkert í því en það hefði verið geðveikt. En ég upplifði eitthvað enn betra. Dóttirin mín kom í heiminn og ég mun aldrei sjá eftir þessu,“ sagði Haukur. Ekki viss um að mig langi aftur til Rússlands Í samningi hans við Unics Kazan er möguleiki á eins árs framlengingu en ekki er víst að Haukur nýti sér það, þrátt fyrir hið mikla óvissuástand sem ríkir. „Ég held að margir verði bara ánægðir með að fá vinnu í dag. Ég reyndi að tala við umboðsmanninn minn um þetta um daginn og hann sagðist bara ekki vita hvað hann ætti að segja. Satt best að segja er ég ekki viss um að mig langi að fara aftur til Rússlands. Mig langar ekkert rosalega til að spila fyrir einhvern sem segir manni að fara með hægri fótinn inn í staðinn fyrir vinstri, eða breyta öllum leikstílnum þegar maður er kominn í ryþma. Maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði Haukur. Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn með því að smella hér.
NBA Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. 23. mars 2020 22:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. 23. mars 2020 22:00