Göturóstur í Nuuk eftir að opnað var á sölu áfengis Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2020 21:37 Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en bannið stóð í átján daga. Góður árangur Grænlendinga í baráttunni gegn kórónufaraldrinum er þannig að skila sér í enn frekari tilslökunum. Mikla athygli vakti þegar landlæknir Grænlands skýrði frá því þann 8. apríl síðastliðinn að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með covid 19, væri batnað og að engin ný smit hefðu greinst í landinu. Í dag gat svo landlæknir greint frá tólfta smitlausa deginum í röð. Síðasta smitið á Grænlandi greindist þann 4. apríl en alls hafa 1.019 manns verið skimaðir þar fyrir veirunni. Við verslunarmiðstöð í Nuuk. Fólkið á myndinni var að bjóða margskyns varning til sölu þegar myndin var tekin í janúar 2017.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Lögreglan í Nuuk ákvað í varúðarskyni að vera með aukamannskap á vakt þegar opnað var á sölu áfengis á ný klukkan 10 í gærmorgun. Vandræðin byrjuðu raunar strax um morguninn við matvöruverslanir sem selja áfengi því fólk stóð allt of þétt í biðröðunum og virti ekki reglur um lágmarks aðskilnað, að því er fréttamiðillinn Sermitsiaq hefur eftir lögregluvarðstjóra. „Ofbeldi, skemmdarverk og göturóstur,“ segir í fréttinni en alls skráði lögreglan sextíu atvik í gær, þar af 47 tengd áfengisneyslu, sem þykir ansi mikið í miðri viku í 18 þúsund manna bæ. Þess utan þurfti lögreglan að sinna nokkrum útköllum á heimili. Sem dæmi nefnir lögregluvarðstjórinn að kona hafi verið handtekin fyrir skemmdarverk eftir að hún braut nokkrar rúður. Síðan hafi hún bitið lögreglumann í handlegginn, sem þýðir að hún verði einnig kærð fyrir brot gegn valdsstjórninni fyrir að ráðast á lögreglumann að störfum. Á Grænlandi er áfengi selt í matvöruverslunum, eins og sjá mátti í þætti Stöðvar 2 frá Nuuk í janúar 2017: Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en bannið stóð í átján daga. Góður árangur Grænlendinga í baráttunni gegn kórónufaraldrinum er þannig að skila sér í enn frekari tilslökunum. Mikla athygli vakti þegar landlæknir Grænlands skýrði frá því þann 8. apríl síðastliðinn að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með covid 19, væri batnað og að engin ný smit hefðu greinst í landinu. Í dag gat svo landlæknir greint frá tólfta smitlausa deginum í röð. Síðasta smitið á Grænlandi greindist þann 4. apríl en alls hafa 1.019 manns verið skimaðir þar fyrir veirunni. Við verslunarmiðstöð í Nuuk. Fólkið á myndinni var að bjóða margskyns varning til sölu þegar myndin var tekin í janúar 2017.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Lögreglan í Nuuk ákvað í varúðarskyni að vera með aukamannskap á vakt þegar opnað var á sölu áfengis á ný klukkan 10 í gærmorgun. Vandræðin byrjuðu raunar strax um morguninn við matvöruverslanir sem selja áfengi því fólk stóð allt of þétt í biðröðunum og virti ekki reglur um lágmarks aðskilnað, að því er fréttamiðillinn Sermitsiaq hefur eftir lögregluvarðstjóra. „Ofbeldi, skemmdarverk og göturóstur,“ segir í fréttinni en alls skráði lögreglan sextíu atvik í gær, þar af 47 tengd áfengisneyslu, sem þykir ansi mikið í miðri viku í 18 þúsund manna bæ. Þess utan þurfti lögreglan að sinna nokkrum útköllum á heimili. Sem dæmi nefnir lögregluvarðstjórinn að kona hafi verið handtekin fyrir skemmdarverk eftir að hún braut nokkrar rúður. Síðan hafi hún bitið lögreglumann í handlegginn, sem þýðir að hún verði einnig kærð fyrir brot gegn valdsstjórninni fyrir að ráðast á lögreglumann að störfum. Á Grænlandi er áfengi selt í matvöruverslunum, eins og sjá mátti í þætti Stöðvar 2 frá Nuuk í janúar 2017:
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04
Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44
Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05