Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2020 10:22 Ólafur Arnalds, prófessor í jarðvegsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríkisstyrkir til sauðfjárbænda nema um fimm milljörðum króna í ár. Þar af eru 38 prósent sérstakar aukagreiðslur á grundvelli gæðastýringar. Liður í því er vottun um að sauðfé sé ekki beitt á illa farið land. Sauðfé Sunnlendinga smalað að hausti niður Þjórsárdal eftir sumarbeit á afréttum á hálendinu vestan Þjórsár. Ólafur tekur fram að ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta bænda.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Einn fremsti jarðvegsfræðingur landsins, Ólafur Arnalds, segist hafa lent á vegg þegar hann vildi kanna framkvæmd þessa ákvæðis en fengið loks gögn eftir að hafa þurft að toga þau út úr stjórnvöldum með kærumálum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. „Það kemur í ljós að vottun landnýtingar, sem gæðastýring og búvörusamningar byggja mjög mikið á, er stundum, bara ef má orða það sem blekkingu og grænþvott,“ segir Ólafur, sem er doktor í jarðvegsfræðum og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ólafur segir Landgræðsluna nánast hafa verið skikkaða til að votta ofbeitt svæði án þess að þau standist skilyrði um sjálfbæra landnýtingu. „Samkvæmt samt skilyrðum og skilgreiningum sem Landgræðslan viðurkennir hins vegar ekki. Heldur eru það tilbúin viðmið sem landbúnaðarráðuneytið hefur búið til og segir við Landgræðsluna: Nú vottið þið samkvæmt þessu.“ Hann tekur fram að hjá stærstum hluta bænda séu beitarmál í góðu lagi. Ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta. „Kannski 15 prósent fjárins eða 3 prósent landbúnaðarins.“ Sauðkind á beit á illa förnu landi.Mynd/Ólafur Arnalds. Hann segir vandann liggja á afréttum á gosbelti landsins, bæði á Suðurlandi og í Þingeyjarsýslum. Sem dæmi um illa farin svæði nefnir hann Biskupstungnaafrétt, Landmannaafrétt og Rangárvallaafrétt. „Þetta eru þessir afréttir í kringum eldfjöllin okkar og inn á hálendið.“ Ríkið borgi þar bændum fyrir ofbeit. „Og allt styrkir þetta skattgreiðandinn,“ segir Ólafur Arnalds. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríkisstyrkir til sauðfjárbænda nema um fimm milljörðum króna í ár. Þar af eru 38 prósent sérstakar aukagreiðslur á grundvelli gæðastýringar. Liður í því er vottun um að sauðfé sé ekki beitt á illa farið land. Sauðfé Sunnlendinga smalað að hausti niður Þjórsárdal eftir sumarbeit á afréttum á hálendinu vestan Þjórsár. Ólafur tekur fram að ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta bænda.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Einn fremsti jarðvegsfræðingur landsins, Ólafur Arnalds, segist hafa lent á vegg þegar hann vildi kanna framkvæmd þessa ákvæðis en fengið loks gögn eftir að hafa þurft að toga þau út úr stjórnvöldum með kærumálum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. „Það kemur í ljós að vottun landnýtingar, sem gæðastýring og búvörusamningar byggja mjög mikið á, er stundum, bara ef má orða það sem blekkingu og grænþvott,“ segir Ólafur, sem er doktor í jarðvegsfræðum og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ólafur segir Landgræðsluna nánast hafa verið skikkaða til að votta ofbeitt svæði án þess að þau standist skilyrði um sjálfbæra landnýtingu. „Samkvæmt samt skilyrðum og skilgreiningum sem Landgræðslan viðurkennir hins vegar ekki. Heldur eru það tilbúin viðmið sem landbúnaðarráðuneytið hefur búið til og segir við Landgræðsluna: Nú vottið þið samkvæmt þessu.“ Hann tekur fram að hjá stærstum hluta bænda séu beitarmál í góðu lagi. Ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta. „Kannski 15 prósent fjárins eða 3 prósent landbúnaðarins.“ Sauðkind á beit á illa förnu landi.Mynd/Ólafur Arnalds. Hann segir vandann liggja á afréttum á gosbelti landsins, bæði á Suðurlandi og í Þingeyjarsýslum. Sem dæmi um illa farin svæði nefnir hann Biskupstungnaafrétt, Landmannaafrétt og Rangárvallaafrétt. „Þetta eru þessir afréttir í kringum eldfjöllin okkar og inn á hálendið.“ Ríkið borgi þar bændum fyrir ofbeit. „Og allt styrkir þetta skattgreiðandinn,“ segir Ólafur Arnalds. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28