Dragúldinn búrhval rak í höfnina Grímseyingum til mikillar ógleði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2020 13:13 Grímseyingar hafa þurft að glíma við búrhvalshræið um helgina Mynd/Anna María Sigvaldadóttir „Hann er skemmtilega úldinn,“ segir Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, um búrhvalshræ sem rak í höfnina í Grímsey um helgina. Mikla ólykt lagði yfir hafnarsvæðið. Íbúar í Grímsey höfðu tekið eftir því fyrir helgi að hræið væri á floti í grennd við eyjuna. Þegar þeir vöknuðu á laugardagsmorgunin var búrhvalshræið komið inn í höfnina. „Það er var ekki verandi nálægt honum þarna niður frá. Þeir voru að taka neðri kjálkann úr honum og það var verið að æla á bryggjunni, lyktin var þannig,“ segir Anna María í samtali við Vísi. Í gær hafði hvalurinn rekið þangað sem Grímseyjarferjan leggur að og því þótti ekki stætt á öðru en draga hvalinn frá höfninni. „Það er búið að draga hann út fyrir, hann hangir á hafnargarðshausnum en það á að draga hann út fyrir seinna í dag, langt frá eyjunni,“ segir Anna María. Lyktin hangir hins vegar enn þá við höfnina. „Ég fór áðan að kveikja á lyftaranum að taka á móti ferjunni og það er viðbjóður, þótt að hann sé farinn,“ segir Anna María. „Þetta er hálfógeðslegt, hann er svo úldinn.“ Hræið lyktar mjög illa að sögn GrímseyingaMynd/Anna María Sigvaldadóttir Sjóarinn Svafar Gylfason hefur fengið það verkefni að draga hræið á haf út eftir að leyfi fengust frá þar til bærum yfirvöldum. Stefnt er á að Grímseyingar verði lausir við búrhvalinn seinnipartinn í dag. „Manni finnst ekkert spennandi að hafa þetta á reki hérna,“ segir Svafar í samtali við Vísi, en hann hefði kosið að Landhelgisgæslan hefði mætt á svæðið til að eyða hræinu. „Það er stórhættulegt að hafa hann á reyki hérna. Ef að þú lendir á þessu á hraðbát á tuttugu mílum þá þarf ekkert að spyrja að því.“ Dýr Akureyri Grímsey Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Hann er skemmtilega úldinn,“ segir Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, um búrhvalshræ sem rak í höfnina í Grímsey um helgina. Mikla ólykt lagði yfir hafnarsvæðið. Íbúar í Grímsey höfðu tekið eftir því fyrir helgi að hræið væri á floti í grennd við eyjuna. Þegar þeir vöknuðu á laugardagsmorgunin var búrhvalshræið komið inn í höfnina. „Það er var ekki verandi nálægt honum þarna niður frá. Þeir voru að taka neðri kjálkann úr honum og það var verið að æla á bryggjunni, lyktin var þannig,“ segir Anna María í samtali við Vísi. Í gær hafði hvalurinn rekið þangað sem Grímseyjarferjan leggur að og því þótti ekki stætt á öðru en draga hvalinn frá höfninni. „Það er búið að draga hann út fyrir, hann hangir á hafnargarðshausnum en það á að draga hann út fyrir seinna í dag, langt frá eyjunni,“ segir Anna María. Lyktin hangir hins vegar enn þá við höfnina. „Ég fór áðan að kveikja á lyftaranum að taka á móti ferjunni og það er viðbjóður, þótt að hann sé farinn,“ segir Anna María. „Þetta er hálfógeðslegt, hann er svo úldinn.“ Hræið lyktar mjög illa að sögn GrímseyingaMynd/Anna María Sigvaldadóttir Sjóarinn Svafar Gylfason hefur fengið það verkefni að draga hræið á haf út eftir að leyfi fengust frá þar til bærum yfirvöldum. Stefnt er á að Grímseyingar verði lausir við búrhvalinn seinnipartinn í dag. „Manni finnst ekkert spennandi að hafa þetta á reki hérna,“ segir Svafar í samtali við Vísi, en hann hefði kosið að Landhelgisgæslan hefði mætt á svæðið til að eyða hræinu. „Það er stórhættulegt að hafa hann á reyki hérna. Ef að þú lendir á þessu á hraðbát á tuttugu mílum þá þarf ekkert að spyrja að því.“
Dýr Akureyri Grímsey Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira