Stólarnir áfram í toppslagnum: „Körfubolti er lífið hérna“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 21:00 Ingólfur Jón Geirsson fór yfir stöðuna með Kjartani Atla Kjartanssyni í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Við ætlum ekki að fara að fjárfesta okkur í kaf, en við ætlum að halda áfram að vera með í slagnum,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Tindastóll krækti í risastóran bita í þessari viku þegar félagið fékk Nikolas Tomsick frá deildarmeisturum Stjörnunnar. Sauðkrækingar virðast því ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins, en þeir hafa haft á einu af bestu liðum Domino‘s-deildarinnar að skipa mörg síðustu ár. „Að sjálfsögðu er töluverð óvissa um hvað verður. Við höfum verið með mjög stóran og góðan hóp af styrktaraðilum. Hvort að allir geti haldið áfram á fullri ferð vitum við ekkert um eins og staðan er í dag, en þetta hefur gengið upp hjá okkur hingað til að mestu leyti. Okkur vantaði auðvitað úrslitakeppnina núna en að öðru leyti hefur reksturinn gengið upp hjá okkur,“ sagði Ingólfur í Sportinu í dag. Líkt og aðrir körfuboltaáhugamenn grætur Ingólfur það að ekki skyldi nein úrslitakeppni fara fram í vor. Hann segir það sjást á Skagfirðingum hve sárt þeir sakni körfunnar í samkomubanni: „Körfubolti er lífið hérna. Það fylgjast allir með körfuboltanum hérna. Það er rosalega stór hópur barna og unglinga í körfuboltanum, og það er hálfgerð depurð í mörgum hérna því það er ekki körfubolti eins og er. Okkur vantar körfuboltann okkar.“ Klippa: Sportið í dag - Formaður Tindastóls um fjármálin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
„Við ætlum ekki að fara að fjárfesta okkur í kaf, en við ætlum að halda áfram að vera með í slagnum,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Tindastóll krækti í risastóran bita í þessari viku þegar félagið fékk Nikolas Tomsick frá deildarmeisturum Stjörnunnar. Sauðkrækingar virðast því ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins, en þeir hafa haft á einu af bestu liðum Domino‘s-deildarinnar að skipa mörg síðustu ár. „Að sjálfsögðu er töluverð óvissa um hvað verður. Við höfum verið með mjög stóran og góðan hóp af styrktaraðilum. Hvort að allir geti haldið áfram á fullri ferð vitum við ekkert um eins og staðan er í dag, en þetta hefur gengið upp hjá okkur hingað til að mestu leyti. Okkur vantaði auðvitað úrslitakeppnina núna en að öðru leyti hefur reksturinn gengið upp hjá okkur,“ sagði Ingólfur í Sportinu í dag. Líkt og aðrir körfuboltaáhugamenn grætur Ingólfur það að ekki skyldi nein úrslitakeppni fara fram í vor. Hann segir það sjást á Skagfirðingum hve sárt þeir sakni körfunnar í samkomubanni: „Körfubolti er lífið hérna. Það fylgjast allir með körfuboltanum hérna. Það er rosalega stór hópur barna og unglinga í körfuboltanum, og það er hálfgerð depurð í mörgum hérna því það er ekki körfubolti eins og er. Okkur vantar körfuboltann okkar.“ Klippa: Sportið í dag - Formaður Tindastóls um fjármálin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum