Nýir kjarasamningar BSRB: Vinnuvikan stytt og launahækkanir í samræmi við lífskjarasamninginn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2020 12:44 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Fimmtán aðildarfélög BSRB skrifuðu í nótt og í morgun undir kjarasamninga við ríki og sveitarfélög. Þar með var verkföllum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti aflýst. Þá var verkfalli sjúkraliða sem hófst klukkan sjö var aflýst þegar Sjúkraliðafélag Íslands skrifaði undir kjarasamning við ríkið skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Samningarnir eru afturvirkir frá 1. apríl 2019 og gilda út 31. mars 2023 en félagsmenn BSRB höfðu verið samningslausir frá 31. mars 2019. Að því er segir í frétt á vef BSRB eru stærstu tímamótin í samningum félagsins við ríki og sveitarfélög ákvæði um styttingu vinnuvikunnar án þess að laun skerðist. Þannig munu starfsmenn í dagvinnu geta stytt vinnuviku sína niður í allt að 36 stundir. Sjúkraliðafélag Ísland og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í morgunsárið.Vísir/Jói K. Barist fyrir styttri vinnuviku vaktavinnufólks í áraraðir Vinnuvika vaktavinnufólks styttist í 36 stundir og er mögulegt að stytta hana allt niður í 32 stundir en sú stytting á einkum við um þá sem vinna kvöld, nætur og helgarvaktir. „Þar með geta þeir sem eru í 80 prósent starfshlutfalli á þrískiptum vöktum í dag breytt starfshlutfalli sínu í 100 prósent. Þeir sem eru í lægra starfshlutfalli í dag geta unnið jafn mikið en hækkað starfshlutfall sitt og hækkað þar með laun sín. Áfram verður greitt vaktaálag fyrir vinnu utan dagvinnutíma en álag á á næturvöktum verður hækkað. Nýr launaflokkur, vaktahvati, verður greiddur til að umbuna betur fyrir þegar fólk er að mæta á fjölbreyttar vaktir,“ segir á vef BSRB. BSRB hefur gert þá kröfu í áraraðir að viðurkennt verði að 80 prósent starf í vaktavinnu jafngildi 100 prósent starfi í dagvinnu. Rökin fyrir því eru sú að þorri starfsmanna í fjölmennum stéttum sem eru í vaktavinnu treystir sér ekki til þess að vinna í hærra hlutfalli en 80 prósent vegna þess álags sem fylgir vaktavinnunni. Með kjarasamningunum sem undirritaðir voru í nótt og morgun virðist sem þessi áfangi félagsins hafi nú náðst. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.Vísir/Jói K. „Ansi merkilegur hlutur“ „Þetta er nú samningur sem er með þessa geypilegu breytingu hvað varðar styttingu vinnuvikunnar, bæði varðandi dagvinnufólk og varðandi vaktavinnufólk sem er náttúrulega dálítið nýtt í vaktavinnufyrirkomulagi á Íslandi og ansi merkilegur hlutur,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, eins af aðildarfélögum BSRB, við fréttastofu í nótt eftir að hafa náð nýjum samningi við ríkið. Spurður út í það hvernig vaktakerfið breytist sagði hann að verið væri að taka upp algjörlega nýtt vaktakerfi. Það myndi að taka klukkutíma að útskýra það því breytingin væri svo mikil. „Megindrátturinn í því er þó sá að það er mögulegt að stytta vinnuvikuna meira þar en hjá dagvinnufólki. Dagvinnufólkið fær 36 tíma en vaktavinnufólkið getur náð 32 tíma vinnuviku ef þeir eru á mjög óþægilegum vöktum,“ sagði Árni Stefán. Að auki var samið um að allir félagsmenn aðildarfélaganna sem sömdu í nótt og morgun fái 30 orlofsdaga á ári. Þetta þýðir að þeir sem voru með fæsta orlofsdaga áður bæta við sig sex dögum. Frá undirritun kjarasamnings Reykjavíkurborgar og Sameykis í nótt.Vísir/Jói K. Útfærsla launahækkana mismunandi milli samninga Hvað varðar launaliðinn þá rúmast launahækkanirnar innan ramma lífskjarasamningsins sem gerður var á almenna vinnumarkaðinum á síðasta ári. Þar var kveðið á um 90 þúsund króna hækkanir fyrir starfsfólk sem vinnur á taxta en að því er segir á vef BSRB getur útfærslan á launahækkunum verið eitthvað mismunandi á milli samninga þar sem hvert aðildarfélag fyrir sig samdi um launakjör. Ekki hefur verið greint frá öðrum atriðum samninganna síðan þeir voru undirritaðir í nótt og í morgun en vaninn er sá að kynna kjarasamninga fyrst fyrir félagsmönnum áður en þeir eru gerðir opinberir. Samningarnir verða nú kynntir félagsmönnum og bornir undir atkvæði. Þau aðildarfélög BSRB sem undirrituðu kjarasamninga í nótt og í morgun eru Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu, Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu, Starfsmannafélag Fjallabyggðar, Starfsmannafélag Fjarðabyggðar, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Starfsmannafélag Suðurnesja og Starfsmannafélag Vestmannaeyja. „Enn eiga fjögur aðildarfélög eftir að skrifa undir kjarasamning. Það eru Landssamband lögreglumanna, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Tollvarðafélag Íslands. Búast má við að aukinn kraftur verði settur í viðræður þessara félaga nú þegar niðurstaða er komin í sameiginleg mál sem voru á borði BSRB,“ segir á vef BSRB. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Öllum verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti aflýst Nær öllum verkfallsaðgerðum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. 9. mars 2020 05:48 Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. 9. mars 2020 03:02 Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Fimmtán aðildarfélög BSRB skrifuðu í nótt og í morgun undir kjarasamninga við ríki og sveitarfélög. Þar með var verkföllum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti aflýst. Þá var verkfalli sjúkraliða sem hófst klukkan sjö var aflýst þegar Sjúkraliðafélag Íslands skrifaði undir kjarasamning við ríkið skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Samningarnir eru afturvirkir frá 1. apríl 2019 og gilda út 31. mars 2023 en félagsmenn BSRB höfðu verið samningslausir frá 31. mars 2019. Að því er segir í frétt á vef BSRB eru stærstu tímamótin í samningum félagsins við ríki og sveitarfélög ákvæði um styttingu vinnuvikunnar án þess að laun skerðist. Þannig munu starfsmenn í dagvinnu geta stytt vinnuviku sína niður í allt að 36 stundir. Sjúkraliðafélag Ísland og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í morgunsárið.Vísir/Jói K. Barist fyrir styttri vinnuviku vaktavinnufólks í áraraðir Vinnuvika vaktavinnufólks styttist í 36 stundir og er mögulegt að stytta hana allt niður í 32 stundir en sú stytting á einkum við um þá sem vinna kvöld, nætur og helgarvaktir. „Þar með geta þeir sem eru í 80 prósent starfshlutfalli á þrískiptum vöktum í dag breytt starfshlutfalli sínu í 100 prósent. Þeir sem eru í lægra starfshlutfalli í dag geta unnið jafn mikið en hækkað starfshlutfall sitt og hækkað þar með laun sín. Áfram verður greitt vaktaálag fyrir vinnu utan dagvinnutíma en álag á á næturvöktum verður hækkað. Nýr launaflokkur, vaktahvati, verður greiddur til að umbuna betur fyrir þegar fólk er að mæta á fjölbreyttar vaktir,“ segir á vef BSRB. BSRB hefur gert þá kröfu í áraraðir að viðurkennt verði að 80 prósent starf í vaktavinnu jafngildi 100 prósent starfi í dagvinnu. Rökin fyrir því eru sú að þorri starfsmanna í fjölmennum stéttum sem eru í vaktavinnu treystir sér ekki til þess að vinna í hærra hlutfalli en 80 prósent vegna þess álags sem fylgir vaktavinnunni. Með kjarasamningunum sem undirritaðir voru í nótt og morgun virðist sem þessi áfangi félagsins hafi nú náðst. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.Vísir/Jói K. „Ansi merkilegur hlutur“ „Þetta er nú samningur sem er með þessa geypilegu breytingu hvað varðar styttingu vinnuvikunnar, bæði varðandi dagvinnufólk og varðandi vaktavinnufólk sem er náttúrulega dálítið nýtt í vaktavinnufyrirkomulagi á Íslandi og ansi merkilegur hlutur,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, eins af aðildarfélögum BSRB, við fréttastofu í nótt eftir að hafa náð nýjum samningi við ríkið. Spurður út í það hvernig vaktakerfið breytist sagði hann að verið væri að taka upp algjörlega nýtt vaktakerfi. Það myndi að taka klukkutíma að útskýra það því breytingin væri svo mikil. „Megindrátturinn í því er þó sá að það er mögulegt að stytta vinnuvikuna meira þar en hjá dagvinnufólki. Dagvinnufólkið fær 36 tíma en vaktavinnufólkið getur náð 32 tíma vinnuviku ef þeir eru á mjög óþægilegum vöktum,“ sagði Árni Stefán. Að auki var samið um að allir félagsmenn aðildarfélaganna sem sömdu í nótt og morgun fái 30 orlofsdaga á ári. Þetta þýðir að þeir sem voru með fæsta orlofsdaga áður bæta við sig sex dögum. Frá undirritun kjarasamnings Reykjavíkurborgar og Sameykis í nótt.Vísir/Jói K. Útfærsla launahækkana mismunandi milli samninga Hvað varðar launaliðinn þá rúmast launahækkanirnar innan ramma lífskjarasamningsins sem gerður var á almenna vinnumarkaðinum á síðasta ári. Þar var kveðið á um 90 þúsund króna hækkanir fyrir starfsfólk sem vinnur á taxta en að því er segir á vef BSRB getur útfærslan á launahækkunum verið eitthvað mismunandi á milli samninga þar sem hvert aðildarfélag fyrir sig samdi um launakjör. Ekki hefur verið greint frá öðrum atriðum samninganna síðan þeir voru undirritaðir í nótt og í morgun en vaninn er sá að kynna kjarasamninga fyrst fyrir félagsmönnum áður en þeir eru gerðir opinberir. Samningarnir verða nú kynntir félagsmönnum og bornir undir atkvæði. Þau aðildarfélög BSRB sem undirrituðu kjarasamninga í nótt og í morgun eru Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu, Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu, Starfsmannafélag Fjallabyggðar, Starfsmannafélag Fjarðabyggðar, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Starfsmannafélag Suðurnesja og Starfsmannafélag Vestmannaeyja. „Enn eiga fjögur aðildarfélög eftir að skrifa undir kjarasamning. Það eru Landssamband lögreglumanna, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Tollvarðafélag Íslands. Búast má við að aukinn kraftur verði settur í viðræður þessara félaga nú þegar niðurstaða er komin í sameiginleg mál sem voru á borði BSRB,“ segir á vef BSRB.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Öllum verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti aflýst Nær öllum verkfallsaðgerðum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. 9. mars 2020 05:48 Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. 9. mars 2020 03:02 Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Öllum verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti aflýst Nær öllum verkfallsaðgerðum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. 9. mars 2020 05:48
Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. 9. mars 2020 03:02
Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30