Dóttir Jordan segir að pabbi sinn hafi komið henni á óvart í „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2020 17:00 Jasmine Jordan með Air Jordan skó úr heimsfrægri skólínu föðurs síns. Getty/Alexander Tamargo/ Jasmine, dóttir Michael Jordan, hefur tjáð sig um sína upplifun af því að horfa á heimildarþáttarröðina „The Last Dance“ þar sem farið er yfir síðasta tímabil Michael Jordan með Chicago Bulls. Jordan hefur nefnilega gefið mikið af sér í viðtölum sínum í „The Last Dance“ og það eru ekki bara körfuboltaáhugamenn sem hafa séð meira af hans persónuleika en áður. Dóttir Jordan segir að pabbi sinni hafi komið henni á óvart í þáttunum. Jasmine Jordan er eina dóttirin sem Jordan átti með fyrri konu sinni Juanitu Savoy en hún fæddist í desember árið 1992 og var því enn bara fimm ára þegar Chicago Bulls vann titilinn í júní 1998. Michael Jordan's daughter says she's surprised by her father in "The Last Dance" https://t.co/kxpPlSXzSG— Newsweek (@Newsweek) May 15, 2020 Jasmine Jordan var hissa á því að sjá faðir sinn tjá sig svo mikið um sitt líf en MJ hefur ekki verið mikið í fjölmiðlum síðan að körfuboltaskórnir fóru upp á hillu. „Það kom mér mikið á óvart að sjá hann því hann vill vera vera út af fyrir sig. Hann vill ekki tjá sig um þjóðfélagsmál og hann vill ekki bregðast við þótt að fólk vilji fá viðbrögð frá honum,“ sagði Jasmine Jordan í viðtali við Associated Press. „Ég hef horft á þættina og séð hann þar meyran og tilfinningasaman þar sem hann segir sína skoðun og fer yfir hlutina frá sínu sjónarhorn. Það hefur verið ótrúlegt að sjá þetta. Ég elska þetta líka því þetta sýnir öllum að hann er mannlegur sem margir hafa kannski gleymt. Eins og allir vita þá er hann einstakt undur og hann er Geitin. Hann er líka manneskja,“ sagði Jasmine Jordan. I m harassing him : Jasmine Jordan says she s been frequently texting her father, Michael Jordan, while learning more about him in the ESPN docuseries #TheLastDanceFull story by @GaryGHamilton: https://t.co/Dq7QNb1pCO pic.twitter.com/tQsNTN02Zi— AP Sports (@AP_Sports) May 14, 2020 Jasmine viðurkennir að samband hennar og pabba síns hafi orðið enn betra eftir að hann hætti að spila. Jasmine segir líka að það sé fullt af hlutum í þáttunum sem hún vissi ekki um áður. „Ég er stanlaust að senda honum skilaboð. Ég held að það hafi ekki verið einn þáttur þar sem ég vildi ekki fá að vita meira hjá honum. Ég var svo ung þarna og er því að upplifa þessa þætti sem aðdáandi,“ sagði Jasmine. „Ég var án efa pabbastelpa þegar ég var að alast upp. Hann kallar mig ennþá prinsessuna sína og ég er að verða þrítug,“ sagði Jasmine sem er nú búinn að gera Michael Jordan að afa. Hún segir að strákurinn hennar sé búinn að heilla afa sinn upp úr skónum og að hann geri allt fyrir hann. „Pabbi minn myndi eflaust leyfa syni mínum að komast upp með morð. Þeir eiga orðið ótrúlegt samband og það er gaman að sjá það vaxa og dafna,“ sagði Jasmine Jordan. That time when Jasmine Jordan, Michael Jordan's daughter, googled her dad at age 11 to see just how big of a deal her pops was. pic.twitter.com/1kOAVJ1FlH— The Undefeated (@TheUndefeated) May 17, 2020 NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Sjá meira
Jasmine, dóttir Michael Jordan, hefur tjáð sig um sína upplifun af því að horfa á heimildarþáttarröðina „The Last Dance“ þar sem farið er yfir síðasta tímabil Michael Jordan með Chicago Bulls. Jordan hefur nefnilega gefið mikið af sér í viðtölum sínum í „The Last Dance“ og það eru ekki bara körfuboltaáhugamenn sem hafa séð meira af hans persónuleika en áður. Dóttir Jordan segir að pabbi sinni hafi komið henni á óvart í þáttunum. Jasmine Jordan er eina dóttirin sem Jordan átti með fyrri konu sinni Juanitu Savoy en hún fæddist í desember árið 1992 og var því enn bara fimm ára þegar Chicago Bulls vann titilinn í júní 1998. Michael Jordan's daughter says she's surprised by her father in "The Last Dance" https://t.co/kxpPlSXzSG— Newsweek (@Newsweek) May 15, 2020 Jasmine Jordan var hissa á því að sjá faðir sinn tjá sig svo mikið um sitt líf en MJ hefur ekki verið mikið í fjölmiðlum síðan að körfuboltaskórnir fóru upp á hillu. „Það kom mér mikið á óvart að sjá hann því hann vill vera vera út af fyrir sig. Hann vill ekki tjá sig um þjóðfélagsmál og hann vill ekki bregðast við þótt að fólk vilji fá viðbrögð frá honum,“ sagði Jasmine Jordan í viðtali við Associated Press. „Ég hef horft á þættina og séð hann þar meyran og tilfinningasaman þar sem hann segir sína skoðun og fer yfir hlutina frá sínu sjónarhorn. Það hefur verið ótrúlegt að sjá þetta. Ég elska þetta líka því þetta sýnir öllum að hann er mannlegur sem margir hafa kannski gleymt. Eins og allir vita þá er hann einstakt undur og hann er Geitin. Hann er líka manneskja,“ sagði Jasmine Jordan. I m harassing him : Jasmine Jordan says she s been frequently texting her father, Michael Jordan, while learning more about him in the ESPN docuseries #TheLastDanceFull story by @GaryGHamilton: https://t.co/Dq7QNb1pCO pic.twitter.com/tQsNTN02Zi— AP Sports (@AP_Sports) May 14, 2020 Jasmine viðurkennir að samband hennar og pabba síns hafi orðið enn betra eftir að hann hætti að spila. Jasmine segir líka að það sé fullt af hlutum í þáttunum sem hún vissi ekki um áður. „Ég er stanlaust að senda honum skilaboð. Ég held að það hafi ekki verið einn þáttur þar sem ég vildi ekki fá að vita meira hjá honum. Ég var svo ung þarna og er því að upplifa þessa þætti sem aðdáandi,“ sagði Jasmine. „Ég var án efa pabbastelpa þegar ég var að alast upp. Hann kallar mig ennþá prinsessuna sína og ég er að verða þrítug,“ sagði Jasmine sem er nú búinn að gera Michael Jordan að afa. Hún segir að strákurinn hennar sé búinn að heilla afa sinn upp úr skónum og að hann geri allt fyrir hann. „Pabbi minn myndi eflaust leyfa syni mínum að komast upp með morð. Þeir eiga orðið ótrúlegt samband og það er gaman að sjá það vaxa og dafna,“ sagði Jasmine Jordan. That time when Jasmine Jordan, Michael Jordan's daughter, googled her dad at age 11 to see just how big of a deal her pops was. pic.twitter.com/1kOAVJ1FlH— The Undefeated (@TheUndefeated) May 17, 2020
NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Sjá meira