Síðasta landsliðstreyja Guðjóns í góðum höndum Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2020 23:00 Guðjón Valur Sigurðsson lék sinn síðasta landsleik á EM í Svíþjóð í janúar og gaf Arnóri Þór Gunnarssyni, félaga sínum í hinu horninu, treyjuna eftir leik. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Ég er bara þakklátur fyrir að hafa spilað með þér í þessi tíu ár með landsliðinu,“ segir Arnór Þór Gunnarsson í kveðju til Guðjóns Vals Sigurðssonar eftir að Guðjón setti handboltaskóna á hilluna á dögunum. „Þú ert frábær leikmaður, frábær persóna, leiðtogi og frábær vinur. En já, þú verður bara að finna þér eitthvað annað að gera. Fara í golf eða eitthvað,“ segir Arnór léttur en kveðja hans birtist í Seinni bylgjunni, þætti Henrys Birgis Gunnarssonar á Stöð 2 Sport. Guðjón var reyndar ekki lengi að finna sér eitthvað að gera því hann er orðinn þjálfari Gummersbach í Þýskalandi. Arnór upplýsti að hann væri með í sínum fórum treyjuna sem Guðjón klæddist í síðasta leiknum á mögnuðum landsliðsferli sínum. Guðjón á heimsmetið í skoruðum mörkum fyrir landslið, með 1.879 mörk, og ljóst að það met verður ekki slegið á næstunni. „Ég spurði þig hvort að ég mætti fá treyju hjá þér eftir síðasta leikinn okkar á EM úti í Svíþjóð, núna í janúar 2020. Þetta er goðsagnakennd treyja, það má alveg segja það, og þessi fer í „man cave“ þegar ég flyt heim til Íslands, það er alveg klárt. Takk fyrir allt Gaui,“ sagði Arnór sem búinn er að ramma treyjuna inn eins og sjá má í innslaginu hér að neðan. Fáir traustari en Arnór þegar á hólminn er komið „Það var aldrei spurning, eftir að hann spurði mig, hann gat fengið þessa treyju,“ sagði Guðjón um Arnór, eða Malla eins og hann er kallaður. „Malli er svo skemmtilegur. Hann er svo grjótharður inni á vellinum. Hann er náttúrulega ekki hávaxinn en maður sér að það er eitthvað dýr sem býr þarna inni og hann er alltaf tilbúinn að leggja allt á sig. En svo getur hann verið svo týndur utan vallar að maður er bara „Malli, hvar ertu?“. En það eru fáir traustari þegar á hólminn er komið. Þetta er einn af þessum mönnum sem þú vilt að sé með boltann þegar lítið er eftir. Hann er mjög ábyrgur og góður þessi maður, og yndislegur í hóp líka,“ sagði Guðjón. Klippa: Seinni bylgjan - Arnór Þór sendi Guðjóni kveðju Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Lauflétt kveðja Björgvins til Guðjóns: „Það endaði vel, með taugaáfalli“ „Loksins. Þetta tekur aðeins pressuna af okkur hinum að þurfa ekki að spila þar til við erum 60 ára,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta, laufléttur í bragði þegar hann sendi Guðjóni Val Sigurðssyni kveðju. 16. maí 2020 20:00 Danir kveiktu á teknói til að yfirgnæfa Lofsönginn Danir reyndu að koma í veg fyrir að íslenskir áhorfendur fengju að klára að syngja Lofsönginn á EM 2014. 15. maí 2020 10:00 Segist líklega ekki hafa átt að spila á HM í Katar vegna veikinda sonar síns Guðjón Valur Sigurðsson segir að hann hefði líklega ekki átt að spila á HM 2015 í Katar vegna veikinda sonar síns. 14. maí 2020 10:00 Guðmundur æfði menn í að vakna snemma á Ólympíuleikunum: „Algjör bilun“ Guðjón Valur Sigurðsson segir að eitt það fyrsta sem hann muni eftir frá Ólympíuleikunum 2008 er sú staðreynd að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi æft liðið í að vakna snemma á morgnanna því sumir leikirnir voru spilaðir árla morguns. 14. maí 2020 07:30 „Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. 13. maí 2020 09:30 Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. 12. maí 2020 23:00 Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
„Ég er bara þakklátur fyrir að hafa spilað með þér í þessi tíu ár með landsliðinu,“ segir Arnór Þór Gunnarsson í kveðju til Guðjóns Vals Sigurðssonar eftir að Guðjón setti handboltaskóna á hilluna á dögunum. „Þú ert frábær leikmaður, frábær persóna, leiðtogi og frábær vinur. En já, þú verður bara að finna þér eitthvað annað að gera. Fara í golf eða eitthvað,“ segir Arnór léttur en kveðja hans birtist í Seinni bylgjunni, þætti Henrys Birgis Gunnarssonar á Stöð 2 Sport. Guðjón var reyndar ekki lengi að finna sér eitthvað að gera því hann er orðinn þjálfari Gummersbach í Þýskalandi. Arnór upplýsti að hann væri með í sínum fórum treyjuna sem Guðjón klæddist í síðasta leiknum á mögnuðum landsliðsferli sínum. Guðjón á heimsmetið í skoruðum mörkum fyrir landslið, með 1.879 mörk, og ljóst að það met verður ekki slegið á næstunni. „Ég spurði þig hvort að ég mætti fá treyju hjá þér eftir síðasta leikinn okkar á EM úti í Svíþjóð, núna í janúar 2020. Þetta er goðsagnakennd treyja, það má alveg segja það, og þessi fer í „man cave“ þegar ég flyt heim til Íslands, það er alveg klárt. Takk fyrir allt Gaui,“ sagði Arnór sem búinn er að ramma treyjuna inn eins og sjá má í innslaginu hér að neðan. Fáir traustari en Arnór þegar á hólminn er komið „Það var aldrei spurning, eftir að hann spurði mig, hann gat fengið þessa treyju,“ sagði Guðjón um Arnór, eða Malla eins og hann er kallaður. „Malli er svo skemmtilegur. Hann er svo grjótharður inni á vellinum. Hann er náttúrulega ekki hávaxinn en maður sér að það er eitthvað dýr sem býr þarna inni og hann er alltaf tilbúinn að leggja allt á sig. En svo getur hann verið svo týndur utan vallar að maður er bara „Malli, hvar ertu?“. En það eru fáir traustari þegar á hólminn er komið. Þetta er einn af þessum mönnum sem þú vilt að sé með boltann þegar lítið er eftir. Hann er mjög ábyrgur og góður þessi maður, og yndislegur í hóp líka,“ sagði Guðjón. Klippa: Seinni bylgjan - Arnór Þór sendi Guðjóni kveðju Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Lauflétt kveðja Björgvins til Guðjóns: „Það endaði vel, með taugaáfalli“ „Loksins. Þetta tekur aðeins pressuna af okkur hinum að þurfa ekki að spila þar til við erum 60 ára,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta, laufléttur í bragði þegar hann sendi Guðjóni Val Sigurðssyni kveðju. 16. maí 2020 20:00 Danir kveiktu á teknói til að yfirgnæfa Lofsönginn Danir reyndu að koma í veg fyrir að íslenskir áhorfendur fengju að klára að syngja Lofsönginn á EM 2014. 15. maí 2020 10:00 Segist líklega ekki hafa átt að spila á HM í Katar vegna veikinda sonar síns Guðjón Valur Sigurðsson segir að hann hefði líklega ekki átt að spila á HM 2015 í Katar vegna veikinda sonar síns. 14. maí 2020 10:00 Guðmundur æfði menn í að vakna snemma á Ólympíuleikunum: „Algjör bilun“ Guðjón Valur Sigurðsson segir að eitt það fyrsta sem hann muni eftir frá Ólympíuleikunum 2008 er sú staðreynd að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi æft liðið í að vakna snemma á morgnanna því sumir leikirnir voru spilaðir árla morguns. 14. maí 2020 07:30 „Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. 13. maí 2020 09:30 Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. 12. maí 2020 23:00 Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Lauflétt kveðja Björgvins til Guðjóns: „Það endaði vel, með taugaáfalli“ „Loksins. Þetta tekur aðeins pressuna af okkur hinum að þurfa ekki að spila þar til við erum 60 ára,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta, laufléttur í bragði þegar hann sendi Guðjóni Val Sigurðssyni kveðju. 16. maí 2020 20:00
Danir kveiktu á teknói til að yfirgnæfa Lofsönginn Danir reyndu að koma í veg fyrir að íslenskir áhorfendur fengju að klára að syngja Lofsönginn á EM 2014. 15. maí 2020 10:00
Segist líklega ekki hafa átt að spila á HM í Katar vegna veikinda sonar síns Guðjón Valur Sigurðsson segir að hann hefði líklega ekki átt að spila á HM 2015 í Katar vegna veikinda sonar síns. 14. maí 2020 10:00
Guðmundur æfði menn í að vakna snemma á Ólympíuleikunum: „Algjör bilun“ Guðjón Valur Sigurðsson segir að eitt það fyrsta sem hann muni eftir frá Ólympíuleikunum 2008 er sú staðreynd að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi æft liðið í að vakna snemma á morgnanna því sumir leikirnir voru spilaðir árla morguns. 14. maí 2020 07:30
„Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. 13. maí 2020 09:30
Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. 12. maí 2020 23:00
Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00
Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30
Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn