Andri vann eftir óbærilega spennu á Hlíðavelli Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2020 19:15 Andri Þór Björnsson vann sig upp listann í dag og endaði í efsta sæti. MYND/SETH@GOLF.IS Áhugakylfingarnir sem voru efstir fyrir lokahringinn á ÍSAM-golfmótinu á Hlíðavelli í dag stóðust ekki pressuna á lokaholunni og sáu á eftir sigrinum til atvinnukylfingsins Andra Þórs Björnssonar. Andri lék á -2 höggum í dag og endaði mótið á samtals fjórum höggum undir pari. Dagbjartur Sigurbrandsson, sem líkt og Andri er úr GR, var með forystuna eftir fyrstu tvo hringi mótsins en lék á þremur höggum yfir pari í dag og endaði einu höggi á eftir Andra. Dagbjartur fékk skolla á 18. braut nú undir kvöld, þegar útlit var fyrir bráðabana á mótinu. Heimamaðurinn Björn Óskar Guðjónsson var einnig grátlega nærri sigri en hann fékk skramba á lokaholunni og endaði tveimur höggum á eftir Andra. Þeir Björn og Kristófer Karl Karlsson enduðu jafnir í 3.-4. sæti. Haraldur Franklín Magnús kom sér upp í 5.-6. sæti, jafn Tómasi Eiríkssyni Hjaltested, með því að leika á -3 höggum í dag þrátt fyrir að fá skolla á lokaholunni. Þeir léku hvor um sig samtals á -1 höggi. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Áhugakylfingarnir sem voru efstir fyrir lokahringinn á ÍSAM-golfmótinu á Hlíðavelli í dag stóðust ekki pressuna á lokaholunni og sáu á eftir sigrinum til atvinnukylfingsins Andra Þórs Björnssonar. Andri lék á -2 höggum í dag og endaði mótið á samtals fjórum höggum undir pari. Dagbjartur Sigurbrandsson, sem líkt og Andri er úr GR, var með forystuna eftir fyrstu tvo hringi mótsins en lék á þremur höggum yfir pari í dag og endaði einu höggi á eftir Andra. Dagbjartur fékk skolla á 18. braut nú undir kvöld, þegar útlit var fyrir bráðabana á mótinu. Heimamaðurinn Björn Óskar Guðjónsson var einnig grátlega nærri sigri en hann fékk skramba á lokaholunni og endaði tveimur höggum á eftir Andra. Þeir Björn og Kristófer Karl Karlsson enduðu jafnir í 3.-4. sæti. Haraldur Franklín Magnús kom sér upp í 5.-6. sæti, jafn Tómasi Eiríkssyni Hjaltested, með því að leika á -3 höggum í dag þrátt fyrir að fá skolla á lokaholunni. Þeir léku hvor um sig samtals á -1 höggi.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira