Andri vann eftir óbærilega spennu á Hlíðavelli Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2020 19:15 Andri Þór Björnsson vann sig upp listann í dag og endaði í efsta sæti. MYND/SETH@GOLF.IS Áhugakylfingarnir sem voru efstir fyrir lokahringinn á ÍSAM-golfmótinu á Hlíðavelli í dag stóðust ekki pressuna á lokaholunni og sáu á eftir sigrinum til atvinnukylfingsins Andra Þórs Björnssonar. Andri lék á -2 höggum í dag og endaði mótið á samtals fjórum höggum undir pari. Dagbjartur Sigurbrandsson, sem líkt og Andri er úr GR, var með forystuna eftir fyrstu tvo hringi mótsins en lék á þremur höggum yfir pari í dag og endaði einu höggi á eftir Andra. Dagbjartur fékk skolla á 18. braut nú undir kvöld, þegar útlit var fyrir bráðabana á mótinu. Heimamaðurinn Björn Óskar Guðjónsson var einnig grátlega nærri sigri en hann fékk skramba á lokaholunni og endaði tveimur höggum á eftir Andra. Þeir Björn og Kristófer Karl Karlsson enduðu jafnir í 3.-4. sæti. Haraldur Franklín Magnús kom sér upp í 5.-6. sæti, jafn Tómasi Eiríkssyni Hjaltested, með því að leika á -3 höggum í dag þrátt fyrir að fá skolla á lokaholunni. Þeir léku hvor um sig samtals á -1 höggi. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Áhugakylfingarnir sem voru efstir fyrir lokahringinn á ÍSAM-golfmótinu á Hlíðavelli í dag stóðust ekki pressuna á lokaholunni og sáu á eftir sigrinum til atvinnukylfingsins Andra Þórs Björnssonar. Andri lék á -2 höggum í dag og endaði mótið á samtals fjórum höggum undir pari. Dagbjartur Sigurbrandsson, sem líkt og Andri er úr GR, var með forystuna eftir fyrstu tvo hringi mótsins en lék á þremur höggum yfir pari í dag og endaði einu höggi á eftir Andra. Dagbjartur fékk skolla á 18. braut nú undir kvöld, þegar útlit var fyrir bráðabana á mótinu. Heimamaðurinn Björn Óskar Guðjónsson var einnig grátlega nærri sigri en hann fékk skramba á lokaholunni og endaði tveimur höggum á eftir Andra. Þeir Björn og Kristófer Karl Karlsson enduðu jafnir í 3.-4. sæti. Haraldur Franklín Magnús kom sér upp í 5.-6. sæti, jafn Tómasi Eiríkssyni Hjaltested, með því að leika á -3 höggum í dag þrátt fyrir að fá skolla á lokaholunni. Þeir léku hvor um sig samtals á -1 höggi.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira