Hætti vatn að renna til tjarnarinnar verði það dauðadómur yfir fuglalífi á svæðinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2020 22:00 Finnur Ingimarsson er forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs EGILL AÐALSTEINS Framkvæmdir á Hlíðarsvæðinu gætu haft áhrif á vatnsbúskap Tjarnarinnar. Líffræðingur segir mikilvægt að viðhalda lágmarksrennsli en hætta er á að vatn hætti að renna til tjarnarinnar sem yrði dauðadómur yfir fuglalífi á svæðinu. Í skýrslu um fuglalíf tjarnarinnar sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg og birt í byrjun árs kemur fram að Urtöndum hafi fækkað töluvert. Veturinn 2007-2008 sáust mest 36 fuglar en það sem er af vetri 2019-2020 hafa sést mest 7 fuglar. Vetursetufuglar hafa haldið sig mest á Vatnsmýratjörn og Hústjörn en líka á skurðum austast í Vatnsmýrinni. Þessum skurðum hefur nú verið spillt í tengslum við uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs segir mikilvægt að stuðla að blágrænum lausnum svo unnt sé að halda uppi vatnsrennsli frá nýbyggingum til tjarnarinnar. „Svo er náttúrulega spurning hvort hægt sé að horfa til byggðarinnar í kring. Er hægt að taka ofanvatn af þökum og veita því með einhverjum hætti til tjarnarinnar,“ sagði Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs. Ákveðið lágmarksrennsli þurfi að vera í tjörninni til að viðhalda smádýralífi sem er grundvöllur fuglalífs. Fuglalíf á Tjörninni. Það er ekki sjálfgefið að fuglalíf kryddi mannlífið í miðborg Reykjavíkur. „Hér í Vatnsmýrinni er eitt helsta varpsvæði Reykjavíkurborgar. Svæðið hér fyrir aftan er lokað þar sem varptíminn stendur sem hæst. Það myndi hafa gríðarleg áhrif á fuglalíf í borginni ef vatnsbúskapurinn er ekki í lagi.“ Í skýrslunni kemur fram að Vatnsbúskapur tjarnarinnar gæti verið í hættu vegna mikilla framkvæmda víða í Vatnsmýri eða í jaðri hennar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hlíðarendasvæðinu og til stendur að byggja við sunnanverðan Flugvöllinn. Vakta þurfi vatnsbúskap tjarnarinnar þar sem framkvæmdirnar gætu haft áhrif á vatnsbúskapinn en hætta er á að vatn hætti að renna til Tjarnarinnar og það mundi verða endanlegur dauðadómur yfir lífríkinu og fuglalífinu. Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira
Framkvæmdir á Hlíðarsvæðinu gætu haft áhrif á vatnsbúskap Tjarnarinnar. Líffræðingur segir mikilvægt að viðhalda lágmarksrennsli en hætta er á að vatn hætti að renna til tjarnarinnar sem yrði dauðadómur yfir fuglalífi á svæðinu. Í skýrslu um fuglalíf tjarnarinnar sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg og birt í byrjun árs kemur fram að Urtöndum hafi fækkað töluvert. Veturinn 2007-2008 sáust mest 36 fuglar en það sem er af vetri 2019-2020 hafa sést mest 7 fuglar. Vetursetufuglar hafa haldið sig mest á Vatnsmýratjörn og Hústjörn en líka á skurðum austast í Vatnsmýrinni. Þessum skurðum hefur nú verið spillt í tengslum við uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs segir mikilvægt að stuðla að blágrænum lausnum svo unnt sé að halda uppi vatnsrennsli frá nýbyggingum til tjarnarinnar. „Svo er náttúrulega spurning hvort hægt sé að horfa til byggðarinnar í kring. Er hægt að taka ofanvatn af þökum og veita því með einhverjum hætti til tjarnarinnar,“ sagði Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs. Ákveðið lágmarksrennsli þurfi að vera í tjörninni til að viðhalda smádýralífi sem er grundvöllur fuglalífs. Fuglalíf á Tjörninni. Það er ekki sjálfgefið að fuglalíf kryddi mannlífið í miðborg Reykjavíkur. „Hér í Vatnsmýrinni er eitt helsta varpsvæði Reykjavíkurborgar. Svæðið hér fyrir aftan er lokað þar sem varptíminn stendur sem hæst. Það myndi hafa gríðarleg áhrif á fuglalíf í borginni ef vatnsbúskapurinn er ekki í lagi.“ Í skýrslunni kemur fram að Vatnsbúskapur tjarnarinnar gæti verið í hættu vegna mikilla framkvæmda víða í Vatnsmýri eða í jaðri hennar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hlíðarendasvæðinu og til stendur að byggja við sunnanverðan Flugvöllinn. Vakta þurfi vatnsbúskap tjarnarinnar þar sem framkvæmdirnar gætu haft áhrif á vatnsbúskapinn en hætta er á að vatn hætti að renna til Tjarnarinnar og það mundi verða endanlegur dauðadómur yfir lífríkinu og fuglalífinu.
Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira