Segir stjúpmóður sína líklegast aldrei eiga eftir að ná fullum bata eftir árekstur á Sandgerðisvegi Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2020 18:30 Ingibjörg Sunna Þrastardóttir, stjúpdóttir Elínborgar. Vísir/BjarniEinars Fjölskylda konu, sem slasaðist alvarlega eftir árekstur við ökutæki sem lögreglan hafði veitt eftirför, íhugar að stefna ríkislögreglustjóra. Stjúpdóttir konunnar segir hana aldrei eiga eftir að ná fullum bata. Elínborg Steinunnardóttir var farþegi í bíl vinkonu sinnar þegar ökumaður bíls, sem kom úr gagnstæðri átt, fór yfir á rangan vegarhelming og hafnaði framan á bíl vinkvennanna á Sandgerðisvegi 18. janúar. Maðurinn var á stolinni bifreið og lögreglan hafði veitt honum eftirför. „Aðdragandinn var mjög stuttur, þær voru að keyra á Sandgerðisvegi, sáu nokkur bílljós í fjarska og fengu svo skyndilega bíl framan á sig. Þær áttuðu sig ekki á því að þær væru í neinni hættu fyrr en slysið átti sér stað,“ segir Ingibjörg Sunna Þrastardóttir, stjúpdóttir Elínborgar sem hlaut fjölda áverka í árekstrinum. Elínborg er í hjólastól í dag og verður líklegast aldrei söm. Verður líklegast aldrei söm „Hún hlaut svokallað fjöláverka sem þýðir að hún brotnaði víðs vegar. Olnboginn öðru megin, úlnliðurinn hinu megin, mjaðmagrindin mölbrotin, fótbrotnaði á öðrum fæti, með svöðusár á hinum og með taugaskaða á ökkla,“ segir Ingibjörg Sunna. „Til viðbótar við þessa víðtæku áverka hlaut hún blæðingu á hægra heilahveli sem olli lömun og auk þess hlaut hún framheilaskaða sem hefur auðvitað áhrif á hvatvísi, hömlur og væntingar. Lífið fyrir henni og hennar nánustu verður aldrei það sama.“ Finnst niðurstaða nefndarinnar athyglisverð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að vísa þessari eftirför til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Nefndin lauk skoðun sinni á málinu 24. apríl síðastliðinn. Var það niðurstaða hennar að ekki skyldi aðhafast frekar vegna málsins. Myndbands- og hljóðupptökur hafi leitt í ljós að lögreglumennirnir hafi fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja. Ingibjörgu Sunnu finnst sú niðurstaða athyglisverð. Hún bendir á að lögfræðingar Elínborgar, sem skoða mál hennar, hafi strax við fyrstu sýn sé ástæðu til að skoða málið fyrir dómstólum og fá kveðið á um hvort þessi eftirför hafi verið eðlileg og samkvæmt verkferlum. „Við biðum eftir niðurstöðunni og vonuðumst til að hún yrði önnur. Þetta er engin endastöð fyrir okkur, við höldum bara áfram,“ segir Ingibjörg Sunna. Hún bendir einnig á að formaður lögreglufélagsins hafi kallað eftir bættum verklagsreglum frá Ríkislögreglustjóra varðandi stöðvun ökutækja. „Það eitt og sér kallar eftir nánari skoðun,“ segir Ingibjörg Sunna. „Það eru yfirgnæfandi líkur á að hún og hennar fjölskylda komi til með að stefna ríkislögreglustjóra. Auk þess sem gerð verður krafa á ökumann hins ökutækisins.“ Segir meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Fjölskyldan vilji fá svör við því hvort þessi eftirför geti talist eðlileg. „Í einum af þessum fréttatilkynningum sem lögreglan sendi frá sér, er talað um að lögreglan hafi verið búin að minnka hraðann þegar áreksturinn átti sér stað, nema hvað að lögreglan er samt á 135 kílómetra hraða, búin að minnka hraðann, nýkomin úr hringtorgi. Ég velti fyrir mér hvort það sé eðlilegt að fara í 7 mínútna eltingarleik í snjó og hálku á allt að 150 kílómetra hraða. Mér finnst það eitthvað sem þurfi að skoða,“ segir Ingibjörg Sunna. Hún geri sér grein fyrir að lögreglan hafi staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun og auðvelt sé að vera vitur eftir á. „En í öllum svona málum þarf að meta hagsmuni og ekki fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Eftir á að hyggja, eins og við sjáum þetta, hefur það aldeilis verið gert því líf okkar á aldrei eftir að verða samt.“ Lögreglan Reykjanesbær Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Telja lögreglumenn hafa fylgt reglum við eftirför á Sandgerðisvegi Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn. 16. maí 2020 19:31 Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Fjölskylda konu, sem slasaðist alvarlega eftir árekstur við ökutæki sem lögreglan hafði veitt eftirför, íhugar að stefna ríkislögreglustjóra. Stjúpdóttir konunnar segir hana aldrei eiga eftir að ná fullum bata. Elínborg Steinunnardóttir var farþegi í bíl vinkonu sinnar þegar ökumaður bíls, sem kom úr gagnstæðri átt, fór yfir á rangan vegarhelming og hafnaði framan á bíl vinkvennanna á Sandgerðisvegi 18. janúar. Maðurinn var á stolinni bifreið og lögreglan hafði veitt honum eftirför. „Aðdragandinn var mjög stuttur, þær voru að keyra á Sandgerðisvegi, sáu nokkur bílljós í fjarska og fengu svo skyndilega bíl framan á sig. Þær áttuðu sig ekki á því að þær væru í neinni hættu fyrr en slysið átti sér stað,“ segir Ingibjörg Sunna Þrastardóttir, stjúpdóttir Elínborgar sem hlaut fjölda áverka í árekstrinum. Elínborg er í hjólastól í dag og verður líklegast aldrei söm. Verður líklegast aldrei söm „Hún hlaut svokallað fjöláverka sem þýðir að hún brotnaði víðs vegar. Olnboginn öðru megin, úlnliðurinn hinu megin, mjaðmagrindin mölbrotin, fótbrotnaði á öðrum fæti, með svöðusár á hinum og með taugaskaða á ökkla,“ segir Ingibjörg Sunna. „Til viðbótar við þessa víðtæku áverka hlaut hún blæðingu á hægra heilahveli sem olli lömun og auk þess hlaut hún framheilaskaða sem hefur auðvitað áhrif á hvatvísi, hömlur og væntingar. Lífið fyrir henni og hennar nánustu verður aldrei það sama.“ Finnst niðurstaða nefndarinnar athyglisverð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að vísa þessari eftirför til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Nefndin lauk skoðun sinni á málinu 24. apríl síðastliðinn. Var það niðurstaða hennar að ekki skyldi aðhafast frekar vegna málsins. Myndbands- og hljóðupptökur hafi leitt í ljós að lögreglumennirnir hafi fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja. Ingibjörgu Sunnu finnst sú niðurstaða athyglisverð. Hún bendir á að lögfræðingar Elínborgar, sem skoða mál hennar, hafi strax við fyrstu sýn sé ástæðu til að skoða málið fyrir dómstólum og fá kveðið á um hvort þessi eftirför hafi verið eðlileg og samkvæmt verkferlum. „Við biðum eftir niðurstöðunni og vonuðumst til að hún yrði önnur. Þetta er engin endastöð fyrir okkur, við höldum bara áfram,“ segir Ingibjörg Sunna. Hún bendir einnig á að formaður lögreglufélagsins hafi kallað eftir bættum verklagsreglum frá Ríkislögreglustjóra varðandi stöðvun ökutækja. „Það eitt og sér kallar eftir nánari skoðun,“ segir Ingibjörg Sunna. „Það eru yfirgnæfandi líkur á að hún og hennar fjölskylda komi til með að stefna ríkislögreglustjóra. Auk þess sem gerð verður krafa á ökumann hins ökutækisins.“ Segir meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Fjölskyldan vilji fá svör við því hvort þessi eftirför geti talist eðlileg. „Í einum af þessum fréttatilkynningum sem lögreglan sendi frá sér, er talað um að lögreglan hafi verið búin að minnka hraðann þegar áreksturinn átti sér stað, nema hvað að lögreglan er samt á 135 kílómetra hraða, búin að minnka hraðann, nýkomin úr hringtorgi. Ég velti fyrir mér hvort það sé eðlilegt að fara í 7 mínútna eltingarleik í snjó og hálku á allt að 150 kílómetra hraða. Mér finnst það eitthvað sem þurfi að skoða,“ segir Ingibjörg Sunna. Hún geri sér grein fyrir að lögreglan hafi staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun og auðvelt sé að vera vitur eftir á. „En í öllum svona málum þarf að meta hagsmuni og ekki fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Eftir á að hyggja, eins og við sjáum þetta, hefur það aldeilis verið gert því líf okkar á aldrei eftir að verða samt.“
Lögreglan Reykjanesbær Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Telja lögreglumenn hafa fylgt reglum við eftirför á Sandgerðisvegi Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn. 16. maí 2020 19:31 Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Telja lögreglumenn hafa fylgt reglum við eftirför á Sandgerðisvegi Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn. 16. maí 2020 19:31
Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00
Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent