„Störfin munu aldrei grípa alla“ Sylvía Hall skrifar 17. maí 2020 14:45 Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti SHÍ. vÍSIR/VILHELM Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. Um sjö þúsund námsmenn sjá fram á að vera án atvinnu í sumar og því er ljóst að þau 3.400 störf sem yfirvöld hafa boðað munu ekki duga til. „Við höfum metið að [staðan] hafi orðið alvarleg strax í mars þegar þetta skellur allt saman á og lokun háskólanna tekur gildi. Óvissan var mjög slæm fyrir fólk og þá blasti náttúrulega við mikil óvissa vegna námsfyrirkomulags yfirhöfuð. Við gerðum þá fyrst könnun í mars á andlegri líðan stúdenta og þeirra stöðu. Sú könnun gaf sláandi niðurstöður,“ sagði Jóna Þórey í Silfrinu í dag. Kannanir á vegum Stúdentaráðs hafi leitt í ljós að stór hluti námsmanna hafi verulegar áhyggjur af fjárhagsöryggi sínu og staðan í samfélaginu hafi neikvæð áhrif á líðan þeirra. Hún segir að undanfarnar vikur hafi fjárhagsáhyggjur meðal námsmanna aukist og margir hverjir hafi misst þau sumarstörf sem þeir voru búnir að útvega sér. Þær kannanir sem háskólar gerðu sýndu að atvinnuleysi væri á bilinu 40 til 65 prósent en yfir 90 prósent stúdenta Háskóla Íslands vinna almennt á sumrin. „Þetta er auðvitað grafalvarleg staða og þessir hópar teknir saman eru sjö þúsund námsmenn. Við höfum verið að tala fyrir því að atvinnuskapandi úrræði þurfi að koma til samhliða því að við tryggjum fjárhagsöryggi þessa hóps af því að störfin munu aldrei grípa alla og námsmenn vinna auðvitað með námi til þess að eiga fyrir sér,“ segir Jóna Þórey. Stór hluti stúdenta við Háskóla Íslands hefur áhyggjur af fjárhagsöryggi sínu.Vísir/Vilhelm Lánasjóðskerfið dugar ekki fyrir námsmenn Jóna Þórey bendir á að framfærsla hjá LÍN fyrir einstakling í leiguhúsnæði eru 180 þúsund krónur á mánuði sem dugi ekki til ef tekið er mið af lágmarkslaunum. Ofan á það bætist svo skrásetningargjöld í Háskóla Íslands, 75 þúsund krónur, sem er ekki lánað fyrir. „Við erum að sjá það að staðan á Íslandi er þannig að stuðningurinn er ekki nægilegur og lánþegum er að fækka hjá LÍN, og svo eiga námsmenn sem eru að reyna að vinna fyrir sér ekki rétt á atvinnuleysisbótum þegar þeir missa vinnuna sína.“ Hún segir námsmenn mæta mikilli mótstöðu af hálfu stjórnvalda hvað varðar rétt til atvinnuleysisbóta og hún finni fyrir óánægju meðal stúdenta. Það sé fullkomlega eðlilegt. „Það er eðlilegt að hér eru allir mjög uggandi, staðan er alvarleg og fólk hefur verið frekar reitt þegar við mætum svona mikilli mótstöðu við þessari kröfu, sem við teljum fullkomlega réttmæta.“ Aðskilnaður námsmanna frá atvinnuleysisbótakerfinu „misheppnaðist hrapalega“ Hún segir námsmenn hafa átt í samskiptum við stjórnvöld varðandi sumarið, enda vilji flestir námsmenn fá störf yfir sumarið. Aðeins 5 prósent nemenda við Háskóla Íslands hafi ekki ætlað sér að vinna og því margir sem ætluðu sér að nýta sumarið til tekjuöflunar. Að sögn Jónu Þóreyjar hafi svör stjórnvalda verið á þann veg að það hafi horft betur við að aðskilja námsmenn frá atvinnuleysisbótakerfinu og halda þeim í virkni. Það hafi mistekist hrapalega, sérstaklega í ljósi þess að námslánakerfið taki ekki mið af því þegar það lánar aðeins í níu mánuði ársins. „Það hefur misheppnast hrapalega að aðskilja þessi kerfi og gera það að verkum að námsmenn þurfi ekki að treysta á atvinnuleysisbótakerfið. Þegar það er sagt að það eigi að aðskilja námsmenn frá atvinnuleysisbótakerfinu þá er það auðvitað líka þannig að námsmenn eru bara vinnandi fólk. Við erum hluti af vinnuafli þessa lands,“ segir Jóna Þórey og bætir við að um 70 prósent námsmanna vinni samhliða námi. „Af launum þessa fólks er greitt gjald í atvinnuleysistryggingasjóð sem við eigum síðan engan rétt úr. Það er óréttlátt og það er í rauninni leiðréttingin sem við erum að biðja um núna, sérstaklega þetta sumar þegar vinnumarkaðurinn er í fullkomnu uppnámi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Vill frekar nýta fjármagnið í störf en atvinnuleysisbætur Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist frekar vilja nýta það fjármagn sem færi í atvinnuleysisbætur til þess að byggja upp störf fyrir námsmenn. 11. maí 2020 18:59 Viðhorf ráðherra beri vott um skilningsleysi gagnvart stöðu stúdenta Mikil reiði er á meðal stúdenta eftir ummæli Ásmundar Einars Daðasonar barna- og félagsmálaráðherra í Silfrinu í dag um atvinnuleysisbætur til stúdenta. 10. maí 2020 16:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega. Um sjö þúsund námsmenn sjá fram á að vera án atvinnu í sumar og því er ljóst að þau 3.400 störf sem yfirvöld hafa boðað munu ekki duga til. „Við höfum metið að [staðan] hafi orðið alvarleg strax í mars þegar þetta skellur allt saman á og lokun háskólanna tekur gildi. Óvissan var mjög slæm fyrir fólk og þá blasti náttúrulega við mikil óvissa vegna námsfyrirkomulags yfirhöfuð. Við gerðum þá fyrst könnun í mars á andlegri líðan stúdenta og þeirra stöðu. Sú könnun gaf sláandi niðurstöður,“ sagði Jóna Þórey í Silfrinu í dag. Kannanir á vegum Stúdentaráðs hafi leitt í ljós að stór hluti námsmanna hafi verulegar áhyggjur af fjárhagsöryggi sínu og staðan í samfélaginu hafi neikvæð áhrif á líðan þeirra. Hún segir að undanfarnar vikur hafi fjárhagsáhyggjur meðal námsmanna aukist og margir hverjir hafi misst þau sumarstörf sem þeir voru búnir að útvega sér. Þær kannanir sem háskólar gerðu sýndu að atvinnuleysi væri á bilinu 40 til 65 prósent en yfir 90 prósent stúdenta Háskóla Íslands vinna almennt á sumrin. „Þetta er auðvitað grafalvarleg staða og þessir hópar teknir saman eru sjö þúsund námsmenn. Við höfum verið að tala fyrir því að atvinnuskapandi úrræði þurfi að koma til samhliða því að við tryggjum fjárhagsöryggi þessa hóps af því að störfin munu aldrei grípa alla og námsmenn vinna auðvitað með námi til þess að eiga fyrir sér,“ segir Jóna Þórey. Stór hluti stúdenta við Háskóla Íslands hefur áhyggjur af fjárhagsöryggi sínu.Vísir/Vilhelm Lánasjóðskerfið dugar ekki fyrir námsmenn Jóna Þórey bendir á að framfærsla hjá LÍN fyrir einstakling í leiguhúsnæði eru 180 þúsund krónur á mánuði sem dugi ekki til ef tekið er mið af lágmarkslaunum. Ofan á það bætist svo skrásetningargjöld í Háskóla Íslands, 75 þúsund krónur, sem er ekki lánað fyrir. „Við erum að sjá það að staðan á Íslandi er þannig að stuðningurinn er ekki nægilegur og lánþegum er að fækka hjá LÍN, og svo eiga námsmenn sem eru að reyna að vinna fyrir sér ekki rétt á atvinnuleysisbótum þegar þeir missa vinnuna sína.“ Hún segir námsmenn mæta mikilli mótstöðu af hálfu stjórnvalda hvað varðar rétt til atvinnuleysisbóta og hún finni fyrir óánægju meðal stúdenta. Það sé fullkomlega eðlilegt. „Það er eðlilegt að hér eru allir mjög uggandi, staðan er alvarleg og fólk hefur verið frekar reitt þegar við mætum svona mikilli mótstöðu við þessari kröfu, sem við teljum fullkomlega réttmæta.“ Aðskilnaður námsmanna frá atvinnuleysisbótakerfinu „misheppnaðist hrapalega“ Hún segir námsmenn hafa átt í samskiptum við stjórnvöld varðandi sumarið, enda vilji flestir námsmenn fá störf yfir sumarið. Aðeins 5 prósent nemenda við Háskóla Íslands hafi ekki ætlað sér að vinna og því margir sem ætluðu sér að nýta sumarið til tekjuöflunar. Að sögn Jónu Þóreyjar hafi svör stjórnvalda verið á þann veg að það hafi horft betur við að aðskilja námsmenn frá atvinnuleysisbótakerfinu og halda þeim í virkni. Það hafi mistekist hrapalega, sérstaklega í ljósi þess að námslánakerfið taki ekki mið af því þegar það lánar aðeins í níu mánuði ársins. „Það hefur misheppnast hrapalega að aðskilja þessi kerfi og gera það að verkum að námsmenn þurfi ekki að treysta á atvinnuleysisbótakerfið. Þegar það er sagt að það eigi að aðskilja námsmenn frá atvinnuleysisbótakerfinu þá er það auðvitað líka þannig að námsmenn eru bara vinnandi fólk. Við erum hluti af vinnuafli þessa lands,“ segir Jóna Þórey og bætir við að um 70 prósent námsmanna vinni samhliða námi. „Af launum þessa fólks er greitt gjald í atvinnuleysistryggingasjóð sem við eigum síðan engan rétt úr. Það er óréttlátt og það er í rauninni leiðréttingin sem við erum að biðja um núna, sérstaklega þetta sumar þegar vinnumarkaðurinn er í fullkomnu uppnámi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Vill frekar nýta fjármagnið í störf en atvinnuleysisbætur Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist frekar vilja nýta það fjármagn sem færi í atvinnuleysisbætur til þess að byggja upp störf fyrir námsmenn. 11. maí 2020 18:59 Viðhorf ráðherra beri vott um skilningsleysi gagnvart stöðu stúdenta Mikil reiði er á meðal stúdenta eftir ummæli Ásmundar Einars Daðasonar barna- og félagsmálaráðherra í Silfrinu í dag um atvinnuleysisbætur til stúdenta. 10. maí 2020 16:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14
Vill frekar nýta fjármagnið í störf en atvinnuleysisbætur Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist frekar vilja nýta það fjármagn sem færi í atvinnuleysisbætur til þess að byggja upp störf fyrir námsmenn. 11. maí 2020 18:59
Viðhorf ráðherra beri vott um skilningsleysi gagnvart stöðu stúdenta Mikil reiði er á meðal stúdenta eftir ummæli Ásmundar Einars Daðasonar barna- og félagsmálaráðherra í Silfrinu í dag um atvinnuleysisbætur til stúdenta. 10. maí 2020 16:00