Innlent

Enginn greindist með veiruna þriðja daginn í röð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skimað fyrir veirunni.
Skimað fyrir veirunni. Vísir/vilhelm

Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólahringinn hér á landi þriðja daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. Staðfest smit eru því, líkt og í gær, 1802. Þá eru virk smit á landinu nú sex en þau voru tíu í gær.

Enginn liggur inni á sjúkrahúsi með Covid-19 þessa stundina og þá hafa alls 1786 náð bata. Tíu eru alls látnir úr veirunni.

Þá hefur fækkað um nær þrjátíu í sóttkví síðan í gær. Í sóttkví eru nú 700 en voru 729 í gær. Tekin voru 523 sýni síðasta sólarhringinn, 410 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 113 á veirufræðideild Landspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×