Kompás hlaut Blaðamannaverðlaun fyrir viðtal ársins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 16:59 Verðlaunahafar fyrir viðtal ársins taldir frá vinstri til hægri. Jóhann K. Jóhannsson, Erla Björg Gunnarsdóttir, Arnar Jónmundsson, framleiðandi þáttanna, og Nadine Guðrún Yaghi. vísir Blaðamannaverðlaun fyrir árið 2019 voru afhent í gær og voru verðlaun veitt í fjórum flokkum: fyrir bestu umfjöllunina, viðtal ársins, rannsóknarblaðamennsku og blaðamannaverðlaun ársins. Verðlaunin voru afhent í Blaðamannaklúbbnum í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Verðlaun fyrir bestu umfjöllunina hlutu Alma Mjöll Ólafsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Margrét Marteinsdóttir og Steindór Grétar Jónsson hjá Stundinni fyrir umfjöllun um hamfarahlýnun. Aðrir sem voru tilnefndir í flokknum voru Arnhildur Hálfdánardóttir hjá RÚV fyrir hlaðvarpsþáttaröðina Loftslagsþerapían og Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson fyrir umfjöllun um efnahagsmál hjá Kjarnanum. Verðlaun fyrir viðtal ársins hlutu Erla Björg Gunnarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi og Jóhann K. Jóhannsson hjá Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Verðlaunin hlutu þau fyrir viðtal sitt og umfjöllun um Margréti Lillý Einarsdóttur, 17 ára gamla, sem lýsir því hvernig samfélagið brást henni þegar hún á grunnskólaaldri ólst upp ein hjá móður sem átti bæði við geðrænan vanda og fíknivanda að stríða. Viðtalið birtist í Kompási. Aðrir sem tilnefndir voru í þeim flokki voru Orri Páll Ormarsson hjá Morgunblaðinu fyrir viðtal við Sævar Þór Jónsson, lögmann, og Ari Brynjólfsson hjá Fréttablaðinu fyrir viðtal við fjóra erlenda vagnstjóra. Þeir sem tilnefndir voru til blaðamannaverðlauna.Vísir Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Stefán Drengsson hlutu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku fyrir umfjöllun sína í Kveik og hjá Sundinni um Samherjamálið. Aðrir sem tilnefndir voru í þessum flokki voru Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson í Kveik fyrir umfjöllun um Procar-málið og Stefán Einar Stefánsson hjá Morgunblaðinu fyrir bókina „Wow, ris og fall flugfélags“ ásamt fréttum og fréttaskýringum um málið. Blaðamannaverðlaun ársins hlaut Arnar Páll Hauksson í Speglinum hjá RÚV fyrir umfjöllun um kjaramál. Aðrir sem tilnefndir voru í flokknum voru Guðrún Hálfdánardóttir hjá mbl.is fyrir greinaflokkinn Skóli fyrir alla og Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hjá Stundinni fyrir vönduð viðtöl og umfjallanir. Fjölmiðlar Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Blaðamannaverðlaun fyrir árið 2019 voru afhent í gær og voru verðlaun veitt í fjórum flokkum: fyrir bestu umfjöllunina, viðtal ársins, rannsóknarblaðamennsku og blaðamannaverðlaun ársins. Verðlaunin voru afhent í Blaðamannaklúbbnum í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Verðlaun fyrir bestu umfjöllunina hlutu Alma Mjöll Ólafsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Margrét Marteinsdóttir og Steindór Grétar Jónsson hjá Stundinni fyrir umfjöllun um hamfarahlýnun. Aðrir sem voru tilnefndir í flokknum voru Arnhildur Hálfdánardóttir hjá RÚV fyrir hlaðvarpsþáttaröðina Loftslagsþerapían og Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson fyrir umfjöllun um efnahagsmál hjá Kjarnanum. Verðlaun fyrir viðtal ársins hlutu Erla Björg Gunnarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi og Jóhann K. Jóhannsson hjá Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Verðlaunin hlutu þau fyrir viðtal sitt og umfjöllun um Margréti Lillý Einarsdóttur, 17 ára gamla, sem lýsir því hvernig samfélagið brást henni þegar hún á grunnskólaaldri ólst upp ein hjá móður sem átti bæði við geðrænan vanda og fíknivanda að stríða. Viðtalið birtist í Kompási. Aðrir sem tilnefndir voru í þeim flokki voru Orri Páll Ormarsson hjá Morgunblaðinu fyrir viðtal við Sævar Þór Jónsson, lögmann, og Ari Brynjólfsson hjá Fréttablaðinu fyrir viðtal við fjóra erlenda vagnstjóra. Þeir sem tilnefndir voru til blaðamannaverðlauna.Vísir Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Stefán Drengsson hlutu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku fyrir umfjöllun sína í Kveik og hjá Sundinni um Samherjamálið. Aðrir sem tilnefndir voru í þessum flokki voru Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson í Kveik fyrir umfjöllun um Procar-málið og Stefán Einar Stefánsson hjá Morgunblaðinu fyrir bókina „Wow, ris og fall flugfélags“ ásamt fréttum og fréttaskýringum um málið. Blaðamannaverðlaun ársins hlaut Arnar Páll Hauksson í Speglinum hjá RÚV fyrir umfjöllun um kjaramál. Aðrir sem tilnefndir voru í flokknum voru Guðrún Hálfdánardóttir hjá mbl.is fyrir greinaflokkinn Skóli fyrir alla og Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hjá Stundinni fyrir vönduð viðtöl og umfjallanir.
Fjölmiðlar Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira