Vorkennir Daða Frey sérstaklega Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 09:58 Daði Freyr og Gagnamagnið í myndbandinu við lagið Think About Things. Belgíski Eurovision-sérfræðingurinn Peter Van de Veire segist vorkenna Daða Frey Péturssyni, sem hefði líklega stigið á svið fyrir Íslands hönd á Eurovision-sviðinu í Rotterdam í kvöld ef keppninni hefði ekki verið aflýst. Van de Veire segir í samtali við AP-fréttastofuna að lag Daða Freys, hið „skrautlega og dansvæna“ Think About Things, hefði verið afar sigurstranglegt. „Ísland var með topplag og það hefði vel getað unnið, hefði keppnin verið haldin. Þetta hefði getað orðið alþjóðlegur smellur. Þannig verður það ekki núna,“ segir Van de Veire. Þess er þó sérstaklega getið í viðtali AP að Daði Freyr hafi notið góðs af velgengni lagsins á samfélagsmiðlum. „Ég bjóst aldrei við því að hún yrði jafn mikil og raun ber vitni. Það eru núna um 44 þúsund myndbönd á Tik Tok þar sem lagið er notað,“ segir Daði Freyr í samtali við fréttastofuna. Líkt og áður segir hefði Eurovision verið haldið í kvöld, og ef marka má veðbanka áður en keppnin var blásin af hefðu Daði og Gagnamagnið flogið inn á úrslitakvöldið úr undankeppni síðasta fimmtudag. Og jafnvel borið sigur úr býtum. Þrátt fyrir að Daði Freyr fái aldrei að flytja Think About Things á Eurovision-sviðinu hefur lagið slegið í gegn nú í aðdraganda keppninnar, einkum á Tik Tok líkt og áður er getið. Þá er lagið efst á Eurovision-vinsældarlista Spotify en því hefur verið streymt oftast allra framlaga keppninnar í ár, að því er fram kemur á vef Sky News í dag. Hér að neðan má sjá myndband nokkurra vina sem dönsuðu við lag Daða Freys í kórónuveiruútgöngubanni síðustu vikna. Myndbandið sló í gegn á Tik Tok og státar af milljónum áhorfa. @pritchettparty Let s dance. ##fy ##fyp ##foryou ##viral ##dance Think About Things - Daði Freyr Eurovision Tónlist Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Sjá meira
Belgíski Eurovision-sérfræðingurinn Peter Van de Veire segist vorkenna Daða Frey Péturssyni, sem hefði líklega stigið á svið fyrir Íslands hönd á Eurovision-sviðinu í Rotterdam í kvöld ef keppninni hefði ekki verið aflýst. Van de Veire segir í samtali við AP-fréttastofuna að lag Daða Freys, hið „skrautlega og dansvæna“ Think About Things, hefði verið afar sigurstranglegt. „Ísland var með topplag og það hefði vel getað unnið, hefði keppnin verið haldin. Þetta hefði getað orðið alþjóðlegur smellur. Þannig verður það ekki núna,“ segir Van de Veire. Þess er þó sérstaklega getið í viðtali AP að Daði Freyr hafi notið góðs af velgengni lagsins á samfélagsmiðlum. „Ég bjóst aldrei við því að hún yrði jafn mikil og raun ber vitni. Það eru núna um 44 þúsund myndbönd á Tik Tok þar sem lagið er notað,“ segir Daði Freyr í samtali við fréttastofuna. Líkt og áður segir hefði Eurovision verið haldið í kvöld, og ef marka má veðbanka áður en keppnin var blásin af hefðu Daði og Gagnamagnið flogið inn á úrslitakvöldið úr undankeppni síðasta fimmtudag. Og jafnvel borið sigur úr býtum. Þrátt fyrir að Daði Freyr fái aldrei að flytja Think About Things á Eurovision-sviðinu hefur lagið slegið í gegn nú í aðdraganda keppninnar, einkum á Tik Tok líkt og áður er getið. Þá er lagið efst á Eurovision-vinsældarlista Spotify en því hefur verið streymt oftast allra framlaga keppninnar í ár, að því er fram kemur á vef Sky News í dag. Hér að neðan má sjá myndband nokkurra vina sem dönsuðu við lag Daða Freys í kórónuveiruútgöngubanni síðustu vikna. Myndbandið sló í gegn á Tik Tok og státar af milljónum áhorfa. @pritchettparty Let s dance. ##fy ##fyp ##foryou ##viral ##dance Think About Things - Daði Freyr
Eurovision Tónlist Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Sjá meira