Lýsti yfir neyðarástandi í Skálholti Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 08:32 Skálholtsdómkirkja var vígð árið 1963. Þjóðkirkjan Vígslubiskup í Skálholti lýsti yfir neyðarástandi í Skálholti í erindi sem lagt var fyrir kirkjuráðsfund fyrir rúmum tveimur vikum. Ástæðan fyrir yfirlýsingu biskups er mikill vatnsleki í turni kirkjunnar. Viðgerðum verður hrint af stað sem ráðgert er að kosti tæpar 100 milljónir króna. Þjóðkirkjan greinir frá þessu á vef sínum nú í vikunni. Þar er haft eftir séra Kristjáni Björnssyni, vígslubiskup í Skálholti, að mikill vatnsleki hefði orðið fyrir nokkru í turni Skálholtskirkju. Inni í turninum liggi þakrennur sem gáfu sig á klukkuloftinu og þar safnaðist vatn sem lak inn á næstu hæðir. „Í turninum er hið merka bókasafn Þorsteins Þorsteinssonar, sýslumanns, sem keypt var til Skálholtsstaðar á sínum tíma. Mildi má teljast að ekki urðu vatnsskemmdir á því en vígslubiskupinn komst að þessum leka í tæka tíð svo ekki varð tjón á safninu. Starfsfólk Skálholts hóf þegar aðgerðir og vígslubiskupinn lagaði rennuna til bráðabirgða,“ segir í umfjöllun Þjóðkirkjunnar. Þá er haft eftir séra Kristjáni að tafarlaust verði hafist handa við að flytja bókasafnið í Gestastofuna svokölluðu, sem hafi lengi verið til umtals. Sjálfboðaliðum munu handlanga bækurnar frá turni og yfir í stofuna. Séra Kristján leggur jafnframt áherslu á að viðgerðir á kirkjunni, sem hafi verið mjög illa farin, megi ekki bíða. Framkvæmdirnar séu dýrar og kosti tæpar 100 milljónir króna. Stefnt er að því að ljúka öllum endurbótum á kirkjunni ekki síðar en á 60 ára afmæli hennar 2023. Þjóðkirkjan Bláskógabyggð Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Vígslubiskup í Skálholti lýsti yfir neyðarástandi í Skálholti í erindi sem lagt var fyrir kirkjuráðsfund fyrir rúmum tveimur vikum. Ástæðan fyrir yfirlýsingu biskups er mikill vatnsleki í turni kirkjunnar. Viðgerðum verður hrint af stað sem ráðgert er að kosti tæpar 100 milljónir króna. Þjóðkirkjan greinir frá þessu á vef sínum nú í vikunni. Þar er haft eftir séra Kristjáni Björnssyni, vígslubiskup í Skálholti, að mikill vatnsleki hefði orðið fyrir nokkru í turni Skálholtskirkju. Inni í turninum liggi þakrennur sem gáfu sig á klukkuloftinu og þar safnaðist vatn sem lak inn á næstu hæðir. „Í turninum er hið merka bókasafn Þorsteins Þorsteinssonar, sýslumanns, sem keypt var til Skálholtsstaðar á sínum tíma. Mildi má teljast að ekki urðu vatnsskemmdir á því en vígslubiskupinn komst að þessum leka í tæka tíð svo ekki varð tjón á safninu. Starfsfólk Skálholts hóf þegar aðgerðir og vígslubiskupinn lagaði rennuna til bráðabirgða,“ segir í umfjöllun Þjóðkirkjunnar. Þá er haft eftir séra Kristjáni að tafarlaust verði hafist handa við að flytja bókasafnið í Gestastofuna svokölluðu, sem hafi lengi verið til umtals. Sjálfboðaliðum munu handlanga bækurnar frá turni og yfir í stofuna. Séra Kristján leggur jafnframt áherslu á að viðgerðir á kirkjunni, sem hafi verið mjög illa farin, megi ekki bíða. Framkvæmdirnar séu dýrar og kosti tæpar 100 milljónir króna. Stefnt er að því að ljúka öllum endurbótum á kirkjunni ekki síðar en á 60 ára afmæli hennar 2023.
Þjóðkirkjan Bláskógabyggð Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira