ÍMARK dagurinn var haldinn í gær og voru viðurkenningar veittar þeim sem sköruðu fram úr í markaðsmálum á síðasta ári.
Icelandair hlaut titilinn vörumerki ársins og Hvíta húsið var valið auglýsingastofa ársins. Verðlaunin ÁRAN, árangursríkasta auglýsingaherferðin 2019, var einnig veitt á ráðstefnunni en það var Arion banki sem hlaut verðlaunin í þetta sinn fyrir herferðina Stafræn bankaþjónusta sem var unnin af Hvíta húsinu.
Íslensku auglýsingaverðlaunin, Lúðurinn, þar sem auglýsingastofur keppast um að hreppa verðlaun fyrir bestu auglýsingarnar á hinum ýmsu sviðum, voru síðan veitt í 14 flokkum en þetta er í 34. sinn sem Lúðurinn er veittur.
Auglýsingastofan Brandenburg fékk flesta Lúðra annað árið í röð en þau hlutu alls sex verðlaun. Orkan fékk flesta Lúðra af fyrirtækjum eða þrjá. Hvíta húsið hlaut þrjá lúðra, ENNEMM og Kontor Reykjavík tvo hver og Pipar/TBWA hlaut einn Lúður.
Hér fyrir neðan má sjá þær auglýsingar sem sköruðu fram úr, fyrirtækið sem þær voru gerðar fyrir og auglýsingastofuna sem vann þær.
Kvikmyndaðar auglýsingar
Snjallt fyrir heimilið, Nova og Brandenburg.
Útvarpsauglýsingar
Jingle bells, Sorpa og Brandenburg.
Stafrænar auglýsingar
Sneiðavaktin, Domino´s og Brandenburg.
Samfélagsmiðlar
Stafræn mátun, Smáralind og ENNEMM.
Umhverfisauglýsingar
Olís peysan - Herra Hnetusmjör, Olís og Pipar/TBWA.
Prentauglýsingar
Vatn er verðmætt, Veitur ohf. og Hvíta húsið
Vefauglýsingar
Hér er jólagjöfin-gjafaleit, Smáralind og ENNEMM.
Veggspjöld og skilti
Fullt af allskonar, Kringlan og Kontor Reykjavík.
Mörkun
Digital endurmörkun já.is, Já.is ehf og Hvíta húsið
Herferðir
Jafnaðu þig hjá Orkunni, Orkan og Brandenburg.
Viðburðir
Jafnaðu þig á jólaösinni, Orkan og Brandenburg.
Bein markaðssetning
NamasTE — Jafnaðu þig á próflestrinum, Orkan og Brandenburg.
Almannaheill (TV/Herferð)
Þitt nafn bjargar lífi, Íslandsdeild Amnesty International og Kontor Reykjavík.
Almannaheill (opinn)
Saman gegn sóun, Umhverfisstofnun og Hvíta húsið.