„Margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. apríl 2020 09:30 Guðjón Pétur er einn öflugasti miðjumaður Pepsi Max-deildarinnar. vísir/vilhelm Guðjón Pétur Lýðsson verður ekki kátur ef hann þarf að sitja á bekknum hjá Breiðabliki í sumar. Þetta segir Hjörvar Hafliðason sparkspekingur en Breiðablik er með ansi stóran leikmannahóp fyrir tímabilið í Pepsi Max-deild karla sem áætlað er að hefjist í júní. Blikarnir voru á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar og Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, yfir sviðið. „Þú ert með breidd á miðsvæðinu sem ég hef ekkert séð áður hjá íslensku liði. Flestir leikmennirnir þarna eiga leiki með yngri landsliðum,“ sagði Hjörvar áður en hann nefndi alla þá leikmenn sem Breiðablik getur spilað á miðsvæðinu eða úti á kanti. Guðjón Pétur Lýðsson kom svo til umræðu en Guðjón Pétur hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðustu ár. „Þetta er ákveðið pússluspil. Ég þekki Guðjón Lýðsson ágætlega. Einstakur náungi í íslenskum fótbolta. Vinnur einhverja 20 tíma á dag og fer svo á æfingu. Allt öðruvísi en allir aðrir en ef Óskar ætlar að hafa hann á bekknum, þá er hann ekkert kátasti maðurinn á bekknum,“ sagði Hjörvar áður en Gummi tók við boltanum: „Ég hef verið á bekknum þegar Guðjón Pétur er þar og ég get alveg tekið undir það. Það er margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er,“ sagði Gummi í léttum tón áður en Hjörvar tók svo aftur við: „Hann hefur líka unnið sér fyrir því að fá þessa virðingu sem á hann skilið í íslenskum fótbolta. Hann er búinn að vera einn öflugasti miðjumaðurinn í deildinni frá því að hann kom upp með Haukum fyrir tíu árum síðan og gert vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
Guðjón Pétur Lýðsson verður ekki kátur ef hann þarf að sitja á bekknum hjá Breiðabliki í sumar. Þetta segir Hjörvar Hafliðason sparkspekingur en Breiðablik er með ansi stóran leikmannahóp fyrir tímabilið í Pepsi Max-deild karla sem áætlað er að hefjist í júní. Blikarnir voru á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar og Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, yfir sviðið. „Þú ert með breidd á miðsvæðinu sem ég hef ekkert séð áður hjá íslensku liði. Flestir leikmennirnir þarna eiga leiki með yngri landsliðum,“ sagði Hjörvar áður en hann nefndi alla þá leikmenn sem Breiðablik getur spilað á miðsvæðinu eða úti á kanti. Guðjón Pétur Lýðsson kom svo til umræðu en Guðjón Pétur hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðustu ár. „Þetta er ákveðið pússluspil. Ég þekki Guðjón Lýðsson ágætlega. Einstakur náungi í íslenskum fótbolta. Vinnur einhverja 20 tíma á dag og fer svo á æfingu. Allt öðruvísi en allir aðrir en ef Óskar ætlar að hafa hann á bekknum, þá er hann ekkert kátasti maðurinn á bekknum,“ sagði Hjörvar áður en Gummi tók við boltanum: „Ég hef verið á bekknum þegar Guðjón Pétur er þar og ég get alveg tekið undir það. Það er margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er,“ sagði Gummi í léttum tón áður en Hjörvar tók svo aftur við: „Hann hefur líka unnið sér fyrir því að fá þessa virðingu sem á hann skilið í íslenskum fótbolta. Hann er búinn að vera einn öflugasti miðjumaðurinn í deildinni frá því að hann kom upp með Haukum fyrir tíu árum síðan og gert vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira