Samþykktu að frysta skuldir fátækustu ríkja heims Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2020 20:24 Mohammed Al-Jadaan, fjármálaráðherra Sádi-Arabíu, tilkynnti um niðurstöðu fjarfundar fjármálaráðherra G20-ríkjanna sem drógst á langinn í dag. Aðgerðirnar eiga að hjálpa fátækustu ríkjum heims að takast á við kórónuveiruheimsfaraldurinn. Vísir/EPA Fjármálaráðherrar G20-ríkjanna samþykktu að frysta afborganir fátækustu ríkja heims af skuldum þeirra út þetta ár vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins á fjarfundi sínum í dag. Hundruð fjármálafyrirtækja fóru í kjölfarið að fordæmi ríkjanna. Frysting skuldanna á að losa um meira en tuttugu milljarða dollara, jafnvirði um 2.870 milljarða íslenskra króna, fyrir fátæku ríkin sem þau geta þá varið í heilbrigðiskerfið og að glíma við faraldurinn, að sögn Mohammed al-Jadaan, fjármálaráðherra Sádi-Arabíu sem stýrði fundi ráðherra G20-ríkjanna að þessu sinni. Ríki sem Alþjóðabankinn og Sameinuðu þjóðirnar skilgreina sem á meðal þeirra fátækustu og vanþróuðustu í heimi eiga rétt á því að fá skuldir sínar frystar svo lengi sem þau hafa verið í skilum við bankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) til þessa, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. AGS varaði við því í gær að heimurinn stæði nú frammi fyrir mesta samdrætti frá því í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar vegna heimsfaraldursins. Sjóðurinn spáir því að hagkerfi allra ríkja, bæði iðnríkja og þróunarríkja, muni dragast verulega saman á þessu ári. Hann samþykkti að fella niður skuldir 25 ríkja tímabundið vegna faraldursins í gær. Alþjóðleg samtök fjármálafyrirtækja sem 450 bankar, vogunarsjóðir og önnur fjármálafyrirtæki eiga aðild að segjast ætla að taka þátt í aðgerð G20-ríkjanna að eigin frumkvæði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Fjármálaráðherrar G20-ríkjanna samþykktu að frysta afborganir fátækustu ríkja heims af skuldum þeirra út þetta ár vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins á fjarfundi sínum í dag. Hundruð fjármálafyrirtækja fóru í kjölfarið að fordæmi ríkjanna. Frysting skuldanna á að losa um meira en tuttugu milljarða dollara, jafnvirði um 2.870 milljarða íslenskra króna, fyrir fátæku ríkin sem þau geta þá varið í heilbrigðiskerfið og að glíma við faraldurinn, að sögn Mohammed al-Jadaan, fjármálaráðherra Sádi-Arabíu sem stýrði fundi ráðherra G20-ríkjanna að þessu sinni. Ríki sem Alþjóðabankinn og Sameinuðu þjóðirnar skilgreina sem á meðal þeirra fátækustu og vanþróuðustu í heimi eiga rétt á því að fá skuldir sínar frystar svo lengi sem þau hafa verið í skilum við bankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) til þessa, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. AGS varaði við því í gær að heimurinn stæði nú frammi fyrir mesta samdrætti frá því í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar vegna heimsfaraldursins. Sjóðurinn spáir því að hagkerfi allra ríkja, bæði iðnríkja og þróunarríkja, muni dragast verulega saman á þessu ári. Hann samþykkti að fella niður skuldir 25 ríkja tímabundið vegna faraldursins í gær. Alþjóðleg samtök fjármálafyrirtækja sem 450 bankar, vogunarsjóðir og önnur fjármálafyrirtæki eiga aðild að segjast ætla að taka þátt í aðgerð G20-ríkjanna að eigin frumkvæði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55
Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38