Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2020 17:42 Framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar er á meðal forsvarsmanna einkarekinna fjölmiðla sem skora á ráðherra að koma þeim til aðstoðar vegna þrenginga í heimfaraldri kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu. Þörf sé á frekari aðgerðum en í þeim sem standa til í frumvarpi að breytingum á lögum um fjölmiðla. Í bréfi sem forsvarsmenn Stöðvar 2 og Vodafone, Kjarnans, Árvakurs, Torgs, Stundarinn og Birtíngs útgáfufélags rita Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, skora þeir á ráðherranna að grípa til aðgerða þegar í stað. Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla segja þeir hafa verið óhagstætt og óheilbrigt undanfarin ár. Við því hafi átt að bregðast í frumvarpi menntamálaráðherra um breytingar á lögum um fjölmiðla sem var kynnt í lok árs í fyrra. Í því var lagt til að einkareknir fjölmiðlar fengju tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar við að afla og miðla fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Stuðningskerfið átti að gilda fyrir rekstrarárið 2019 og voru fjárhæðir eyrnamerktir einkareknum fjölmiðlum í fjárlögum. Fjölmiðlar hafi gert ráð fyrir fjármununum í áætlunum sínum. Óvissa ríki nú um frumvarpið eftir að starfsáætlun þingsins var lögð til hliðar vegna kórónuveirufaraldursins. Sú óvissa bætist ofan á fyrirsjáanlegt tekjufall vegna samdráttar í nær öllum atvinnugreinum vegna heimsfaraldursins. Forsvarsmenn miðlanna segja að staða þeirra hafi því aðeins versnað frekar á sama tíma og mikilvægi fjölmiðla hafi sjaldan verið meira en í því ástandi sem nú ríkir. „Sterkir fjölmiðlar eru sérstaklega mikilvægir samfélaginu núna, bæði vegna viðurkennds almannavarnahlutverks og vegna aðhalds- og umræðuhlutverks þeirra á tímum hraðra lagabreytinga og fordæmalauss inngrips yfirvalda hér og annars staðar,“ segir í bréfi einkareknu fjölmiðlanna til ráðherranna. Víðtækir erfiðleikar í hagkerfinu kalli ekki aðeins á aðgerðir til stuðnings fjölmiðlum sem byggjast á frumvarpi menntamálaráðherra sem er enn ósamþykkt heldur leggja forsvarsmennirnir áherslu á að ríkisstjórnin þurfi að beita sér fyrir frekari aðgerðum til að styðja einkarekna fjölmiðla til að mæta vanda sem að steðjar vegna faraldursins. Slíkar aðgerðir gætu verið tímabundnar. Eyrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Kjarnans miðla, Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs, Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs, Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Stundarinnar, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs útgáfufélags, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone, skrifa undir bréfið. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig vörumerkin Stöð 2 og Vodafone. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10 Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. 17. desember 2019 12:12 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu. Þörf sé á frekari aðgerðum en í þeim sem standa til í frumvarpi að breytingum á lögum um fjölmiðla. Í bréfi sem forsvarsmenn Stöðvar 2 og Vodafone, Kjarnans, Árvakurs, Torgs, Stundarinn og Birtíngs útgáfufélags rita Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, skora þeir á ráðherranna að grípa til aðgerða þegar í stað. Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla segja þeir hafa verið óhagstætt og óheilbrigt undanfarin ár. Við því hafi átt að bregðast í frumvarpi menntamálaráðherra um breytingar á lögum um fjölmiðla sem var kynnt í lok árs í fyrra. Í því var lagt til að einkareknir fjölmiðlar fengju tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar við að afla og miðla fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Stuðningskerfið átti að gilda fyrir rekstrarárið 2019 og voru fjárhæðir eyrnamerktir einkareknum fjölmiðlum í fjárlögum. Fjölmiðlar hafi gert ráð fyrir fjármununum í áætlunum sínum. Óvissa ríki nú um frumvarpið eftir að starfsáætlun þingsins var lögð til hliðar vegna kórónuveirufaraldursins. Sú óvissa bætist ofan á fyrirsjáanlegt tekjufall vegna samdráttar í nær öllum atvinnugreinum vegna heimsfaraldursins. Forsvarsmenn miðlanna segja að staða þeirra hafi því aðeins versnað frekar á sama tíma og mikilvægi fjölmiðla hafi sjaldan verið meira en í því ástandi sem nú ríkir. „Sterkir fjölmiðlar eru sérstaklega mikilvægir samfélaginu núna, bæði vegna viðurkennds almannavarnahlutverks og vegna aðhalds- og umræðuhlutverks þeirra á tímum hraðra lagabreytinga og fordæmalauss inngrips yfirvalda hér og annars staðar,“ segir í bréfi einkareknu fjölmiðlanna til ráðherranna. Víðtækir erfiðleikar í hagkerfinu kalli ekki aðeins á aðgerðir til stuðnings fjölmiðlum sem byggjast á frumvarpi menntamálaráðherra sem er enn ósamþykkt heldur leggja forsvarsmennirnir áherslu á að ríkisstjórnin þurfi að beita sér fyrir frekari aðgerðum til að styðja einkarekna fjölmiðla til að mæta vanda sem að steðjar vegna faraldursins. Slíkar aðgerðir gætu verið tímabundnar. Eyrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Kjarnans miðla, Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs, Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs, Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Stundarinnar, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs útgáfufélags, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone, skrifa undir bréfið. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig vörumerkin Stöð 2 og Vodafone.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10 Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. 17. desember 2019 12:12 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10
Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. 17. desember 2019 12:12