Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2020 17:42 Framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar er á meðal forsvarsmanna einkarekinna fjölmiðla sem skora á ráðherra að koma þeim til aðstoðar vegna þrenginga í heimfaraldri kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu. Þörf sé á frekari aðgerðum en í þeim sem standa til í frumvarpi að breytingum á lögum um fjölmiðla. Í bréfi sem forsvarsmenn Stöðvar 2 og Vodafone, Kjarnans, Árvakurs, Torgs, Stundarinn og Birtíngs útgáfufélags rita Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, skora þeir á ráðherranna að grípa til aðgerða þegar í stað. Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla segja þeir hafa verið óhagstætt og óheilbrigt undanfarin ár. Við því hafi átt að bregðast í frumvarpi menntamálaráðherra um breytingar á lögum um fjölmiðla sem var kynnt í lok árs í fyrra. Í því var lagt til að einkareknir fjölmiðlar fengju tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar við að afla og miðla fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Stuðningskerfið átti að gilda fyrir rekstrarárið 2019 og voru fjárhæðir eyrnamerktir einkareknum fjölmiðlum í fjárlögum. Fjölmiðlar hafi gert ráð fyrir fjármununum í áætlunum sínum. Óvissa ríki nú um frumvarpið eftir að starfsáætlun þingsins var lögð til hliðar vegna kórónuveirufaraldursins. Sú óvissa bætist ofan á fyrirsjáanlegt tekjufall vegna samdráttar í nær öllum atvinnugreinum vegna heimsfaraldursins. Forsvarsmenn miðlanna segja að staða þeirra hafi því aðeins versnað frekar á sama tíma og mikilvægi fjölmiðla hafi sjaldan verið meira en í því ástandi sem nú ríkir. „Sterkir fjölmiðlar eru sérstaklega mikilvægir samfélaginu núna, bæði vegna viðurkennds almannavarnahlutverks og vegna aðhalds- og umræðuhlutverks þeirra á tímum hraðra lagabreytinga og fordæmalauss inngrips yfirvalda hér og annars staðar,“ segir í bréfi einkareknu fjölmiðlanna til ráðherranna. Víðtækir erfiðleikar í hagkerfinu kalli ekki aðeins á aðgerðir til stuðnings fjölmiðlum sem byggjast á frumvarpi menntamálaráðherra sem er enn ósamþykkt heldur leggja forsvarsmennirnir áherslu á að ríkisstjórnin þurfi að beita sér fyrir frekari aðgerðum til að styðja einkarekna fjölmiðla til að mæta vanda sem að steðjar vegna faraldursins. Slíkar aðgerðir gætu verið tímabundnar. Eyrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Kjarnans miðla, Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs, Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs, Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Stundarinnar, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs útgáfufélags, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone, skrifa undir bréfið. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig vörumerkin Stöð 2 og Vodafone. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10 Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. 17. desember 2019 12:12 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu. Þörf sé á frekari aðgerðum en í þeim sem standa til í frumvarpi að breytingum á lögum um fjölmiðla. Í bréfi sem forsvarsmenn Stöðvar 2 og Vodafone, Kjarnans, Árvakurs, Torgs, Stundarinn og Birtíngs útgáfufélags rita Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, skora þeir á ráðherranna að grípa til aðgerða þegar í stað. Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla segja þeir hafa verið óhagstætt og óheilbrigt undanfarin ár. Við því hafi átt að bregðast í frumvarpi menntamálaráðherra um breytingar á lögum um fjölmiðla sem var kynnt í lok árs í fyrra. Í því var lagt til að einkareknir fjölmiðlar fengju tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar við að afla og miðla fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Stuðningskerfið átti að gilda fyrir rekstrarárið 2019 og voru fjárhæðir eyrnamerktir einkareknum fjölmiðlum í fjárlögum. Fjölmiðlar hafi gert ráð fyrir fjármununum í áætlunum sínum. Óvissa ríki nú um frumvarpið eftir að starfsáætlun þingsins var lögð til hliðar vegna kórónuveirufaraldursins. Sú óvissa bætist ofan á fyrirsjáanlegt tekjufall vegna samdráttar í nær öllum atvinnugreinum vegna heimsfaraldursins. Forsvarsmenn miðlanna segja að staða þeirra hafi því aðeins versnað frekar á sama tíma og mikilvægi fjölmiðla hafi sjaldan verið meira en í því ástandi sem nú ríkir. „Sterkir fjölmiðlar eru sérstaklega mikilvægir samfélaginu núna, bæði vegna viðurkennds almannavarnahlutverks og vegna aðhalds- og umræðuhlutverks þeirra á tímum hraðra lagabreytinga og fordæmalauss inngrips yfirvalda hér og annars staðar,“ segir í bréfi einkareknu fjölmiðlanna til ráðherranna. Víðtækir erfiðleikar í hagkerfinu kalli ekki aðeins á aðgerðir til stuðnings fjölmiðlum sem byggjast á frumvarpi menntamálaráðherra sem er enn ósamþykkt heldur leggja forsvarsmennirnir áherslu á að ríkisstjórnin þurfi að beita sér fyrir frekari aðgerðum til að styðja einkarekna fjölmiðla til að mæta vanda sem að steðjar vegna faraldursins. Slíkar aðgerðir gætu verið tímabundnar. Eyrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Kjarnans miðla, Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs, Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs, Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Stundarinnar, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs útgáfufélags, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone, skrifa undir bréfið. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig vörumerkin Stöð 2 og Vodafone.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10 Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. 17. desember 2019 12:12 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10
Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. 17. desember 2019 12:12
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent