Kom ekki annað til greina en að vera nítján ára í eitt ár í viðbót Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2020 12:13 Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Aðsend Framtíð hátíðahalda í sumar er nú í uppnámi eftir að sóttvarnalæknir lagði það til við heilbrigðisráðherra að fjöldasamkomur verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir að ekki hafi komið annað til greina en að fresta hátíðinni. Ráðherra hefur ekki samþykkt tillögu sóttvarnalæknis um áðurnefndar fjöldatakmarkanir í sumar, sem borist hafa ráðherra í minnisblaði sem birt var í gær, en fastlega er þó gert ráð fyrir að fari svo. Sjá einnig: Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Í ljósi þessa hyggjast aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum til að mynda freista þess að halda hátíðina í breyttri mynd. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV sem m.a. skipuleggur Þjóðhátíð, vildi ekki tjá sig um mögulegt fyrirkomulag utan það sem fram kom í tilkynningu um málið í gær þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mun Reykjavíkurborg, sem stendur m.a. að gríðarfjölmennum viðburðum á 17. júní og Menningarnótt, einnig leita allra leiða til að þurfa ekki að fresta hátíðunum. Aðrir hafa hins vegar gripið til þess ráðs að fresta hátíðahöldum um ár vegna kórónuveirufaraldursins, til að mynda skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og í morgun var tilkynnt að Fiskideginum mikla á Dalvík verði frestað. Legið lengi í loftinu Yfir þrjátíu þúsund manns hafa heimsótt hátíðina síðustu ár. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins segir að undirbúningur hafi verið kominn vel á veg en í gær hafi endanlega verið ákveðið að slá hátíðahöldunum á frest. Tuttugu ára afmælishátíð Fiskidagsins fer þannig fram dagana 6.-8. ágúst 2021. „Við hefðum orðið tuttugu ára í ár og við verðum bara nítján ára eitt ár í viðbót. Allt sem átti að vera tilbúið á þessum tímapunkti var tilbúið, eins og við erum vön að vinna þetta, þannig að við vorum bara að undirbúa tuttugu ára afmælið og höldum því svo áfram,“ segir Júlíus. „Það sem við höfum verið að ræða undanfarnar tvær, þrjár vikur er að það er mikil þéttni, við erum að afgreiða mat, [það koma] mikið af erlendum gestum og mikið af okkar bestu gestum er eldra fólk þannig að þetta var aldrei spurning.“ Þá hafi ákvörðunin vissulega legið lengi í loftinu en umræðan um minnisblað sóttvarnalæknis í gær hafi haft sitt að segja. „Við ætluðum að hittast á fundi strax eftir páska þannig að við erum búin að vera að átta okkur á þessu. En við erum öll saman í þessu og ætluðum að sýna ábyrgð, en það flýtti fyrir því í gær, já, umræðan,“ segir Júlíus. Var þetta erfið ákvörðun að taka? „Nei, við vorum alveg sammála. Þetta er auðvitað skrýtið, að vera að hugsa þetta svona, en hún var ekki erfið. Við vorum öll sammála.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Fiskidagurinn mikli Menningarnótt Secret Solstice Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Fiskidagurinn mikli ekki haldinn hátíðlegur í ár Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta tuttugu ára afmælishátíð hátíðarinnar um eitt ár. 15. apríl 2020 08:46 Bjarni áhyggjufullur en vongóður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. 15. apríl 2020 10:03 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Framtíð hátíðahalda í sumar er nú í uppnámi eftir að sóttvarnalæknir lagði það til við heilbrigðisráðherra að fjöldasamkomur verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir að ekki hafi komið annað til greina en að fresta hátíðinni. Ráðherra hefur ekki samþykkt tillögu sóttvarnalæknis um áðurnefndar fjöldatakmarkanir í sumar, sem borist hafa ráðherra í minnisblaði sem birt var í gær, en fastlega er þó gert ráð fyrir að fari svo. Sjá einnig: Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Í ljósi þessa hyggjast aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum til að mynda freista þess að halda hátíðina í breyttri mynd. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV sem m.a. skipuleggur Þjóðhátíð, vildi ekki tjá sig um mögulegt fyrirkomulag utan það sem fram kom í tilkynningu um málið í gær þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mun Reykjavíkurborg, sem stendur m.a. að gríðarfjölmennum viðburðum á 17. júní og Menningarnótt, einnig leita allra leiða til að þurfa ekki að fresta hátíðunum. Aðrir hafa hins vegar gripið til þess ráðs að fresta hátíðahöldum um ár vegna kórónuveirufaraldursins, til að mynda skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og í morgun var tilkynnt að Fiskideginum mikla á Dalvík verði frestað. Legið lengi í loftinu Yfir þrjátíu þúsund manns hafa heimsótt hátíðina síðustu ár. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins segir að undirbúningur hafi verið kominn vel á veg en í gær hafi endanlega verið ákveðið að slá hátíðahöldunum á frest. Tuttugu ára afmælishátíð Fiskidagsins fer þannig fram dagana 6.-8. ágúst 2021. „Við hefðum orðið tuttugu ára í ár og við verðum bara nítján ára eitt ár í viðbót. Allt sem átti að vera tilbúið á þessum tímapunkti var tilbúið, eins og við erum vön að vinna þetta, þannig að við vorum bara að undirbúa tuttugu ára afmælið og höldum því svo áfram,“ segir Júlíus. „Það sem við höfum verið að ræða undanfarnar tvær, þrjár vikur er að það er mikil þéttni, við erum að afgreiða mat, [það koma] mikið af erlendum gestum og mikið af okkar bestu gestum er eldra fólk þannig að þetta var aldrei spurning.“ Þá hafi ákvörðunin vissulega legið lengi í loftinu en umræðan um minnisblað sóttvarnalæknis í gær hafi haft sitt að segja. „Við ætluðum að hittast á fundi strax eftir páska þannig að við erum búin að vera að átta okkur á þessu. En við erum öll saman í þessu og ætluðum að sýna ábyrgð, en það flýtti fyrir því í gær, já, umræðan,“ segir Júlíus. Var þetta erfið ákvörðun að taka? „Nei, við vorum alveg sammála. Þetta er auðvitað skrýtið, að vera að hugsa þetta svona, en hún var ekki erfið. Við vorum öll sammála.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Fiskidagurinn mikli Menningarnótt Secret Solstice Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Fiskidagurinn mikli ekki haldinn hátíðlegur í ár Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta tuttugu ára afmælishátíð hátíðarinnar um eitt ár. 15. apríl 2020 08:46 Bjarni áhyggjufullur en vongóður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. 15. apríl 2020 10:03 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Fiskidagurinn mikli ekki haldinn hátíðlegur í ár Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta tuttugu ára afmælishátíð hátíðarinnar um eitt ár. 15. apríl 2020 08:46
Bjarni áhyggjufullur en vongóður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. 15. apríl 2020 10:03
Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39