Kom ekki annað til greina en að vera nítján ára í eitt ár í viðbót Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2020 12:13 Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Aðsend Framtíð hátíðahalda í sumar er nú í uppnámi eftir að sóttvarnalæknir lagði það til við heilbrigðisráðherra að fjöldasamkomur verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir að ekki hafi komið annað til greina en að fresta hátíðinni. Ráðherra hefur ekki samþykkt tillögu sóttvarnalæknis um áðurnefndar fjöldatakmarkanir í sumar, sem borist hafa ráðherra í minnisblaði sem birt var í gær, en fastlega er þó gert ráð fyrir að fari svo. Sjá einnig: Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Í ljósi þessa hyggjast aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum til að mynda freista þess að halda hátíðina í breyttri mynd. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV sem m.a. skipuleggur Þjóðhátíð, vildi ekki tjá sig um mögulegt fyrirkomulag utan það sem fram kom í tilkynningu um málið í gær þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mun Reykjavíkurborg, sem stendur m.a. að gríðarfjölmennum viðburðum á 17. júní og Menningarnótt, einnig leita allra leiða til að þurfa ekki að fresta hátíðunum. Aðrir hafa hins vegar gripið til þess ráðs að fresta hátíðahöldum um ár vegna kórónuveirufaraldursins, til að mynda skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og í morgun var tilkynnt að Fiskideginum mikla á Dalvík verði frestað. Legið lengi í loftinu Yfir þrjátíu þúsund manns hafa heimsótt hátíðina síðustu ár. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins segir að undirbúningur hafi verið kominn vel á veg en í gær hafi endanlega verið ákveðið að slá hátíðahöldunum á frest. Tuttugu ára afmælishátíð Fiskidagsins fer þannig fram dagana 6.-8. ágúst 2021. „Við hefðum orðið tuttugu ára í ár og við verðum bara nítján ára eitt ár í viðbót. Allt sem átti að vera tilbúið á þessum tímapunkti var tilbúið, eins og við erum vön að vinna þetta, þannig að við vorum bara að undirbúa tuttugu ára afmælið og höldum því svo áfram,“ segir Júlíus. „Það sem við höfum verið að ræða undanfarnar tvær, þrjár vikur er að það er mikil þéttni, við erum að afgreiða mat, [það koma] mikið af erlendum gestum og mikið af okkar bestu gestum er eldra fólk þannig að þetta var aldrei spurning.“ Þá hafi ákvörðunin vissulega legið lengi í loftinu en umræðan um minnisblað sóttvarnalæknis í gær hafi haft sitt að segja. „Við ætluðum að hittast á fundi strax eftir páska þannig að við erum búin að vera að átta okkur á þessu. En við erum öll saman í þessu og ætluðum að sýna ábyrgð, en það flýtti fyrir því í gær, já, umræðan,“ segir Júlíus. Var þetta erfið ákvörðun að taka? „Nei, við vorum alveg sammála. Þetta er auðvitað skrýtið, að vera að hugsa þetta svona, en hún var ekki erfið. Við vorum öll sammála.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Fiskidagurinn mikli Menningarnótt Secret Solstice Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Fiskidagurinn mikli ekki haldinn hátíðlegur í ár Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta tuttugu ára afmælishátíð hátíðarinnar um eitt ár. 15. apríl 2020 08:46 Bjarni áhyggjufullur en vongóður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. 15. apríl 2020 10:03 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Framtíð hátíðahalda í sumar er nú í uppnámi eftir að sóttvarnalæknir lagði það til við heilbrigðisráðherra að fjöldasamkomur verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir að ekki hafi komið annað til greina en að fresta hátíðinni. Ráðherra hefur ekki samþykkt tillögu sóttvarnalæknis um áðurnefndar fjöldatakmarkanir í sumar, sem borist hafa ráðherra í minnisblaði sem birt var í gær, en fastlega er þó gert ráð fyrir að fari svo. Sjá einnig: Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Í ljósi þessa hyggjast aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum til að mynda freista þess að halda hátíðina í breyttri mynd. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV sem m.a. skipuleggur Þjóðhátíð, vildi ekki tjá sig um mögulegt fyrirkomulag utan það sem fram kom í tilkynningu um málið í gær þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mun Reykjavíkurborg, sem stendur m.a. að gríðarfjölmennum viðburðum á 17. júní og Menningarnótt, einnig leita allra leiða til að þurfa ekki að fresta hátíðunum. Aðrir hafa hins vegar gripið til þess ráðs að fresta hátíðahöldum um ár vegna kórónuveirufaraldursins, til að mynda skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og í morgun var tilkynnt að Fiskideginum mikla á Dalvík verði frestað. Legið lengi í loftinu Yfir þrjátíu þúsund manns hafa heimsótt hátíðina síðustu ár. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins segir að undirbúningur hafi verið kominn vel á veg en í gær hafi endanlega verið ákveðið að slá hátíðahöldunum á frest. Tuttugu ára afmælishátíð Fiskidagsins fer þannig fram dagana 6.-8. ágúst 2021. „Við hefðum orðið tuttugu ára í ár og við verðum bara nítján ára eitt ár í viðbót. Allt sem átti að vera tilbúið á þessum tímapunkti var tilbúið, eins og við erum vön að vinna þetta, þannig að við vorum bara að undirbúa tuttugu ára afmælið og höldum því svo áfram,“ segir Júlíus. „Það sem við höfum verið að ræða undanfarnar tvær, þrjár vikur er að það er mikil þéttni, við erum að afgreiða mat, [það koma] mikið af erlendum gestum og mikið af okkar bestu gestum er eldra fólk þannig að þetta var aldrei spurning.“ Þá hafi ákvörðunin vissulega legið lengi í loftinu en umræðan um minnisblað sóttvarnalæknis í gær hafi haft sitt að segja. „Við ætluðum að hittast á fundi strax eftir páska þannig að við erum búin að vera að átta okkur á þessu. En við erum öll saman í þessu og ætluðum að sýna ábyrgð, en það flýtti fyrir því í gær, já, umræðan,“ segir Júlíus. Var þetta erfið ákvörðun að taka? „Nei, við vorum alveg sammála. Þetta er auðvitað skrýtið, að vera að hugsa þetta svona, en hún var ekki erfið. Við vorum öll sammála.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Fiskidagurinn mikli Menningarnótt Secret Solstice Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Fiskidagurinn mikli ekki haldinn hátíðlegur í ár Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta tuttugu ára afmælishátíð hátíðarinnar um eitt ár. 15. apríl 2020 08:46 Bjarni áhyggjufullur en vongóður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. 15. apríl 2020 10:03 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Fiskidagurinn mikli ekki haldinn hátíðlegur í ár Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta tuttugu ára afmælishátíð hátíðarinnar um eitt ár. 15. apríl 2020 08:46
Bjarni áhyggjufullur en vongóður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. 15. apríl 2020 10:03
Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39