Kom ekki annað til greina en að vera nítján ára í eitt ár í viðbót Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2020 12:13 Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Aðsend Framtíð hátíðahalda í sumar er nú í uppnámi eftir að sóttvarnalæknir lagði það til við heilbrigðisráðherra að fjöldasamkomur verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir að ekki hafi komið annað til greina en að fresta hátíðinni. Ráðherra hefur ekki samþykkt tillögu sóttvarnalæknis um áðurnefndar fjöldatakmarkanir í sumar, sem borist hafa ráðherra í minnisblaði sem birt var í gær, en fastlega er þó gert ráð fyrir að fari svo. Sjá einnig: Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Í ljósi þessa hyggjast aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum til að mynda freista þess að halda hátíðina í breyttri mynd. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV sem m.a. skipuleggur Þjóðhátíð, vildi ekki tjá sig um mögulegt fyrirkomulag utan það sem fram kom í tilkynningu um málið í gær þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mun Reykjavíkurborg, sem stendur m.a. að gríðarfjölmennum viðburðum á 17. júní og Menningarnótt, einnig leita allra leiða til að þurfa ekki að fresta hátíðunum. Aðrir hafa hins vegar gripið til þess ráðs að fresta hátíðahöldum um ár vegna kórónuveirufaraldursins, til að mynda skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og í morgun var tilkynnt að Fiskideginum mikla á Dalvík verði frestað. Legið lengi í loftinu Yfir þrjátíu þúsund manns hafa heimsótt hátíðina síðustu ár. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins segir að undirbúningur hafi verið kominn vel á veg en í gær hafi endanlega verið ákveðið að slá hátíðahöldunum á frest. Tuttugu ára afmælishátíð Fiskidagsins fer þannig fram dagana 6.-8. ágúst 2021. „Við hefðum orðið tuttugu ára í ár og við verðum bara nítján ára eitt ár í viðbót. Allt sem átti að vera tilbúið á þessum tímapunkti var tilbúið, eins og við erum vön að vinna þetta, þannig að við vorum bara að undirbúa tuttugu ára afmælið og höldum því svo áfram,“ segir Júlíus. „Það sem við höfum verið að ræða undanfarnar tvær, þrjár vikur er að það er mikil þéttni, við erum að afgreiða mat, [það koma] mikið af erlendum gestum og mikið af okkar bestu gestum er eldra fólk þannig að þetta var aldrei spurning.“ Þá hafi ákvörðunin vissulega legið lengi í loftinu en umræðan um minnisblað sóttvarnalæknis í gær hafi haft sitt að segja. „Við ætluðum að hittast á fundi strax eftir páska þannig að við erum búin að vera að átta okkur á þessu. En við erum öll saman í þessu og ætluðum að sýna ábyrgð, en það flýtti fyrir því í gær, já, umræðan,“ segir Júlíus. Var þetta erfið ákvörðun að taka? „Nei, við vorum alveg sammála. Þetta er auðvitað skrýtið, að vera að hugsa þetta svona, en hún var ekki erfið. Við vorum öll sammála.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Fiskidagurinn mikli Menningarnótt Secret Solstice Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Fiskidagurinn mikli ekki haldinn hátíðlegur í ár Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta tuttugu ára afmælishátíð hátíðarinnar um eitt ár. 15. apríl 2020 08:46 Bjarni áhyggjufullur en vongóður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. 15. apríl 2020 10:03 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Framtíð hátíðahalda í sumar er nú í uppnámi eftir að sóttvarnalæknir lagði það til við heilbrigðisráðherra að fjöldasamkomur verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir að ekki hafi komið annað til greina en að fresta hátíðinni. Ráðherra hefur ekki samþykkt tillögu sóttvarnalæknis um áðurnefndar fjöldatakmarkanir í sumar, sem borist hafa ráðherra í minnisblaði sem birt var í gær, en fastlega er þó gert ráð fyrir að fari svo. Sjá einnig: Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Í ljósi þessa hyggjast aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum til að mynda freista þess að halda hátíðina í breyttri mynd. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV sem m.a. skipuleggur Þjóðhátíð, vildi ekki tjá sig um mögulegt fyrirkomulag utan það sem fram kom í tilkynningu um málið í gær þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mun Reykjavíkurborg, sem stendur m.a. að gríðarfjölmennum viðburðum á 17. júní og Menningarnótt, einnig leita allra leiða til að þurfa ekki að fresta hátíðunum. Aðrir hafa hins vegar gripið til þess ráðs að fresta hátíðahöldum um ár vegna kórónuveirufaraldursins, til að mynda skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og í morgun var tilkynnt að Fiskideginum mikla á Dalvík verði frestað. Legið lengi í loftinu Yfir þrjátíu þúsund manns hafa heimsótt hátíðina síðustu ár. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins segir að undirbúningur hafi verið kominn vel á veg en í gær hafi endanlega verið ákveðið að slá hátíðahöldunum á frest. Tuttugu ára afmælishátíð Fiskidagsins fer þannig fram dagana 6.-8. ágúst 2021. „Við hefðum orðið tuttugu ára í ár og við verðum bara nítján ára eitt ár í viðbót. Allt sem átti að vera tilbúið á þessum tímapunkti var tilbúið, eins og við erum vön að vinna þetta, þannig að við vorum bara að undirbúa tuttugu ára afmælið og höldum því svo áfram,“ segir Júlíus. „Það sem við höfum verið að ræða undanfarnar tvær, þrjár vikur er að það er mikil þéttni, við erum að afgreiða mat, [það koma] mikið af erlendum gestum og mikið af okkar bestu gestum er eldra fólk þannig að þetta var aldrei spurning.“ Þá hafi ákvörðunin vissulega legið lengi í loftinu en umræðan um minnisblað sóttvarnalæknis í gær hafi haft sitt að segja. „Við ætluðum að hittast á fundi strax eftir páska þannig að við erum búin að vera að átta okkur á þessu. En við erum öll saman í þessu og ætluðum að sýna ábyrgð, en það flýtti fyrir því í gær, já, umræðan,“ segir Júlíus. Var þetta erfið ákvörðun að taka? „Nei, við vorum alveg sammála. Þetta er auðvitað skrýtið, að vera að hugsa þetta svona, en hún var ekki erfið. Við vorum öll sammála.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Fiskidagurinn mikli Menningarnótt Secret Solstice Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Fiskidagurinn mikli ekki haldinn hátíðlegur í ár Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta tuttugu ára afmælishátíð hátíðarinnar um eitt ár. 15. apríl 2020 08:46 Bjarni áhyggjufullur en vongóður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. 15. apríl 2020 10:03 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Fiskidagurinn mikli ekki haldinn hátíðlegur í ár Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta tuttugu ára afmælishátíð hátíðarinnar um eitt ár. 15. apríl 2020 08:46
Bjarni áhyggjufullur en vongóður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. 15. apríl 2020 10:03
Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39