Eggjum kastað í Vegan-búðina: „Sorglega fyrirsjáanlegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2020 10:56 Einn eggjabakki var tæmdur á glerið. Mynd/Aðsend Vegan-búðin í Faxafeni í Reykjavík var grýtt eggjum í nótt. „Gríðarlega fyrirsjáanlegt,“ segir eigandi búðarinnar á Facebook. Svo virðist sem að einhver óprúttinn hafi tekið sig til í nótt og tæmt eins og einn eggjabakka á anddyri búðarinnar sem opnaði fyrir þremur vikum. „Það hefur einhver fengið nóg af okkur í nótt,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, eigandi búðarinnar. Hún segir ljóst að um táknrænan gjörning hafi verið um að ræða enda eru egg afurð dýra, eitthvað sem grænkerar leggja sér ekki til munns. „Við erum ekkert eyðilögð yfir þessu persónulega en okkur finnst þetta mjög leiðinlegur symbólismi og erum kannski leið yfir því að fólk leggist svona lágt,“ segir Sæunn. Þegar blaðamaður náði tali af Sæunni var hún að útvega sér græjur til þess að þrífa hin storknuðu egg af glerinu, en eggjarauðan- og hvítan hafa storknað í nótt. Ekki geðslegt segir Sæunn.Mynd/Aðsend „Okkur finnst þetta ekkert sérstaklega geðslegt,“ segir Sæunn sem er reyndar vön því að fá ýmsar hótanir, þó enginn hafi látið verða að neinu, fyrr en í nótt. „Okkur hefur verið hótað ýmsu. Fólk hefur ætlað að vera með alls konar gjörninga, að mæta í loðfeldum og með kjöt og grilla dauð dýr í kringum okkur en það hefur aldrei neinn látið verða að neinu. Það hefur einhver fengið nóg af okkur í nótt.“ Hún segir að málið muni ekki ná lengra enda tjónið lítið, annað en tilfinningalegt. Þó muni verða settar upp öryggismyndavélar við anddyrið til að letja frekara eggjakast. Matur Verslun Reykjavík Vegan Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gangurinn sé að troða sér í norðaustur „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Sjá meira
Vegan-búðin í Faxafeni í Reykjavík var grýtt eggjum í nótt. „Gríðarlega fyrirsjáanlegt,“ segir eigandi búðarinnar á Facebook. Svo virðist sem að einhver óprúttinn hafi tekið sig til í nótt og tæmt eins og einn eggjabakka á anddyri búðarinnar sem opnaði fyrir þremur vikum. „Það hefur einhver fengið nóg af okkur í nótt,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, eigandi búðarinnar. Hún segir ljóst að um táknrænan gjörning hafi verið um að ræða enda eru egg afurð dýra, eitthvað sem grænkerar leggja sér ekki til munns. „Við erum ekkert eyðilögð yfir þessu persónulega en okkur finnst þetta mjög leiðinlegur symbólismi og erum kannski leið yfir því að fólk leggist svona lágt,“ segir Sæunn. Þegar blaðamaður náði tali af Sæunni var hún að útvega sér græjur til þess að þrífa hin storknuðu egg af glerinu, en eggjarauðan- og hvítan hafa storknað í nótt. Ekki geðslegt segir Sæunn.Mynd/Aðsend „Okkur finnst þetta ekkert sérstaklega geðslegt,“ segir Sæunn sem er reyndar vön því að fá ýmsar hótanir, þó enginn hafi látið verða að neinu, fyrr en í nótt. „Okkur hefur verið hótað ýmsu. Fólk hefur ætlað að vera með alls konar gjörninga, að mæta í loðfeldum og með kjöt og grilla dauð dýr í kringum okkur en það hefur aldrei neinn látið verða að neinu. Það hefur einhver fengið nóg af okkur í nótt.“ Hún segir að málið muni ekki ná lengra enda tjónið lítið, annað en tilfinningalegt. Þó muni verða settar upp öryggismyndavélar við anddyrið til að letja frekara eggjakast.
Matur Verslun Reykjavík Vegan Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gangurinn sé að troða sér í norðaustur „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Sjá meira