Samið við Icelandair um lágmarksflugsamgöngur í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2020 19:48 Flugsamgöngur hafa meira eða minna lamast í kórónuveirufaraldrinum. Icelandair hefur flogið til þriggja áfangastað samkvæmt samningi við ríkið til að tryggja lágmarkssamgöngur til og frá landinu. Vísir/Vilhelm Til greina kemur að bæta flugferðum til Kaupmannahafnar og New York við ferðir til Boston, London og Stokkhólms með nýjum samningi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert við Icelandair. Samningurinn er sagður tryggja lágmarksflugferðir til Evrópu og Bandaríkjanna fram undir lok júní. Icelandair hefur flogið til þriggja áfangastaða samkvæmt tímabundnum samningi við ráðuneytið sem hefur verið endurnýjaðir nokkrum sinnum í vor. Markmið samninganna var að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu vegna ástandsins sem hefur skapast í kórónuveirufaraldrinum. Ríkið greiðir að hámarki 300 milljónir króna vegna samningsins frá 17. maí til 27. júní. Tekjur Icelandair af ferðunum lækka greiðslur ríkisins. Ráðuneytið getur framlengt samninginn tvívegis, fyrst til 8. ágúst og aftur til 19. september. Komi til þess mun ríki mest greiða Icelandair 500 milljónir króna fyrir allt tímabilið, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Icelandair var eina flugfélagið sem bauð í samninginn þegar Ríkiskaup auglýsti eftir tilboðum á evrópska útboðsvefnum TED. Félagið flýgur tólf ferðir til Boston, London og Stokkhólms á tímabilinu. Verði unnt að fljúga til Kaupmannahafnar eða New York á samningstímanum getur ríkið ákveðið að skipta Stokkhólmi og Boston út fyrir þá áfangastaði í samráði við flugfélagið. Drög að flugáætlun Icelandair næstu tvær vikurnar með fyrirvara um að dagsetningar geti breyst og ferðir fallið niður: Boston (Logan International – BOS) 21., 23., 28. og 30. maí. London (Heathrow – LHR) 17., 20., 24. og 27. maí. Stokkhólmur (Arlanda – ARN) 20., 23., 27. og 30. maí. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Icelandair Tengdar fréttir Samningur ríkisins við Icelandair um flugferðir framlengdur Icelandair heldur áfram að bjóða upp á lágmarksflugferðir til þriggja áfangastaða samkvæmt endurnýjuðu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Alls mun félagið fljúga 22 tvær ferðir til og frá landinu til og með 16. maí. 6. maí 2020 16:05 Samið um sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms Icelandair mun fljúga sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms samkvæmt samningi sem félagið hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Samningurinn á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu í kórónuveirufaraldrinum. 15. apríl 2020 18:03 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Til greina kemur að bæta flugferðum til Kaupmannahafnar og New York við ferðir til Boston, London og Stokkhólms með nýjum samningi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert við Icelandair. Samningurinn er sagður tryggja lágmarksflugferðir til Evrópu og Bandaríkjanna fram undir lok júní. Icelandair hefur flogið til þriggja áfangastaða samkvæmt tímabundnum samningi við ráðuneytið sem hefur verið endurnýjaðir nokkrum sinnum í vor. Markmið samninganna var að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu vegna ástandsins sem hefur skapast í kórónuveirufaraldrinum. Ríkið greiðir að hámarki 300 milljónir króna vegna samningsins frá 17. maí til 27. júní. Tekjur Icelandair af ferðunum lækka greiðslur ríkisins. Ráðuneytið getur framlengt samninginn tvívegis, fyrst til 8. ágúst og aftur til 19. september. Komi til þess mun ríki mest greiða Icelandair 500 milljónir króna fyrir allt tímabilið, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Icelandair var eina flugfélagið sem bauð í samninginn þegar Ríkiskaup auglýsti eftir tilboðum á evrópska útboðsvefnum TED. Félagið flýgur tólf ferðir til Boston, London og Stokkhólms á tímabilinu. Verði unnt að fljúga til Kaupmannahafnar eða New York á samningstímanum getur ríkið ákveðið að skipta Stokkhólmi og Boston út fyrir þá áfangastaði í samráði við flugfélagið. Drög að flugáætlun Icelandair næstu tvær vikurnar með fyrirvara um að dagsetningar geti breyst og ferðir fallið niður: Boston (Logan International – BOS) 21., 23., 28. og 30. maí. London (Heathrow – LHR) 17., 20., 24. og 27. maí. Stokkhólmur (Arlanda – ARN) 20., 23., 27. og 30. maí.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Icelandair Tengdar fréttir Samningur ríkisins við Icelandair um flugferðir framlengdur Icelandair heldur áfram að bjóða upp á lágmarksflugferðir til þriggja áfangastaða samkvæmt endurnýjuðu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Alls mun félagið fljúga 22 tvær ferðir til og frá landinu til og með 16. maí. 6. maí 2020 16:05 Samið um sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms Icelandair mun fljúga sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms samkvæmt samningi sem félagið hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Samningurinn á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu í kórónuveirufaraldrinum. 15. apríl 2020 18:03 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Samningur ríkisins við Icelandair um flugferðir framlengdur Icelandair heldur áfram að bjóða upp á lágmarksflugferðir til þriggja áfangastaða samkvæmt endurnýjuðu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Alls mun félagið fljúga 22 tvær ferðir til og frá landinu til og með 16. maí. 6. maí 2020 16:05
Samið um sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms Icelandair mun fljúga sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms samkvæmt samningi sem félagið hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Samningurinn á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu í kórónuveirufaraldrinum. 15. apríl 2020 18:03