Bygging snjóflóðavarnagarða tefst vegna fornleifafundar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. maí 2020 19:35 Bygging snjóflóðavarnargarða fyrir ofan Seyðisfjörð mun tefjast vegna fornleifafundar. Vísir/Vilhelm Meira en 60 fornminjar fundust á svæði þar sem áætlað er að reisa snjóflóðavarnagarða fyrir ofan Seyðisfjörð. Ekki verður hægt að hefja vinnu við þá fyrr en Minjastofnun gefur út að það sé óhætt. Minjar sem fundust á svæðinu má rekja allt til landnámsaldar og verður skoðað hvort hægt sé að breyta hönnun varnargarðanna til að hlífa minjunum og flýta fyrir framkvæmdum eins og kemur fram í frétt Austurfrétta. Áform eru um að byggja þrjá varnargarða og með þeim verða öll íbúðarhús sem í dag eru á mestu hættusvæði færast yfir á lægsta hættusvæði. Meðal þeirra minja sem Byggðasafn Skagfirðinga hefur skráð er fjöldi rústa húsa sem urðu undir snjóflóði sem féll á bæinn árið 1885. Flóðið var það mannskæðasta sem skráð hefur verið en 24 fórust í flóðinu. Minjarnar eru í heildina 61 og 10 þeirra má rekja til hernáms á Seyðisfirði eða sögu 20. aldarinnar og njóta þær því ekki sérstakrar verndar. Merkustu minjarnar á svæðinu eru á bæjarstæði bæjarins Fjarðar. Talið er að Bjólfur, sem nam land í Seyðisfirði hafi búið þar en könnunarskurður sem tekin var við hólinn árið 1998 sýndi leifar mannvirkja og mannvistar allt frá 10. öld til upphafs 20. aldar. Minjastofnun, í samræmi við ráðleggingar fornleifafræðinga Byggðasafns Skagfirðinga, bað um í áliti sínu um umhverfismatið að teknir verði ríflega 20 könnunarskurðir sem kunni að leiða til að farið verði fram á frekari rannsóknir á minjunum. Ekki verður hægt að hefja framkvæmdir við garðana fyrr en Minjastofnun hefur gefið grænt ljós með tilliti til fornleifa. Stefnt er á að hefja skráningu minjanna í sumar en óljóst er hve langan tíma það mun taka. Áætlaður framkvæmdatími við garðana sjálfa eru 4-6 ár en fer það eftir fjárveitingum. Óljóst er hvort fjármálaáætlanir ríkisins munu standast eftir kórónuveirufaraldurinn sem myndar óvissu. Seyðisfjörður Fornminjar Almannavarnir Tengdar fréttir Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna um 39 milljónir Af þessum 39 milljónum krónum hafa þegar 13 milljónir þegar verið greiddar. 13. maí 2020 08:15 Áætlanir til um innviðauppbyggingu upp á tæpa þúsund milljarða Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. 28. febrúar 2020 20:14 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Meira en 60 fornminjar fundust á svæði þar sem áætlað er að reisa snjóflóðavarnagarða fyrir ofan Seyðisfjörð. Ekki verður hægt að hefja vinnu við þá fyrr en Minjastofnun gefur út að það sé óhætt. Minjar sem fundust á svæðinu má rekja allt til landnámsaldar og verður skoðað hvort hægt sé að breyta hönnun varnargarðanna til að hlífa minjunum og flýta fyrir framkvæmdum eins og kemur fram í frétt Austurfrétta. Áform eru um að byggja þrjá varnargarða og með þeim verða öll íbúðarhús sem í dag eru á mestu hættusvæði færast yfir á lægsta hættusvæði. Meðal þeirra minja sem Byggðasafn Skagfirðinga hefur skráð er fjöldi rústa húsa sem urðu undir snjóflóði sem féll á bæinn árið 1885. Flóðið var það mannskæðasta sem skráð hefur verið en 24 fórust í flóðinu. Minjarnar eru í heildina 61 og 10 þeirra má rekja til hernáms á Seyðisfirði eða sögu 20. aldarinnar og njóta þær því ekki sérstakrar verndar. Merkustu minjarnar á svæðinu eru á bæjarstæði bæjarins Fjarðar. Talið er að Bjólfur, sem nam land í Seyðisfirði hafi búið þar en könnunarskurður sem tekin var við hólinn árið 1998 sýndi leifar mannvirkja og mannvistar allt frá 10. öld til upphafs 20. aldar. Minjastofnun, í samræmi við ráðleggingar fornleifafræðinga Byggðasafns Skagfirðinga, bað um í áliti sínu um umhverfismatið að teknir verði ríflega 20 könnunarskurðir sem kunni að leiða til að farið verði fram á frekari rannsóknir á minjunum. Ekki verður hægt að hefja framkvæmdir við garðana fyrr en Minjastofnun hefur gefið grænt ljós með tilliti til fornleifa. Stefnt er á að hefja skráningu minjanna í sumar en óljóst er hve langan tíma það mun taka. Áætlaður framkvæmdatími við garðana sjálfa eru 4-6 ár en fer það eftir fjárveitingum. Óljóst er hvort fjármálaáætlanir ríkisins munu standast eftir kórónuveirufaraldurinn sem myndar óvissu.
Seyðisfjörður Fornminjar Almannavarnir Tengdar fréttir Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna um 39 milljónir Af þessum 39 milljónum krónum hafa þegar 13 milljónir þegar verið greiddar. 13. maí 2020 08:15 Áætlanir til um innviðauppbyggingu upp á tæpa þúsund milljarða Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. 28. febrúar 2020 20:14 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna um 39 milljónir Af þessum 39 milljónum krónum hafa þegar 13 milljónir þegar verið greiddar. 13. maí 2020 08:15
Áætlanir til um innviðauppbyggingu upp á tæpa þúsund milljarða Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. 28. febrúar 2020 20:14
„Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30