Afmæliskveðjum rignir yfir Vigdísi Finnbogadóttur Stefán Árni Pálsson skrifar 15. apríl 2020 11:30 Vigdís Finnbogadóttir er níræð í dag og óska Íslendingar um allt land henni innilega til hamingju með daginn. Vísir/vilhelm Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. Vigdís var kjörin forseti þann 29. júní 1980, endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, endurkjörin í kosningum 1988, aftur án atkvæðagreiðslu 1992 og lét af embætti 1996. Hún sagðist síðar meir sjá eftir því að hafa gefið kost á sér síðasta kjörtímabilið en þrýstingur hér á landi sem utan hefði verið mjög mikill á að sitja fjögur ár í viðbót. Vinir og aðdáendur Vigdísar komu henni á óvart í morgun með afmælissöng. Vigdís er án efa einn vinsælasti forseti í Íslandssögunni og því rigna yfir hana afmæliskveðjur á samfélagsmiðlum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er einn þeirra sem sendir kveðju. “Ég þakka Vigdísi ljúf kynni í áranna rás. Á forsetastóli gladdist hún með okkur Íslendingum og hvatti þjóð sína til dáða – en sýndi jafnframt samhug og samúð á sorgarstundum. Árin á Bessastöðum voru ekki án átaka, ágreinings og áfalla en þannig hefur það aldrei verið og mun aldrei vera. Ég þakka Vigdísi innilega góð ráð og velvild eftir að við Eliza og börnin fluttum hingað á Álftanesið.“ Sendiherra Slóvena í Kaupmannahöfn óskar Vigdísi innilega til hamingju með daginn og þakkar henni fyrir hönd Slóvena hvernig hún kom að því að Íslendingar viðurkenndu sjálfstæði Slóvena árið 1991. Kvennasögusafn Íslands hefur varðveitt blaðið „Þjóðin kýs“ sem stuðningsmenn hennar gáfu út fyrir kosningarnar 1980. Krabbameinsfélag Akureyrar Og Nágrennis senda Vigdísi bjartar og hlýjar heillaóskir í tilefni dagsins. Vigdís Finnbogadóttir, verndari Krabbameinsfélagsins, er níræð í dag 15. apríl. Krabbameinsfélagið og aðildarfélög um allt land senda Vigdísi bjartar og hlýjar heillaóskir í tilefni dagsins. Posted by Krabbameinsfélag Akureyrar Og Nágrennis on Miðvikudagur, 15. apríl 2020 Verkfræðifélag Íslands gerði Vigdísi að heiðursfélaga félagsins árið 1992. „Hún hefur alla tíð sýnt félaginu einstaka ræktarsemi og hlýhug. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir á stórafmælinu.“ Séra Hildur Eir Bolladóttir þakkar Vigdísi fyrir í fallegri færslu á Facebook. „Þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til forseta fékk hún ótrúlegustu spurningar og athugasemdir af því að hún var kona. Vigdís hafði fengið brjóstakrabbamein og öðlast bata en einhverjir höfðu samt á orði við hana hvort sú reynsla myndi ekki hamla henni í þessu viðamikla embætti, þá mun Vigdís hafa svarað "það held ég ekki, ég hafði nú ekki hugsað mér að hafa þjóðina á brjósti." Vigdís Finnbogadóttir er ekki bara djúpvitur, vel lesin, listræn, tungumálamanneskja og náttúruverndarsinni, hún er hugrekkið holdi klætt, íslenska konan sem karlar og konur og kynslóðir framtíðar geta litið til og lært af. Vigdís Finnbogadóttir verður alltaf framtíðarkona, hún hafði þjóðina kannski ekki á brjósti en býr sjálf í brjósti þjóðar. Takk Vigdís!“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar henni innilega til hamingju með daginn og rifjar upp þegar hann fékk að hitta hana ellefu ára gamall. Steinunn Birna Ragnarsdóttir Óperustjóri segir að allir Íslendingar eigi þessari konu mikið að þakka. Menntaskólinn á Akureyri sendir Vigdísi fallega afmæliskveðju á stóra deginum. Blómabúðin Barónessan við Barónstíg heldur vel upp á daginn með þriggja metra hárri rósastöng með níutíu rósum til heiðurs Vigdísi. Norræna húsið dregur fána að hún við húsið í dag. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir Vigdísi vera stóran hluta af sjálfsmynd þjóðarinnar. Hún rifjar upp sögu þegar hún hitti Vigdísi árið 1984. Háskóli Íslands sendir hjartanlegar hamingjuóskir. Hjartanlegar hamingjuóskir með daginn, kæra Vigdís. ❤️ pic.twitter.com/W0gYJCrBkd— Háskóli Íslands (@Haskoli_Islands) April 15, 2020 Líf Magneudóttir óskar Vigdísi til lukku með árin níutíu. Afmælisbarn dagsins er Vigdís. Til hamingju með árin níutíu. https://t.co/pFocNlgsIT— Líf Magneudóttir (@lifmagn) April 15, 2020 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Íslendingar hafi á einum degi ákveðið að taka stökk langt inn í framtíðina. Håkan Juholt sendirherra Svía á Íslandi óskar Vigdísi til hamingju með afmælið. Björg Jónsdóttir segir eftirminnilega sögu. Hólmfríður Pálsdóttir flaggar Vigdísi til heiðurs. Félag hjúkrunarfræðinga veita milljón króna styrk í sjóð Vigdísar. Brynjar Gunnarsson vantar orð til að lýsa hvaða áhrif hún hefur haft. Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur fylgt Axelsbakaríi í mörg ár og er hún loksins komin aftur fram í búð. Borgarleikhúsið rifjar upp þegar Vigdís tók við stöðu leikhússtjóra í Leikfélagi Reykjavíkur árið 1972. Hlustendur hringdu inn í Bítið og sögðu sögur af Vigdísi forseta eða sendu henni kveðjur. Vigdís Finnbogadóttir Tímamót Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. Vigdís var kjörin forseti þann 29. júní 1980, endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, endurkjörin í kosningum 1988, aftur án atkvæðagreiðslu 1992 og lét af embætti 1996. Hún sagðist síðar meir sjá eftir því að hafa gefið kost á sér síðasta kjörtímabilið en þrýstingur hér á landi sem utan hefði verið mjög mikill á að sitja fjögur ár í viðbót. Vinir og aðdáendur Vigdísar komu henni á óvart í morgun með afmælissöng. Vigdís er án efa einn vinsælasti forseti í Íslandssögunni og því rigna yfir hana afmæliskveðjur á samfélagsmiðlum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er einn þeirra sem sendir kveðju. “Ég þakka Vigdísi ljúf kynni í áranna rás. Á forsetastóli gladdist hún með okkur Íslendingum og hvatti þjóð sína til dáða – en sýndi jafnframt samhug og samúð á sorgarstundum. Árin á Bessastöðum voru ekki án átaka, ágreinings og áfalla en þannig hefur það aldrei verið og mun aldrei vera. Ég þakka Vigdísi innilega góð ráð og velvild eftir að við Eliza og börnin fluttum hingað á Álftanesið.“ Sendiherra Slóvena í Kaupmannahöfn óskar Vigdísi innilega til hamingju með daginn og þakkar henni fyrir hönd Slóvena hvernig hún kom að því að Íslendingar viðurkenndu sjálfstæði Slóvena árið 1991. Kvennasögusafn Íslands hefur varðveitt blaðið „Þjóðin kýs“ sem stuðningsmenn hennar gáfu út fyrir kosningarnar 1980. Krabbameinsfélag Akureyrar Og Nágrennis senda Vigdísi bjartar og hlýjar heillaóskir í tilefni dagsins. Vigdís Finnbogadóttir, verndari Krabbameinsfélagsins, er níræð í dag 15. apríl. Krabbameinsfélagið og aðildarfélög um allt land senda Vigdísi bjartar og hlýjar heillaóskir í tilefni dagsins. Posted by Krabbameinsfélag Akureyrar Og Nágrennis on Miðvikudagur, 15. apríl 2020 Verkfræðifélag Íslands gerði Vigdísi að heiðursfélaga félagsins árið 1992. „Hún hefur alla tíð sýnt félaginu einstaka ræktarsemi og hlýhug. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir á stórafmælinu.“ Séra Hildur Eir Bolladóttir þakkar Vigdísi fyrir í fallegri færslu á Facebook. „Þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til forseta fékk hún ótrúlegustu spurningar og athugasemdir af því að hún var kona. Vigdís hafði fengið brjóstakrabbamein og öðlast bata en einhverjir höfðu samt á orði við hana hvort sú reynsla myndi ekki hamla henni í þessu viðamikla embætti, þá mun Vigdís hafa svarað "það held ég ekki, ég hafði nú ekki hugsað mér að hafa þjóðina á brjósti." Vigdís Finnbogadóttir er ekki bara djúpvitur, vel lesin, listræn, tungumálamanneskja og náttúruverndarsinni, hún er hugrekkið holdi klætt, íslenska konan sem karlar og konur og kynslóðir framtíðar geta litið til og lært af. Vigdís Finnbogadóttir verður alltaf framtíðarkona, hún hafði þjóðina kannski ekki á brjósti en býr sjálf í brjósti þjóðar. Takk Vigdís!“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar henni innilega til hamingju með daginn og rifjar upp þegar hann fékk að hitta hana ellefu ára gamall. Steinunn Birna Ragnarsdóttir Óperustjóri segir að allir Íslendingar eigi þessari konu mikið að þakka. Menntaskólinn á Akureyri sendir Vigdísi fallega afmæliskveðju á stóra deginum. Blómabúðin Barónessan við Barónstíg heldur vel upp á daginn með þriggja metra hárri rósastöng með níutíu rósum til heiðurs Vigdísi. Norræna húsið dregur fána að hún við húsið í dag. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir Vigdísi vera stóran hluta af sjálfsmynd þjóðarinnar. Hún rifjar upp sögu þegar hún hitti Vigdísi árið 1984. Háskóli Íslands sendir hjartanlegar hamingjuóskir. Hjartanlegar hamingjuóskir með daginn, kæra Vigdís. ❤️ pic.twitter.com/W0gYJCrBkd— Háskóli Íslands (@Haskoli_Islands) April 15, 2020 Líf Magneudóttir óskar Vigdísi til lukku með árin níutíu. Afmælisbarn dagsins er Vigdís. Til hamingju með árin níutíu. https://t.co/pFocNlgsIT— Líf Magneudóttir (@lifmagn) April 15, 2020 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Íslendingar hafi á einum degi ákveðið að taka stökk langt inn í framtíðina. Håkan Juholt sendirherra Svía á Íslandi óskar Vigdísi til hamingju með afmælið. Björg Jónsdóttir segir eftirminnilega sögu. Hólmfríður Pálsdóttir flaggar Vigdísi til heiðurs. Félag hjúkrunarfræðinga veita milljón króna styrk í sjóð Vigdísar. Brynjar Gunnarsson vantar orð til að lýsa hvaða áhrif hún hefur haft. Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur fylgt Axelsbakaríi í mörg ár og er hún loksins komin aftur fram í búð. Borgarleikhúsið rifjar upp þegar Vigdís tók við stöðu leikhússtjóra í Leikfélagi Reykjavíkur árið 1972. Hlustendur hringdu inn í Bítið og sögðu sögur af Vigdísi forseta eða sendu henni kveðjur.
Vigdís Finnbogadóttir Tímamót Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira