Vigdís Finnbogadóttir er níræð í dag Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2020 08:56 Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vísir/Vilhelm Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skrifaði Vigdísi kveðju í tilefni dagsins á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði framlag Vigdísar til jafnréttismála vera ómetanlegt, bæði á Íslandi og á heimsvísu. „Með sigri í lýðræðislegum kosningum var brotið glerþak sem engin kona hafði áður gert. Þá hefur ástríða Vigdísar fyrir íslenskri tungu verið afar dýrmæt, enda kenndi hún okkur betur en aðrir að meta samspil tungumáls og menningar. Jafnframt jók hún mjög hróður Íslands á alþjóðavettvangi. Fleira mætti telja til, svo sem baráttu hennar fyrir skógrækt og umhverfismálum og að tengja saman kynslóðir með framsýni,“ segir Lilja. Kjörin forseti sumarið 1980 Vigdís var kjörin forseti þann 29. júní 1980, endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, endurkjörin í kosningum 1988, aftur án atkvæðagreiðslu 1992 og lét af embætti 1996. Hún sagðist síðar meir sjá eftir því að hafa gefið kost á sér síðasta kjörtímabilið en þrýstingur hér á landi sem utan hefði verið mjög mikil á að sitja fjögur ár í viðbót. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti.Embætti forseta Íslands Á vef embættis forseta Íslands er farið yfir náms- og starfsferil Vigdísar. Þar segir að hún hafi orðið stúdent árið 1949, stundað nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París 1949-1953. „Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1957-1958, tók BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræðum 1968. Vigdís er heiðursdoktor og heiðursprófessor við marga háskóla og stofnanir víðs vegar um heiminn.“ Fyrsta konan sem kjörin var forseti Ennfremur segir að hún hafi verið blaðafulltrúi Þjóðleikhússins á árunum 1954 til 1957 og aftur 1961 til 1964, leiðsögumaður á sumrin um árabil, kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1962 til 1967 og við Menntaskólann við Hamrahlíð 1967 til 1972. „Hún kenndi um skeið við Háskóla Íslands og var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1972-1980. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir á vef forsetaembættisins. Heimsathygli vakti þegar Vigdís var kjörin forseti enda fyrsti lýðræðislegi kjörni kvenforseti í heiminum auk þess sem hún var einstæð móðir. Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða í kosningunum, Guðlaugur Þorvaldsson 32,3 prósent, Albert Guðmundsson 19,8 prósent og Pétur J. Thorsteinsson 14,1 prósent. Að neðan má sjá heimildarmyndina Ljós heimsins eftir Ragnar Halldórsson. Þá fjallaði Elín Hirst um Vigdísi Finnbogadóttur og ævisögu hennar Kona verður forseti sem Páll Valsson ritaði. Einnig má nefna að árið 1988 kom út bókin Ein á forsetavakt eftir Steinunni Sigurðardóttur sem hefur nú verið endurútgefin í tilefni af afmæli Vigdísar. Eins gerði Steinunn heimildamynd um Vigdísi sem bar heitið Vigdís forseti og frumsýnd árið 1995. Tímamót Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skrifaði Vigdísi kveðju í tilefni dagsins á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði framlag Vigdísar til jafnréttismála vera ómetanlegt, bæði á Íslandi og á heimsvísu. „Með sigri í lýðræðislegum kosningum var brotið glerþak sem engin kona hafði áður gert. Þá hefur ástríða Vigdísar fyrir íslenskri tungu verið afar dýrmæt, enda kenndi hún okkur betur en aðrir að meta samspil tungumáls og menningar. Jafnframt jók hún mjög hróður Íslands á alþjóðavettvangi. Fleira mætti telja til, svo sem baráttu hennar fyrir skógrækt og umhverfismálum og að tengja saman kynslóðir með framsýni,“ segir Lilja. Kjörin forseti sumarið 1980 Vigdís var kjörin forseti þann 29. júní 1980, endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, endurkjörin í kosningum 1988, aftur án atkvæðagreiðslu 1992 og lét af embætti 1996. Hún sagðist síðar meir sjá eftir því að hafa gefið kost á sér síðasta kjörtímabilið en þrýstingur hér á landi sem utan hefði verið mjög mikil á að sitja fjögur ár í viðbót. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti.Embætti forseta Íslands Á vef embættis forseta Íslands er farið yfir náms- og starfsferil Vigdísar. Þar segir að hún hafi orðið stúdent árið 1949, stundað nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París 1949-1953. „Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1957-1958, tók BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræðum 1968. Vigdís er heiðursdoktor og heiðursprófessor við marga háskóla og stofnanir víðs vegar um heiminn.“ Fyrsta konan sem kjörin var forseti Ennfremur segir að hún hafi verið blaðafulltrúi Þjóðleikhússins á árunum 1954 til 1957 og aftur 1961 til 1964, leiðsögumaður á sumrin um árabil, kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1962 til 1967 og við Menntaskólann við Hamrahlíð 1967 til 1972. „Hún kenndi um skeið við Háskóla Íslands og var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1972-1980. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir á vef forsetaembættisins. Heimsathygli vakti þegar Vigdís var kjörin forseti enda fyrsti lýðræðislegi kjörni kvenforseti í heiminum auk þess sem hún var einstæð móðir. Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða í kosningunum, Guðlaugur Þorvaldsson 32,3 prósent, Albert Guðmundsson 19,8 prósent og Pétur J. Thorsteinsson 14,1 prósent. Að neðan má sjá heimildarmyndina Ljós heimsins eftir Ragnar Halldórsson. Þá fjallaði Elín Hirst um Vigdísi Finnbogadóttur og ævisögu hennar Kona verður forseti sem Páll Valsson ritaði. Einnig má nefna að árið 1988 kom út bókin Ein á forsetavakt eftir Steinunni Sigurðardóttur sem hefur nú verið endurútgefin í tilefni af afmæli Vigdísar. Eins gerði Steinunn heimildamynd um Vigdísi sem bar heitið Vigdís forseti og frumsýnd árið 1995.
Tímamót Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira