Vigdís Finnbogadóttir er níræð í dag Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2020 08:56 Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vísir/Vilhelm Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skrifaði Vigdísi kveðju í tilefni dagsins á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði framlag Vigdísar til jafnréttismála vera ómetanlegt, bæði á Íslandi og á heimsvísu. „Með sigri í lýðræðislegum kosningum var brotið glerþak sem engin kona hafði áður gert. Þá hefur ástríða Vigdísar fyrir íslenskri tungu verið afar dýrmæt, enda kenndi hún okkur betur en aðrir að meta samspil tungumáls og menningar. Jafnframt jók hún mjög hróður Íslands á alþjóðavettvangi. Fleira mætti telja til, svo sem baráttu hennar fyrir skógrækt og umhverfismálum og að tengja saman kynslóðir með framsýni,“ segir Lilja. Kjörin forseti sumarið 1980 Vigdís var kjörin forseti þann 29. júní 1980, endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, endurkjörin í kosningum 1988, aftur án atkvæðagreiðslu 1992 og lét af embætti 1996. Hún sagðist síðar meir sjá eftir því að hafa gefið kost á sér síðasta kjörtímabilið en þrýstingur hér á landi sem utan hefði verið mjög mikil á að sitja fjögur ár í viðbót. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti.Embætti forseta Íslands Á vef embættis forseta Íslands er farið yfir náms- og starfsferil Vigdísar. Þar segir að hún hafi orðið stúdent árið 1949, stundað nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París 1949-1953. „Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1957-1958, tók BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræðum 1968. Vigdís er heiðursdoktor og heiðursprófessor við marga háskóla og stofnanir víðs vegar um heiminn.“ Fyrsta konan sem kjörin var forseti Ennfremur segir að hún hafi verið blaðafulltrúi Þjóðleikhússins á árunum 1954 til 1957 og aftur 1961 til 1964, leiðsögumaður á sumrin um árabil, kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1962 til 1967 og við Menntaskólann við Hamrahlíð 1967 til 1972. „Hún kenndi um skeið við Háskóla Íslands og var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1972-1980. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir á vef forsetaembættisins. Heimsathygli vakti þegar Vigdís var kjörin forseti enda fyrsti lýðræðislegi kjörni kvenforseti í heiminum auk þess sem hún var einstæð móðir. Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða í kosningunum, Guðlaugur Þorvaldsson 32,3 prósent, Albert Guðmundsson 19,8 prósent og Pétur J. Thorsteinsson 14,1 prósent. Að neðan má sjá heimildarmyndina Ljós heimsins eftir Ragnar Halldórsson. Þá fjallaði Elín Hirst um Vigdísi Finnbogadóttur og ævisögu hennar Kona verður forseti sem Páll Valsson ritaði. Einnig má nefna að árið 1988 kom út bókin Ein á forsetavakt eftir Steinunni Sigurðardóttur sem hefur nú verið endurútgefin í tilefni af afmæli Vigdísar. Eins gerði Steinunn heimildamynd um Vigdísi sem bar heitið Vigdís forseti og frumsýnd árið 1995. Tímamót Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skrifaði Vigdísi kveðju í tilefni dagsins á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði framlag Vigdísar til jafnréttismála vera ómetanlegt, bæði á Íslandi og á heimsvísu. „Með sigri í lýðræðislegum kosningum var brotið glerþak sem engin kona hafði áður gert. Þá hefur ástríða Vigdísar fyrir íslenskri tungu verið afar dýrmæt, enda kenndi hún okkur betur en aðrir að meta samspil tungumáls og menningar. Jafnframt jók hún mjög hróður Íslands á alþjóðavettvangi. Fleira mætti telja til, svo sem baráttu hennar fyrir skógrækt og umhverfismálum og að tengja saman kynslóðir með framsýni,“ segir Lilja. Kjörin forseti sumarið 1980 Vigdís var kjörin forseti þann 29. júní 1980, endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, endurkjörin í kosningum 1988, aftur án atkvæðagreiðslu 1992 og lét af embætti 1996. Hún sagðist síðar meir sjá eftir því að hafa gefið kost á sér síðasta kjörtímabilið en þrýstingur hér á landi sem utan hefði verið mjög mikil á að sitja fjögur ár í viðbót. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti.Embætti forseta Íslands Á vef embættis forseta Íslands er farið yfir náms- og starfsferil Vigdísar. Þar segir að hún hafi orðið stúdent árið 1949, stundað nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París 1949-1953. „Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1957-1958, tók BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræðum 1968. Vigdís er heiðursdoktor og heiðursprófessor við marga háskóla og stofnanir víðs vegar um heiminn.“ Fyrsta konan sem kjörin var forseti Ennfremur segir að hún hafi verið blaðafulltrúi Þjóðleikhússins á árunum 1954 til 1957 og aftur 1961 til 1964, leiðsögumaður á sumrin um árabil, kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1962 til 1967 og við Menntaskólann við Hamrahlíð 1967 til 1972. „Hún kenndi um skeið við Háskóla Íslands og var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1972-1980. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir á vef forsetaembættisins. Heimsathygli vakti þegar Vigdís var kjörin forseti enda fyrsti lýðræðislegi kjörni kvenforseti í heiminum auk þess sem hún var einstæð móðir. Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða í kosningunum, Guðlaugur Þorvaldsson 32,3 prósent, Albert Guðmundsson 19,8 prósent og Pétur J. Thorsteinsson 14,1 prósent. Að neðan má sjá heimildarmyndina Ljós heimsins eftir Ragnar Halldórsson. Þá fjallaði Elín Hirst um Vigdísi Finnbogadóttur og ævisögu hennar Kona verður forseti sem Páll Valsson ritaði. Einnig má nefna að árið 1988 kom út bókin Ein á forsetavakt eftir Steinunni Sigurðardóttur sem hefur nú verið endurútgefin í tilefni af afmæli Vigdísar. Eins gerði Steinunn heimildamynd um Vigdísi sem bar heitið Vigdís forseti og frumsýnd árið 1995.
Tímamót Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira