Ellefu þúsund hætt á hlutabótum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2020 14:14 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, á upplýsingafundi almannavarna 1. apríl 2020. Lögreglan Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. Skýringuna á þessum fjölda rekur stofnunin til þess að þau sem skráðu sig í minnkað starfshlutfall vegna kórónuveirufaraldursins komu inn „af fullum þunga“ inn í atvinnuleysistölurnar í apríl. Þeim hefur hins vegar fækkað umtalsvert eftir að samkomubannið var rýmkað. Alls voru 33.637 einstaklingar skráðir á hlutabætur í apríl sem samsvarar um 10,3 prósent atvinnuleysi. Atvinnuleysi í almanna bótakerfinu var 7,5 prósent í apríl og er heildaratvinnuleysi því samanlagt 17,8 prósent sem fyrr segir. Atvinnuleysið í almenna kerfinu jókst því úr 5,7 prósent í 7,5 prósent og vegna minnkaða starfshlutfallsins úr 3,5 prósent í 10,3 prósent á milli mánaða. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að svo virðist sem mörg á hlutabótum séu aftur komin til vinnu eftir að samkomubannið var rýmkað. Alls hafi 11 þúsund afskráð sig úr hlutabótakerfinu frá því sem mest var. Heildarfjöldi fólks á hlutabótum sé núna um 27 þúsund. Skýringin kann einnig að vera sú að fólki sem sagt hefur verið upp er ekki lengur skráð á hlutabætur. Unnur sagði þó jafnframt að Vinnumálastofnun sjái að þegar sé farið að draga úr atvinnuleysi og að það verði að líkindum 14,8 prósent í maí. Hún sagði jafnframt gríðarlega mikilvægt að fólk sem hefur þegið hlutabætur en er komið aftur til vinnu að það skrái sig úr úrræðinu. Annars gæti fólk átt von á tvígreiðslum með tilheyrandi hausverki. Þá þurfa öll sem þiggja atvinnuleysisbætur að skrá stöðu sína fyrir 25. maí. Það megi gera á „Mínum síðum.“ Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. Skýringuna á þessum fjölda rekur stofnunin til þess að þau sem skráðu sig í minnkað starfshlutfall vegna kórónuveirufaraldursins komu inn „af fullum þunga“ inn í atvinnuleysistölurnar í apríl. Þeim hefur hins vegar fækkað umtalsvert eftir að samkomubannið var rýmkað. Alls voru 33.637 einstaklingar skráðir á hlutabætur í apríl sem samsvarar um 10,3 prósent atvinnuleysi. Atvinnuleysi í almanna bótakerfinu var 7,5 prósent í apríl og er heildaratvinnuleysi því samanlagt 17,8 prósent sem fyrr segir. Atvinnuleysið í almenna kerfinu jókst því úr 5,7 prósent í 7,5 prósent og vegna minnkaða starfshlutfallsins úr 3,5 prósent í 10,3 prósent á milli mánaða. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að svo virðist sem mörg á hlutabótum séu aftur komin til vinnu eftir að samkomubannið var rýmkað. Alls hafi 11 þúsund afskráð sig úr hlutabótakerfinu frá því sem mest var. Heildarfjöldi fólks á hlutabótum sé núna um 27 þúsund. Skýringin kann einnig að vera sú að fólki sem sagt hefur verið upp er ekki lengur skráð á hlutabætur. Unnur sagði þó jafnframt að Vinnumálastofnun sjái að þegar sé farið að draga úr atvinnuleysi og að það verði að líkindum 14,8 prósent í maí. Hún sagði jafnframt gríðarlega mikilvægt að fólk sem hefur þegið hlutabætur en er komið aftur til vinnu að það skrái sig úr úrræðinu. Annars gæti fólk átt von á tvígreiðslum með tilheyrandi hausverki. Þá þurfa öll sem þiggja atvinnuleysisbætur að skrá stöðu sína fyrir 25. maí. Það megi gera á „Mínum síðum.“
Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira