Nýr formaður Stjörnunnar: „Okkar fókus er á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. maí 2020 08:30 Sigurgeir Guðlaugsson formaður Stjörnunnar en honum bíður verkefni að sameina Stjörnuna á ný. vísir/s2s Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson sagði svo í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku að Stjarnan hefði tapað gildum sínum og að vandræði væru innan félagsins. Nýr formaður félagsins var til viðtals í Sportinu í dag en hvernig kom það til að hann fór í formanninn? „Ég er mikill Stjörnumaður og hef verið það síðan 1987. Ég hef mikinn metnað fyrir klúbbnum og metnað fyrir því að ná árangri. Við verðum að muna eftir því að metnaður næst bæði innan vallar og utan. Ég vil standa fyrir samstöðu klúbbnum og opin og gagnlegt skoðanaskipti,“ sagði Sigurður. „Ég er búinn að eiga þó nokkur samtöl við Stjörnufólk núna í aðdragandi þessa fundar og hef fundið mikinn einhug í félaginu að snúa bökum saman og horfa fram á við og láta verkin tala.“ Eins og áður segir hefur mikið gengið á innan félagsins og eftir að Máni hafði sagt sína skoðun tóku fyrrverandi leikmenn félagsins undir áhyggjur Mána. „Það er þannig í íþróttastarfi eins og öðru að fólk skiptist á skoðunum og ég held að það eigi sérstaklega við þegar það eru miklar tilfinningar og mikil ástríða fyrir þeim málefnum sem er verið að ræða. Það á jafnt við okkur í Stjörnuna eins og aðra.“ „Okkar markmið er að leitast við að verða betra félag á morgun en við vorum í gær og við viljum sækja fram með að læra af því sem við höfum verið að gera; bæði því sem vel lengur og ekki síður því sem betur hefði mátt fara. Það er mikill einhugur í félaginu og við í nýrri aðalstjórn munum reyna tileinka okkur þetta. Okkar fókus er nú á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn.“ Allt viðtalið við nýjan formann Stjörnunnar má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um ástöðuna í Mýrinni sem og kergjuna milli handboltans og körfuboltans. Klippa: Sportið í dag - Nýr formaður Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Stjarnan Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson sagði svo í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku að Stjarnan hefði tapað gildum sínum og að vandræði væru innan félagsins. Nýr formaður félagsins var til viðtals í Sportinu í dag en hvernig kom það til að hann fór í formanninn? „Ég er mikill Stjörnumaður og hef verið það síðan 1987. Ég hef mikinn metnað fyrir klúbbnum og metnað fyrir því að ná árangri. Við verðum að muna eftir því að metnaður næst bæði innan vallar og utan. Ég vil standa fyrir samstöðu klúbbnum og opin og gagnlegt skoðanaskipti,“ sagði Sigurður. „Ég er búinn að eiga þó nokkur samtöl við Stjörnufólk núna í aðdragandi þessa fundar og hef fundið mikinn einhug í félaginu að snúa bökum saman og horfa fram á við og láta verkin tala.“ Eins og áður segir hefur mikið gengið á innan félagsins og eftir að Máni hafði sagt sína skoðun tóku fyrrverandi leikmenn félagsins undir áhyggjur Mána. „Það er þannig í íþróttastarfi eins og öðru að fólk skiptist á skoðunum og ég held að það eigi sérstaklega við þegar það eru miklar tilfinningar og mikil ástríða fyrir þeim málefnum sem er verið að ræða. Það á jafnt við okkur í Stjörnuna eins og aðra.“ „Okkar markmið er að leitast við að verða betra félag á morgun en við vorum í gær og við viljum sækja fram með að læra af því sem við höfum verið að gera; bæði því sem vel lengur og ekki síður því sem betur hefði mátt fara. Það er mikill einhugur í félaginu og við í nýrri aðalstjórn munum reyna tileinka okkur þetta. Okkar fókus er nú á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn.“ Allt viðtalið við nýjan formann Stjörnunnar má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um ástöðuna í Mýrinni sem og kergjuna milli handboltans og körfuboltans. Klippa: Sportið í dag - Nýr formaður Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Stjarnan Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira